Crossfit-gámurinn fer hvert á land sem er 11. júní 2012 21:00 Annie Mist. Mynd/Anton „Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns. „Þetta er bara venjulegur gámur, nema miklu fallegri, og inni í honum er rafmagnsstöð, græjur, stengur, lóð, boltar, róðurvélar og fleira. Í raun allt sem þarf fyrir venjulega Crossfit-æfingu. Við erum öll rosalega spennt yfir þessu en við hefðum aldrei getað staðið undir þessu ef ekki væri fyrir stuðning TVG-Zimsen,“ segir Annie Mist. Allir geta pantað að fá gáminn sendan til sín við ýmis tækifæri og segir Annie þau opin fyrir flestum hugmyndum. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á að koma með hann á vinnustaði og setja upp stöð úti á plani, en það tekur svona fimm mínútur að setja upp fullkomna Crossfit-stöð hvar sem er,“ segir hún og bætir við að gámurinn komi einnig til með að opna þeim nýja og skemmtilega möguleika þegar kemur að útiæfingum og æfingum úti á landi. Annie Mist er nýkomin heim af Evrópumótinu í Crossfit þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og kom heim með Evrópumeistaratitilinn í farateskinu. „Þetta var algjörlega golden helgi fyrir mig. Ég vann í kvennaflokki, kærastinn minn vann í karlaflokki og liðið mitt vann í liðakeppninni svo þetta hefði ekki getað farið mikið betur út frá mínu sjónarhorni,“ segir hún. Næst á dagskrá er svo heimsmeistaramótið sem haldið verður 13.-15. júlí, en þar á Annie Mist titil að verja. „Það væri auðvitað geðveikt að vera sú fyrsta til að vinna titilinn tvisvar sinnum og ég ætla að gera mitt besta til þess að svo fari,“ segir hún. Spurð hvort Crossfitið sé ekki full vinna fyrir hana svarar hún játandi. „Ég kenni einstaka námskeið í Crossfit Reykjavík því mér finnst það svo gaman, en annars snýst líf mitt bara um að æfa, hvíla mig og borða, og reyna að halda mér heilli á geði,“ segir heimsmeistarinn Annie Mist og hlær. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns. „Þetta er bara venjulegur gámur, nema miklu fallegri, og inni í honum er rafmagnsstöð, græjur, stengur, lóð, boltar, róðurvélar og fleira. Í raun allt sem þarf fyrir venjulega Crossfit-æfingu. Við erum öll rosalega spennt yfir þessu en við hefðum aldrei getað staðið undir þessu ef ekki væri fyrir stuðning TVG-Zimsen,“ segir Annie Mist. Allir geta pantað að fá gáminn sendan til sín við ýmis tækifæri og segir Annie þau opin fyrir flestum hugmyndum. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á að koma með hann á vinnustaði og setja upp stöð úti á plani, en það tekur svona fimm mínútur að setja upp fullkomna Crossfit-stöð hvar sem er,“ segir hún og bætir við að gámurinn komi einnig til með að opna þeim nýja og skemmtilega möguleika þegar kemur að útiæfingum og æfingum úti á landi. Annie Mist er nýkomin heim af Evrópumótinu í Crossfit þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og kom heim með Evrópumeistaratitilinn í farateskinu. „Þetta var algjörlega golden helgi fyrir mig. Ég vann í kvennaflokki, kærastinn minn vann í karlaflokki og liðið mitt vann í liðakeppninni svo þetta hefði ekki getað farið mikið betur út frá mínu sjónarhorni,“ segir hún. Næst á dagskrá er svo heimsmeistaramótið sem haldið verður 13.-15. júlí, en þar á Annie Mist titil að verja. „Það væri auðvitað geðveikt að vera sú fyrsta til að vinna titilinn tvisvar sinnum og ég ætla að gera mitt besta til þess að svo fari,“ segir hún. Spurð hvort Crossfitið sé ekki full vinna fyrir hana svarar hún játandi. „Ég kenni einstaka námskeið í Crossfit Reykjavík því mér finnst það svo gaman, en annars snýst líf mitt bara um að æfa, hvíla mig og borða, og reyna að halda mér heilli á geði,“ segir heimsmeistarinn Annie Mist og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira