Lífið

Metallica vildi Hogan

Fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan var nálægt því að ganga til liðs við hljómsveitina Metallica á fyrstu árum hennar. Hogan starfaði á sínum yngri árum sem hljóðversspilari og var góður vinur trommarans Lars Ulrich. „Ég spilaði á bassa. Ég var góður vinur Lars Ulrich og hann spurði mig hvort ég vildi spila á bassa með Metallica en það varð ekkert úr því,“ sagði Hogan í viðtali við The Sun. Hann bætti því við að hann væri mikill aðdáandi bresku sveitarinnar The Stone Roses.

Lífið

Bara grín

Magnús Kjartansson var hinn hressasti í síðasta undanúrslitaþætti Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn var. Sérstaklega þótti hann fara á kostum þegar hann sýndi fram á líkindi dáðra íslenskra dægurperla við aðrar lagasmíðar.

Lífið

Mistókst að selja sálina

Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson sagði á dögunum upp störfum á vefmiðlinum Pressan.is. Hann veitir nú lesendum bloggsíðu sinnar einstaka sýn inn í atvinnuleit sína og segir frá því þegar hann kom hugmynd á framfæri við Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins.

Lífið

Tilnefnd til Óskarsverðlauna útivistageirans

Nýr jakki frá 66°Norður hlaut fyrir skemmstu tilnefningu til ISPO-verðlaunanna sem veitt eru í tengslum við ISPO sýninguna í München. Sýningin er ein sú stærsta í útivistar- og íþróttaiðnaðinum.

Lífið

Leikstjóri The Artist valinn bestur

Michel Hazanavicius, leikstjóri þöglu kvikmyndarinnar The Artist, fær sífellt fleiri rósir í hnappagatið, en í gær var hann valinn besti leikstjóri ársins af samtökum leikstjóra, Directors Guild of America.

Lífið

Kallar Kim illum nöfnum

Eins og sjá má hér (youtube.com) hraunar tónlistarmaðurinn Snoop Dogg all svakalega yfir sjónvarpsstjörnuna Kim Kardashian sem sendir sms á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni í vikunni...

Lífið

Logi kom Brynhildi í bobba

Sjónvarpsmanninum Loga Bergmann finnst fátt skemmtilegra en að hrekkja vini sína og samstarfsmenn. Þegar Logi kemur í heimsókn vita þeir sem þekkja hann að öruggast er að slökkva á farsímum og tölvum á meðan hann er nálægur...

Lífið

Baltasar beðinn um að leikstýra 25 milljarða stórmynd

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur hefur heldur betur slegið í gegn í Hollywood með kvikmyndinni Contraband. Myndin hefur ekki eingöngu fengið verðskuldaða athygli heldur hlaðast nú inn tilboðin til Baltasars um að leikstýra stórmyndum í Hollywood. Molinn heyrði að Baltasar hafi borist freistandi tilboð nú skömmu fyrir helgi. Tilboð um að gera kvikmynd fyrir 200 milljónir dollara eða tæpa 25 milljarða króna. Verkefni af þessari stærðargráðu eru fátíð og mun umrædd stórmynd komast á lista yfir 20 dýrustu kvikmyndir sögunnar. Á þeim lista eru myndir á borð við Titanic og James Bond-myndin Quantum of Solace sem báðar kostuðu 200 milljónir dollara í framleiðslu. Ljóst er að Baltasar hefur öðlast skjótan frama í Hollywood og er kominn í hóp sterkra leikstjóra sem berjast um stærstu verkefnin í Hollywood. Hann nýtur greinilega trausts hjá kvikmyndaframleiðendum sem eru tilbúnir að veðja á hann í risaverkefni. Mikil leynd hvílir yfir þessari kvikmynd en ljóst er að hún mun skarta nokkrum af skærustu Hollywoodstjörnunum.

Lífið

Skeggleysi bara tískubóla

Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur.

Lífið

Pylsur og kæfa auka líkur á krabbameini

Unnar kjötvörur, eins og pylsur og kæfa, eru taldar auka líkurnar á krabbameini í brisi. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist á dögunum í British Journal of Cancer. Því meira magn sem maður borðar því meiri líkur á krabbameini segir í rannsókninni en það er ekki kjötið sjálft sem hefur áhrif heldur efnið natríum, sem er bætt út í eftirá til að auka endingu vörunnar. Líkur á krabbameininu hækka um 19% fyrir hvert 50 gram sem borðað er af unnri kjötvöru á dag samkvæmt rannsókninni en það jafngildir einni pylsu.

Lífið

Inga Lind í nýju húsi

Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir og eiginmaður hennar Árni Hauksson fjárfestir sem meðal annars er einn stærsti hluthafinn í Högum eru nú flutt í nýja húsið sitt sem þau byggðu frá grunni á sjávarlóð á Arnarnesinu í Garðabæ.

Lífið

Dísætt dömuboð - video

Meðfylgjandi myndskeið var tekið í dísætu dömuboði sem haldið var á Nauthóli í tilefni af komu Skin Doctors, nýrrar snyrtivörulínu á markað hérlendis.

Lífið

Rembingur er fyrirlitlegur

Hljómsveitin 200.000 naglbítar, sem Vilhelm Anton Jónsson er oftast kenndur við, hóf árið í hljóðveri við upptökur á sínu fyrsta nýja lagi í langan tíma. Villi naglbítur sagði Kjartani Guðmundssyni frá margþættum ferli, athyglisbresti og illum ostaslaufum

Tónlist

Við erum öll samsett úr fortíðinni

Árið 1955 kom út bókin Tristes Tropiques eftir Claude Lévi-Strauss. Bókin, sem er blanda ferðasögu, mannfræðirannsókna og heimspekirannsókna, hafði gríðarleg áhrif á sýn heimsins á frumstæð samfélög og breytti mannfræði til frambúðar.

Menning

Leiða saman helstu dívur landsins

"Það má segja að við séum að leiða saman helstu dívur landsins í skólanum," segir Arnar Gauti framkvæmdastjóri Elite á Íslandi en hann er í óða önn þessa dagana að undirbúa opnun tískuskólans Elite Fashion Academy.

Lífið

Í góðri stemningu á Sundance

"Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum,“ segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni.

Lífið

Moka ekki Melhaga

Slagurinn á milli minnihlutans í borginni við meirihluta Besta flokksins hefur verið harður í vetur. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt störf Jóns Gnarr borgarstjóra harðlega. Nágrannar Gísla Marteins á Melhaganum eru hissa á því að gatan þeirra er alltaf á kafi í snjó og er ekki mokuð reglulega eins og aðrar íbúðagötur í vesturbænum. Þetta bitnar þó minnst á Gísla Marteini sjálfum enda er hann einn helsti talsmaður þess að fólk ferðist um á reiðhjólum eða í strætó.

Lífið

Stórkostlegt sjónarspil

Niðurstaða: Ein allra besta mynd síðasta árs og nýtur sín best í kvikmyndahúsi. Nú er tækifærið. Ekki gera ekki neitt.

Gagnrýni

Simon undirbýr Idol fyrir plötusnúða

Simon Cowell ætlar að leita að besta plötusnúði heims, í nýjum hæfileikaþætti. Framleiðslufyrirtæki Cowells, Syco Entertainment, hefur undirbúið þáttinn í rúmt ár. Einnig aðstoðar fyrirtæki í í eigu Will Smith og Jada Pinkett-Smith, við framleiðsluna.

Lífið

Áhugi á gamla Bakkusi

Nokkrir aðilar hafa sýnt húsnæðinu við Tryggvagötu þar sem skemmtistaðurinn Bakkus var áður til húsa áhuga. Bakkus, sem Jón Pálmar Sigurðsson rekur, flutti yfir í smærra húsnæði að Laugavegi 22 um síðustu helgi eftir tveggja og hálfs árs dvöl við Tryggvagötuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðilar frá Gauki á Stöng, sem er á efri hæð hússins, og Players í Kópavogi á meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að leigja húsnæðið, sem er í eigu Eikar, fasteignafélags.

Lífið

Dásamlegt dömuboð

Í gærkvöldi fór fram dásamlegt dömuboð á Nauthóli í tilefni af komu Skin Doctors, nýrrar snyrtivörulínu á markað hérlendis. Rúmlega eitthundrað og fimmtíu konur mættu til að kynna sér vörurnar, dreypa á Moët & Chandon kampavíni og borða dýrindis sushi og tapas sem Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli reiddi fram af sinni alkunnu snilld. Konurnar fengu að kynnast hinum ýmsu vöruflokkum en þar má meðal annars nefna Instant Facelift sem ku vera andlitslyfting sem tekur aðeins fimm mínútur. Nánari upplýsingar um Skin Doctors er að finna á Facebook síðu þeirra: https://www.facebook.com/Skindoctors.is - Sjá myndir hér.

Lífið

Versti söngvari Íslands

Nilli fór í söngtíma til óperusöngvarans Kristjáns Jóhannssonar í vikunni til að láta skera úr um það hvort hann væri góður söngvari eða ekki.

Lífið

Skotar áttu daginn á Kexinu

Gestir Kex Hostels létu snjó og ofankomu ekki á sig fá og fjölmenntu á sérstaka skoska hátíð þar sem skosk tónlist, þjóðarrétturinn haggis og viskí voru á boðstólnum.

Lífið

Útgáfufagnaður Lífsins

Meðylgjandi myndir voru teknar þegar útkomu Lífsins, sem er nýtt vikublað sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum var fagnað. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni var gleðin við völd...

Lífið

Mikael Torfason genginn í það heilaga

Rithöfundurinn Mikael Torfason var ekkert að hika þegar hann fann ástina. Hann og leiklistarneminn Stefanía Ágústsdóttir ákváðu að láta pússa sig saman á aðfangadag hjá sýslumanni.

Lífið

Fluttur heim til Íslands

Snorri Helgason, fyrrum meðlimur Sprengjuhallarinnar, er fluttur heim til Íslands eftir ársdvöl í London þar sem hann einbeitti sér að tónlistarferlinum. Hann er þó ekki fluttur heim til að slaka á því í lok febrúar leggur hann af stað í tveggja vikna tónleikaferð um Pólland. Spilamennska víðar um Evrópu er einnig fyrirhuguð á næstu mánuðum. Snorri hefur jafnframt gefið út nýtt myndband við lagið Mockingbird sem hin ítalska Elisa Vendramin leikstýrði.

Lífið

Danir hrífast af Bryndísi Jakobs

Bryndís Jakobsdóttir og eiginmaður hennar, hinn danski Mads Mouritz, skipa dúettinn Song for Wendy. Þau gáfu út plötuna Meeting Point í fyrra og nú virðast Danir vera byrjaðir að gefa þeim gaum.

Lífið