Lífið

Vinsæl ofurfyrirsæta

Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley sýndi hönnun á pöllunum á tískuvikunni í Sao Paolo á dögunum.

Lífið

Eins manns stórskotalið

Hljóðhnökrar og pirringur í upphafi viku fyrir samblandi af eldmóði og reynslu Costello. Frábærir tónleikar. Elvis var einn á sviðinu í hartnær þrjá klukkustundir og lagði allt sitt í giggið svo rann af honum svitinn, sem er alltaf jafn mikið ánægjuefni.

Gagnrýni

Jennifer Aniston hamingjusöm í París

Jennifer Aniston og Justin Theroux lentu í París á dögunum og eyddu þar rómantískum degi saman. Þau leiddust út um alla borg og kíktu í búðir. Sjónvarvottur sagði parið hafa verið mjög hamingjusamt og ánægt! Jennifer bar glæsilegan demantshring sér á fingri sem talið er að sé trúlofunarhringur en Jennifer hefur einu sinni gengið í það heilaga áður með Prad Pitt.

Lífið

Fagnar með kærastanum

Söngkonan Nicole Scherzinger og Formúlu 1 kærastinn hennar Lewis Hamilton, 27 ára, fögnuðu sigri kappans á Grand Prix kappaksturskeppninni í Kanada í gær. Eins og sjá má var kærustuparið í skýjunum...

Lífið

Gullhafi helgarinnar gerir mynsturforrit fyrir iPad

"Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum,” segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn.

Lífið

Hita upp fyrir Chili Peppers

Breska hljómsveitin The Vaccines með Árna Hjörvar Árnason á bassanum hitar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Red Hot Chili Peppers og The Stone Roses í sumar.

Lífið

Tólf tommu vínyll frá Sin Fang

„Þetta eru fimm lög sem urðu útundan,“ segir tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sem gengur undir listamannsnafninu Sin Fang. Hann sendi frá sér 12“ vínylplötuna Half Dreams á dögunum en útgefandi hennar er þýska útgáfufélagið Morr Music.

Lífið

Hörð barátta fagmanna

Nú þegar fyrsta helgin í EM er yfirstaðin er ekki úr vegi að skoða hverjir í Venediktsson, tippkeppni fagmanna, reyndust sannspáir. Tónlistarmaðurinn geðþekki og knattspyrnukappinn úr FH, Jón Ragnar Jónsson, trónir á toppnum eftir leiki helgarinnar en fast á hæla hans fylgir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson.

Lífið

Fjölmargir hafa fataskipti á netinu

"Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og farið fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Myriam Marti sem stendur að vefsíðunni Fataskipti.is. Rúmur mánuður er síðan Myriam stofnaði síðuna sem nú þegar telur um 500 notendur. Á síðunni koma saman seljendur, kaupend-ur og svo þeir sem vilja hafa fataskipti. Myriam fékk hugmyndina að síðunni þegar hún var stödd í fataleiðangri.

Lífið

Crossfit-gámurinn fer hvert á land sem er

„Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns.

Lífið

Grúví danspopp

Hárdoktorinn Jón Atli og Gísli Galdur með flotta rafpoppplötu. Lögin eru misgóð og sums staðar mætti vera aðeins meiri kraftur, en á heildina litið er þetta samt mjög fín danspoppplata sem óhætt er að mæla með.

Gagnrýni

Dallas drottningin hefur ekkert breyst

Dallas drottningin Sue Ellen Ewing sem leikkonan Linda Gray lék á árunum 1978-1989 og þrítugi leikarinn Josh Henderson sem leikur John Ross Ewing III ásamt Lindu í nýju Dallas þáttaröðinni sem hefur göngu sína í júní á Stöð 2, sátu fyrir svörum...

Lífið

Brosir þrátt fyrir góðkynja æxli

Tónlistarkonan Sheryl Crow, 50 ára, var glæsileg á rauða dreglinum um helgina. Hún greindist með heilaæxli í nóvember í fyrra en hún greindi frá veikindunum í viðtali við blaðið Las Vegas Review á dögunum. Hún segir æxlið vera góðkynja en hún þarf að fara reglulega til læknis sem fylgist með þróuninni....

Lífið

Jóhann er fastur í að syngja hlutverk illmenna og feðra

Jóhann Axel Schram Reed, óperusöngvari, komst nýverið inn í óperunámskeið í Los Angeles sem ætlað er ungum óperusöngvurum sem eru að stíga sín fyrstu skref sem atvinnufólk í óperuheiminum. Um þrjú hundruð manns sækja um námskeiðið ár hvert, en aðeins þrjátíu komast inn.

Lífið

Sigurboginn styrkir Mæðrastyrksnefnd

Nýlega var haldið mæðrakvöld í versluninni Sigurboganum við Laugaveg í þeim tilgangi að styðja við bakið á nýstofnuðum Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og halda upp á 20 ára afmæli fyrirtækisins...

Lífið

Þriðja plata Kiru Kiru

Platan Feathermagnetik eftir Kiru Kiru er komin út. Kira Kira er hliðarsjálf tónskáldsins og leikstjórans Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og er platan hennar þriðja í röðinni. Feathermagnetik inniheldur níu tónverk sem flokka má sem tilraunakennda raftónlist. Hljómur hennar er dekkri en í fyrri verkum Kiru Kiru og segja má að það kveði við nýjan tón í ferli hennar. Platan kemur út hjá undirmerki þýska útgáfufélagsins Morr Music, Sound of a Handshake. Útgáfutónleikar vegna Feathermagnetik verða haldnir í Berlín þann 8. júlí og síðar í Reykjavík.

Lífið

Óvíst með framhald Prometheus

Ekki hefur verið ákveðið hvort framhald verður gert af spennumyndinni Prometheus. Þetta segir handritshöfundurinn Damon Lindelof. Prometheus fór beint á toppinn yfir aðsóknarmestu myndir Bretlands um síðustu helgi og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda.

Lífið

Mættir aftur á dansgólfið

Hin hressa Hot Chip er mætt aftur til leiks með sína fimmtu plötu. Tólf ár eru síðan skólafélagarnir Alexis Taylor og Joe Goddard stofnuðu hljómsveitina.

Lífið

Lagasafn frá múm

Hljómsveitin múm hefur sent frá sér plötuna Early Birds. Það er þýska fyrirtækið Morr Music sem gefur hana út bæði á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu.

Lífið

Loftskeytamenn í gamla tímanum

Fyrsta lag Loftskeytamanna, Gott að búa á Íslandi, er komið út. Það er titillag heimildarþátta um íslenska lífeyrissjóðakerfið. Hljómsveitin Loftskeytamenn hefur sent frá sér sitt fyrsta lag, Gott að búa á Íslandi. Það er titillag nýrra heimildarþátta Gunnars Sigurðssonar og félaga um lífeyrissjóðakerfið á Íslandi sem verða líklega sýndir í Sjónvarpinu á þessu ári.

Lífið

Costello lentur

Elvis Costello er kominn til landsins og rúntar nú um bítlabæinn Keflavík meðan hann bíður eftir eiginkonu sinni, Diana Krall, sem lendir fljótlega í Leifsstöð.

Lífið

Keppa um besta matinn

Leitað verður að bestu heimatilbúnu máltíðinni í nýjum matreiðsluþætti, Food Glorious Food, sem verður sýndur á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Það er dómarinn í X-Factor, Simon Cowell, sem er maðurinn á bak við þættina, samkvæmt blaðinu The Sun.

Lífið