Lífið

Eurovision: Ísland lenti í þriðja sæti á þriðjudaginn

Hera og félagar í græna herberginu í gær.
Hera og félagar í græna herberginu í gær.

Ísland var í þriðja sæti af þeim sautján löndum sem tóku þátt í fyrri undanúrslitum Eurovision á þriðjudaginn síðasta. Niðurstaða undanúrslitanna var gefin upp í gærkvöldi að úrslitunum loknum.

Belgía sigraði fyrri undanúrslitin og Tyrkland þau seinni. Þá voru bæði Svíar og Finnar í ellefta sæti og aðeins örfáum stigum frá því að komast í úrslitin.

 

Fyrri undanúrslit, 25. maí

01. Belgía (167 stig)

02. Grikkland (133)

03. Ísland (123)

04. Portúgal (89)

05. Serbía (79)

06. Albanía (76)

07. Rússland (74)

08. Bosnía og Hersegóvína (59)

09. Hvíta-Rússland (59)

10. Moldavía (52)

11. Finnland (49)

12. Malta (45)

13. Pólland (44)

14. Eistland (39)

15. Makedónía (37)

16. Slovakía (24)

17. Lettland (11)

Seinni undanúrslit, 27. maí

01. Tyrkland (118 stig)

02. Aserbaídjan (113)

03. Georgía (106)

04. Rúmenía (104)

05. Danmörk (101)

06. Armenía (83)

07. Úkraína (77)

08. Ísrael (71)

09. Írland (67)

10. Kýpur (67)

11. Svíþjóð (62)

12. Litháen (44)

13. Króatía (33)

14. Holland (29)

15. Búlgaría (19)

16. Slóvenía (6)

17. Sviss (2)






Tengdar fréttir

Eurovision: Auðvitað voru þetta vonbrigði - myndband

„Auðvitað voru þetta vonbrigði en það var samt gleði að hafa komist í úrslitin. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að komast í úrslitin," svaraði hann. Hvar eru krakkarnir núna? „Krakkarnir eru upp á herbergjunum sínum. Þau taka þessu eins og alvöru keppnisfólk. Ná þau að höndla ósigurinn? „Já þau ná því alveg," sagði hann áður en hann fór upp á hótelherbergi útkeyrður eftir tveggja vikna dvöl í Osló. Hópurinn flýgur heim til Íslands á morgun. Sjá Lenu fagna í myndskeiðinu.

Eurovision: Hæ ég heiti Lena - myndband

„Halló ég heiti Lena, ég er nítján ára og er frá Hannover og ég sigraði Eurovisionkeppnina í dag,“ sagði Lena Mayer á þýsku í byrjun blaðamannafundarins sem haldinn eftir keppnina í Telenor höllinni í gærkvöldi. Þar má sjá óteljandi ljósmyndara mynda þýsku sigurvegarann.

Hera Björk komst áfram

Fulltrúi Íslands í Eurovision, Hera Björk, komst áfram úr undankeppninni sem fram fór í Telenor höllinni í Osló í kvöld. Hera fær því að flyta lagið Je Ne Sais Quoi í aðalkeppninni á laugardaginn kemur. Atkvæðagreiðslan var gríðarlega spennandi en íslenski fáninn var sá síðasti sem kom upp úr hattinum. Hér að neðan má sjá þau tíu lönd sem komust áfram í úrslitakeppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.