Lífið

Versti söngvari Íslands

Nilli fór í söngtíma til óperusöngvarans Kristjáns Jóhannssonar í vikunni til að láta skera úr um það hvort hann væri góður söngvari eða ekki.

Söngtíminn er líklega með þeim eftirminnilegri sem Kristján hefur upplifað eins og sjá má á myndbandinu sem er meðfylgjandi þessari frétt. Atriðið verður í frábærum þætti af Týndu kynslóðinni í kvöld.

Aðalgestir Týndu kynslóðarinnar í kvöld eru strákarnir úr grínhópnum Mið-Ísland. Þeir eru að byrja með nýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 í mars og verða frumsýnd tvö ný atriði úr þáttunum í Týndu kynslóðinni í kvöld. Týnda kynslóðin er í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi klukkan 19:45 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.