Lífið

Þriðja plata Kiru Kiru

ný plata Feathermagnetik nefnist þriðja plata Kiru Kiru.
ný plata Feathermagnetik nefnist þriðja plata Kiru Kiru.
Platan Feathermagnetik eftir Kiru Kiru er komin út. Kira Kira er hliðarsjálf tónskáldsins og leikstjórans Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og er platan hennar þriðja í röðinni.

Feathermagnetik inniheldur níu tónverk sem flokka má sem tilraunakennda raftónlist. Hljómur hennar er dekkri en í fyrri verkum Kiru Kiru og segja má að það kveði við nýjan tón í ferli hennar. Platan kemur út hjá undirmerki þýska útgáfufélagsins Morr Music, Sound of a Handshake. Útgáfutónleikar vegna Feathermagnetik verða haldnir í Berlín þann 8. júlí og síðar í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.