Lífið

Mið-Ísland sendir frá sér nýtt sýnishorn

Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn frá grínhópnum Mið-Íslandi. Hópurinn hefur síðustu misseri verið við tökur á nýrri grínþáttaröð sem hefur göngu sína á Stöð 2 í mars.

Sýnishornið gefur góðan forsmekk af þáttunum og er greinilegt að hópurinn fetar ekki troðnar slóðir í nálgun sinni. Mið-Ísland gengið samanstendur af þeim Ara Eldjárn, Bergi Ebba, Jóhanni Alfreð, Dóru Jóhannsdóttur og Dóra DNA og bregða þau sér í allra kvikinda líki.

Hópurinn skrifaði handritið að þáttunum ásamt Ragnari Hanssyni, sem leikstýrir. Mystery Island framleiðir þættina en þeir verða átta talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.