Lífið

Pippa í Svíþjóð

Pippa Middleton, systir Katrínar hertogaynju af Cambrigde, er stödd í Svíþjóðar þar sem hún tók þátt í hinni árlegu skíðagöngu Vasaloppet sem fór fram í gær. Pippa er ekki ein á báti í Svíþjóð en hún tók með sér litla bróður sinn James og saman gengu þau um 90 kílómetra leið á gönguskíðum.

Lífið

Í hlutverki Janet Leigh

Scarlett Johansson og James D"Arcy hafa tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Alfred Hitchcock and the Making Of Psycho. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um gerð þessarar sígildu spennumyndar eftir meistara Hitchock.

Lífið

Frumsýna myndband á Íslandi

Norska poppstjarnan Atle Pettersen og rapparinn Rex koma til Íslands í dag. Tilefnið er frumsýningarpartí á skemmtistaðnum Austur vegna myndbands sem þeir tóku upp hér á landi við lagið Amazing.

Lífið

Fólk kaupir og lætur gera upp gömul tekkhúsgögn

Tekkhúsgögn frá sjöunda áratugnum njóta mikilla vinsælda. Kreppan varð til þess að fólk kaupir mikið af notuðum húsgögnum og lætur gera þau upp hjá bólstrurum Heimili "Það eru rosalega skemmtilegar breytingar í gangi,“ segir húsgagnasalinn Arnar Laufdal Aðalsteinsson.

Lífið

Ekki týpískt þungarokk

"Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps,“ segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck.

Tónlist

Eiginkona Colins Firth

Nicole Kidman fer með hlutverk eiginkonu Colins Firth í kvikmyndinni The Railway Man sem fer í framleiðslu í næsta mánuði. Rachel Weisz átti áður að leika hlutverkið en varð að hætta við vegna leiks síns í myndunum The Bourne Legacy og Oz the Great. The Railway Man er drama sem Jonathan Teplitzky leikstýrir. Hún er byggð á sjálfsævisögu Erics Lomax sem starfaði nauðugur viljugur í seinni heimsstyrjöldinni við gerð járnbrautar á milli Taílands og Mjanmar. 250 þúsund manns létust á meðan á gerð hennar stóð.

Lífið

Beint úr eldhúsinu

Þrír erlendir kokkar keppa í dag í Hörpu um titilinn kokkur ársins á hátíðinni Food and Fun. Þeir munu athafna sig í eldhúsi Hörpudisksins og keppnin verður sýnd beint á sjónvarpsskjáum sem verða í höllinni. "Þetta er nýbreytni í anda sjónvarpsþáttanna sem eru í gangi. Þetta er svona Gordon Ramsay-fílingur,“ segir Jón Haukur Baldvinsson hjá Food and Fun.

Matur

Áttræðir sofa betur

Eldra fólk á auðveldara með svefn og þjáist síður af svefntruflunum eða þreytu ef marka má nýja rannsókn sem framkvæmd var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Lífið

Zeppelin safnaði í sjóð

Ágóðinn af endurkomutónleikum Led Zeppelin í O2-höllinni í London í desember 2007 er hluti af fimm milljarða sjóði sem hefur verið gefinn Oxford-háskóla. Það var ekkja Ahmets Ertegun, stofnanda Atlantic Records sem Led Zeppelin var á mála hjá, sem ánafnaði háskólanum peninginn. Hann verður notaður í stofnun styrktarsjóðs í nafni Ertegun-hjónanna. Bassaleikarinn John Paul Jones sagðist vera mjög stoltur af því að tónleikarnir hafi átt þátt í stofnun styrktarsjóðsins.

Tónlist

Top Gun 2 með höfund

Peter Craig hefur verið ráðinn handritshöfundur fyrir framhaldið af Top Gun. Myndin kom út 1986 við miklar vinsældir. Tom Cruise fór með hlutverk flugmannsins Mavericks í aðalhlutverkinu, Tony Scott leikstýrði og Jerry Bruckheimer framleiddi. Í fyrra ákváðu þeir að búa til framhaldsmynd og núna er kominn handritshöfundur um borð. Hann hefur áður unnið við hasarmyndina The Town og þessa dagana er hann að skrifa handritið að þriðju Bad Boys-myndinni.

Lífið

Vandræðalega stór titill

Myndlistarmaðurinn Baldur Helgason hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco fyrir skemmstu, einn þriggja af hundruðum þátttakenda.

Lífið

Rákust á Galliano á tískuvikunni

„Hann var bara ósköp venjulegur með yfirvaraskeggið sitt,“ segir fatahönnunarneminn Guðrún Helga Kristjánsdóttir um fatahönnuðinn fræga John Galliano sem hún rakst á á tískuvikunni í París.

Tíska og hönnun

Ég er sátt við mitt dagsverk

Allt er á yfirsnúningi í Listasafni Íslands þegar blaðamaður stingur inn nefinu daginn fyrir opnun yfirlitssýningar á verkum Rúríar. Allir sýningarsalir eru undir, iðnaðarmenn og starfsfólk safnsins á þönum á milli þeirra. Þau gætu örugglega þegið nokkra sýningarsali í viðbót, ef það væri í boði. Verk Rúríar taka oftar en ekki plássið sitt og aldrei áður hafa svo mörg þeirra verið sýnd saman á einum stað.

Menning

Prinsessan prúða

Hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, var klædd í bláa M Missoni kápu þegar hún lét sjá sig ásamt Elísabetu drottningu og Camillu hertogaynjuna af Cornwall í Lundúnum 1. mars. Um var að ræða opinbera heimsókn í Fortnum & Mason verslun í borginni.

Lífið

Hrikalegasta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu

"Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið,“ segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpamyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu.

Menning

Þakklátasta leikkona landsins

Það stóð nú aldrei til að halda svona langa ræðu. Elma Lísa, vinkona mín sem fékk Edduverðlaunin í fyrra, var búin að vara mig við og sagði að ég yrði að vera búin að ákveða hvað ég ætlaði að segja ef ég færi upp. Mér fannst það mjög óþægilegt, því mér finnst tilhugsunin um að halda ræðu mjög stressandi. Þegar ég svo mætti þarna í Gamla bíó var ég alveg sannfærð um að ég væri ekkert að fara upp, svo ég var alveg róleg. En það var

Menning

Barn á leiðinni

Chloé Ophelia og Árni Elliott sem búa í Marseille í Frakklandi um þessar mundir þar sem þau starfa og læra, eiga von á sínu fyrsta barni en þau hafa verið par um árabil. Þetta var besti dagurinn í lífi okkar,“ segir Chloé um daginn þegar þau komust að því að þau ættu von á barni. "Við hlökkum alveg ofsalega til og ég ætla að njóta meðgöngunnar sem allra best.“ Spurð um heilsuna segir hún hana ekki geta verið betri. Chloé og Árni eiga von á frumburðinum í ágúst.

Lífið

Snooki ólétt

Nicole Polizzi, betur þekkt sem Snooki úr raunveruleikaþáttunum Jersey Shore, er ólétt. Snooki er hvað þekktust fyrir mikið partýstand í raunveruleikaþáttunum sem sýndir eru á MTV og hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs.

Lífið

Kristrún Ösp eignaðist dreng

Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta er búin að eignast lítinn dreng. Það vakti mikla athygli í ágúst síðastliðinn þegar Kristrún tilkynnti um það á Facebook að hún væri ólétt, en hún gaf ekkert uppi um faðerni barnsins.

Lífið

Björk fær fullt hús

Björk Guðmundsdóttir fær fullt hús stiga, eða fimm stjörnur, fyrir Biophilia-tónleika sína í New York í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Q.

Lífið

Mæðgin keppa á Northern Wave

Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Sergio De Vega verður gestur á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Northern Wave sem fram fer í Grundarfirði um helgina. Stuttmynd De Vega, Making Counts, verður sýnd á hátíðinni auk þess sem móðir hans mun keppa í hinni vinsælu fiskisúpukeppni sem haldin er í tengslum við hátíðina.

Lífið

Mila Kunis andlit Dior

Leikkonan Mila Kunis, 28 ára, var klædd í bleikan kjól fyrir herferð Dior fataframleiðandans í Frakklandi í gærdag. „Ég er alltaf með plan B,“ lét Mila hafa eftir sér. Eins og sjá má var hugað að hári leikkonunnar við tökurnar.

Lífið

Poppstjarnan Rex á leið til Íslands

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal við poppstjörnurnar Rex og Atle Petterson sem tóku fyrir skömmu upp myndband við nýjasta smell sinn Amazing á Íslandi. Kvikmyndadeild Pipar/TBWA sá um framleiðsluna og Gus Ólafsson leikstýrði. „Við fengum handrit frá nokkrum fyrirtækjum á Norðurlöndum og við völdum Pipar/TBWA og Gus og við sjáum ekki eftir því, segir Rex um útkomuna. Útgáfuteiti var í gærkvöldi í Osló fyrir fjölmiðlafólk og fólk úr tónlistargeiranum, en í kvöld verður almennt útgáfupartý fyrir almenning í Noregi. Stjörnurnar fljúga svo til Íslands á morgun laugardag til að halda upp á útgáfuna á laginu og myndbandinu á Austur í Reykjavík klukkan: 23.00. „Við vildum endilega halda líka partý á Íslandi þar sem við vorum með svo marga sem unnu að myndbandinu og það hefði verið svo leiðinlegt að geta ekki haldið upp á svo flotta útkomu án þess að fagna henni með þeim sem unnu verkið," sagði Rex . Það var 35 manna hópur frá Íslandi sem vann að verkinu og var myndbandið tekið upp í Atantic studios að Ásbrú í Keflavík, en það var áður flugskýli Bandaríska hersins.

Lífið