Lífið

Hefur áhuga á illmenninu

Spænski leikarinn Javier Bardem hefur átt í viðræðum um að leika vonda karlinn í næstu James Bond mynd. Bardem hitti leikstjórann Sam Mendes á dögunum og heillaðist af hlutverkinu. „Ég er mikill aðdáandi James Bond myndanna,“ sagði hinn 41 árs gamli Bardem. „Þegar ég var lítill horfði ég á Sean Connery leika James Bond. Hver hefði trúað því að ég yrði í einni slíkri mynd?“ 23. Bond-myndin er væntanleg í bíó 9. nóvember á næsta ári. Þar verður Daniel Craig á sínum stað í hlutverki 007.

Lífið

Upphandleggurinn er 42 sentimetrar að ummáli

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó.

Lífið

Stjórnaði í gegnum Skype

Hljómsveitin Thin Jim notaði Skype við strengjaupptökur á sinni fyrstu plötu sem er væntanleg í mars. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið gert áður, allavega ekki á Íslandi,“ segir Jökull Jörgensen úr kántrípoppsveitinni Thin Jim. Hún lauk upptökum á sinni fyrstu stóru plötu um síðustu helgi hjá Benzin-bræðrum í Sýrlandi.

Lífið

Gillz gladdist á English Pub

Egill „Gillzenegger“ Einarsson bauð vinum og samstarfsmönnum til veislu á English Pub. Þar var nýjum sjónvarpsþáttum hans, Mannasiðum Gillz, fagnað með stæl.

Lífið

Nýtt efni frá Fleet Foxes

Önnur plata hljómsveitarinnar Fleet Foxes nefnist Helplessness Blues og kemur út 29. apríl hjá Sub Pop útgáfunni í Seattle. Upptökustjóri var Phil Ek sem hefur unnið með sveitum á borð við Band of Horses, The Shins og Les Savy Fav. Fyrsta plata Fleet Foxes sem kom út fyrir þremur árum hlaut mjög góðar viðtökur og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Hægt er að hlusta á fyrsta smáskífulag nýju plötunnar, titillagið Helplessness Blues, á heimasíðu Fleet Foxes.

Lífið

Nafn Torres plokkað í burtu

Liverpool-treyjur með númeri og nafni Fernando Torres hafa undanfarin ár verið þær vinsælustu á meðal fótboltaaðdáenda bæði hér heima og erlendis. Snögg breyting hefur orðið á því eftir að framherjinn gekk til liðs við Chelsea.

Lífið

Vitnisburður um þrautseigju íslenskra listamanna

Ráðgert er að fimm binda yfirlitsrit um íslenska listasögu komi út með haustinu. Fjórtán höfundar taka þátt í ritun verksins, sem Forlagið gefur út í samvinnu við Listasafn Íslands. Yfirlitsritið Íslensk listasaga, sem væntanlegt er í haust, spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar og verður um 1.500 síður í stóru broti. Fjögurra ára vinna liggur að baki útgáfunni.

Lífið

Danir hrifnir af Ofsa Einars Kára

Einar Kárason fær lofsamlega dóma í Weekendavisen í Danmörku fyrir bók sína Ofsa. Víkingar fornaldar þjáðust víst af aðskilnaðarkvíða og ástleysi. „Þetta er mjög skemmtilegt og hann sér alls konar hluti sem mér hafði ekki dottið í hug, eins og að það hafi verið eitthvað freudískt við það að skríða ofan í sýrukar og vera bjargað af konu,“ segir Einar Kárason rithöfundur.

Lífið

Þóra Einarsdóttir syngur í Garðabæ

Þóra Einarsdóttir sópran er í aðalhlutverki á fyrstu tónleikum menningar- og safnanefndar Garðabæjar á þessu ári. Hún kemur fram ásamt Gerrit Schuil píanóleikara sem einnig er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar sem hófst síðastliðið haust. Á efnisskránni eru verk eftir Gabriel Fauré, Jón Ásgeirsson, Tsjaíkovskí, Nikolaí Rimskí-Korsakov og Rakhmaninov.

Lífið

Ofviðrið blæs út

Borgarleikhúsinu hefur verið boðið að sýna Ofviðrið í Þjóðleikhúsi Litháens á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Vilníus í september næstkomandi. Þjóðleikhús Litháens er stærsta leikhús landsins. Leikstjóri Ofviðrisins, Oskaras Koršunovas, er Lithái en á dögunum fékk sýningin góða dóma í Lietuvos rytas, stærsta dagblaði Litháens.

Lífið

Þessu liði leiddist greinilega ekki

Meðfylgjandi myndir voru teknar í upptökuveri Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman og fagnaði eftir vægast sagt vel heppnaðar HM útsendingar þar sem öll þjóðin fylgdist grannt með framgöngu íslenska handboltalandsliðsins. Gestir voru í dúndur stuði eins og myndirnar bera greinilega með sér.

Lífið

Stjarna Stundarinnar okkar flytur til Bandaríkjanna

„Ég er bara einfaldlega að fara að snúa mér að öðru og framtíð mín mun væntanlega skýrast á næstu mánuðum,“ segir Björgvin Franz Gíslason leikari. Björgvin hefur síðustu þrjú ár stjórnað Stundinni okkar á RÚV en hefur ákveðið að láta af störfum eftir þennan vetur.

Lífið

Bob Dylan heiðraður í Hörpu

„Það verður haldið upp á sjötugsafmæli meistarans með myndarbrag,“ segir Óttar Felix Hauksson, útgefandi og tónlistarmaður. Óttar Felix hefur bókað Hörpuna 24. maí í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan. Þar munu margir af fremstu tónlistarmönnum landsins koma fram og heiðra þennan merka tónlistarmann. Dylan-mafían á Íslandi,

Lífið

Gaurinn neitar að flytja út

Jordan Bratman fyrrum eiginmaður söngkonunnar Christinu Aguilera neitar að flytja út úr 11,5 milljón dollara húsinu þeirra samkvæmt slúðurtímaritinu Us Weekly. Jordan og Christina eiga soninn Max saman en feðgana má sjá á meðfylgjandi myndum. Þá má einnig sjá Christinu ásamt nýja kærastanum hennar, Matt Rutler, í myndasafni. Söngkonan kynntist Matt við tökur, stuttu eftir að hún skildi við barnsföður sinn, á kvikmyndinni Burlesque, þar sem hann vann sem aðstoðarmaður sviðsmanns en Christina hefur nú þegar kynnt Matt fyrir foreldrum sínum sem segir að hún er ástfangin af manninum. „Það ríkir mikil ást á milli okkar. Ég skemmti mér vel með honum og það er nokkuð sem ég hef ekki gert lengi," sagði Christina.

Lífið

White Stripes hætta

Rokkdúettinn The White Stripes hefur lagt upp laupana eftir þrettán ára samstarf. Á heimasíðu sinni þökkuðu þau Jack og Meg White aðdáendum sínum fyrir stuðninginn. Þau sögðu margar ástæður fyrir endalokunum en stærst væri sú að þau vildu varðveita það sem væri fallegt og sérstakt við hljómsveitina.

Lífið

Jón Gnarr talar inn á Múmínálfamynd

„Ég mátti velja hlutverkið sjálfur,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jón talar fyrir eina aðalpersónuna í þrívíddarteiknimyndinni Múmíndalurinn og halastjarnan sem verður frumsýnd hér á landi um helgina. „Ég fór til Finnlands fyrir nokkru og hitti þá framleiðendur myndarinnar og aðstandendur hennar. Þeir höfðu heyrt að ég hefði talað vel um Múmínálfana og Múmíndalinn og buðu mér í kjölfarið hlutverk í íslensku talsetningunni,“ segir borgarstjórinn.

Lífið

250. tónleikarnir í Chicago

Tónleikar Ólafs Arnalds í Chicago um síðustu helgi voru hans 250. á ferlinum. Af þessum 250 tónleikum hafa um 200 verið haldnir síðustu tvö ár, sem kemur ekki á óvart því Ólafur verið óþreytandi við að kynna tónlist sína víða um heim undanfarin misseri.

Lífið

Myrkari og rafrænni tónar

Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður.

Lífið

Kiriyama Family sigurvegari

Kiriyama Family bar sigur úr býtum í hljómsveitakeppni sem fyrirsætuskrifstofan Eskimo og upptökuteymið Benzin Music/Sýrland stóðu fyrir í tilefni af Ford-keppninni sem verður haldin í Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn.

Lífið

Múmínálfarnir dansa við lag Bjarkar

Myndin um Múmínálfana er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Múminálfarnir er teiknimynd sem byggir á frægum sögum eftir Tove Jansson. Teiknimyndirnar og sögurnar um Múmínsnáðann, Míu, Snúð og Snorkstelpuna hafa notið mikilla vinsælda hjá íslensku smáfólki.

Tónlist

Bjóða vodka beint af sviðinu

Hin danskættaða hljómsveit Croisztans spilar á Bakkusi á föstudaginn. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar hér á landi síðan í nóvember 2008 er hún steig á svið á gamla Grand Rokki við góðar undirtektir.

Lífið

Spáir mikið í falleg föt

Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn.

Tíska og hönnun

Jæja ertu ekki aðeins að fara yfir strikið hérna

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá nýtt tónlistarmyndband söngkonunnar Rihönnu sem ber heitið S&M en það er bannað áhorfendum sem eru 18 ára og yngri. Það fer fyrir brjóstið á mörgum að Rihanna er bundin á höndum og fótum, klædd í latex og teipar mann og annan í umræddu myndbandi.

Lífið

Anita Briem í rúminu með Superman

Anita Briem leikur í rómantískri ástarsenu með bandaríska leikaranum Brandon Routh, best þekktum sem Ofurmennið úr samnefndri mynd frá árinu 2006, í myndasögu-kvikmyndinni Dylan Dog: Dead of Night.

Lífið

Íslenskur framleiðandi sópar til sín stjörnum

Eva Maria Daniels, íslenskur kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, hefur fengið Veru Farmiga til að leika aðalhlutverkið í kvikmynd sinni, Goats. Farmiga var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tveimur árum en hún þótti fara á kostum í Jason Reitman myndinni Up in the Air. Hún hefur þar að auki leikið í kvikmyndum á borð við The Departed.

Lífið