Lífið

Poppstjarnan Rex á leið til Íslands

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal við poppstjörnurnar Rex og Atle Petterson sem tóku fyrir skömmu upp myndband við nýjasta smell sinn Amazing á Íslandi. Kvikmyndadeild Pipar/TBWA sá um framleiðsluna og Gus Ólafsson leikstýrði.

„Við fengum handrit frá nokkrum fyrirtækjum á Norðurlöndum og við völdum Pipar/TBWA og Gus og við sjáum ekki eftir því, segir Rex um útkomuna.

Útgáfuteiti var í gærkvöldi í Osló fyrir fjölmiðlafólk og fólk úr tónlistargeiranum, en í kvöld verður almennt útgáfupartý fyrir almenning í Noregi.

Stjörnurnar fljúga svo til Íslands á morgun laugardag til að halda upp á útgáfuna á laginu og myndbandinu á Austur í Reykjavík klukkan: 23.00.

„Við vildum endilega halda líka partý á Íslandi þar sem við vorum með svo marga sem unnu að myndbandinu og það hefði verið svo leiðinlegt að geta ekki haldið upp á svo flotta útkomu án þess að fagna henni með þeim sem unnu verkið," sagði Rex .

Það var 35 manna hópur frá Íslandi sem vann að verkinu og var myndbandið tekið upp í Atantic studios að Ásbrú í Keflavík, en það var áður flugskýli Bandaríska hersins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.