Crossfit-gámurinn fer hvert á land sem er 11. júní 2012 21:00 Annie Mist. Mynd/Anton „Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns. „Þetta er bara venjulegur gámur, nema miklu fallegri, og inni í honum er rafmagnsstöð, græjur, stengur, lóð, boltar, róðurvélar og fleira. Í raun allt sem þarf fyrir venjulega Crossfit-æfingu. Við erum öll rosalega spennt yfir þessu en við hefðum aldrei getað staðið undir þessu ef ekki væri fyrir stuðning TVG-Zimsen,“ segir Annie Mist. Allir geta pantað að fá gáminn sendan til sín við ýmis tækifæri og segir Annie þau opin fyrir flestum hugmyndum. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á að koma með hann á vinnustaði og setja upp stöð úti á plani, en það tekur svona fimm mínútur að setja upp fullkomna Crossfit-stöð hvar sem er,“ segir hún og bætir við að gámurinn komi einnig til með að opna þeim nýja og skemmtilega möguleika þegar kemur að útiæfingum og æfingum úti á landi. Annie Mist er nýkomin heim af Evrópumótinu í Crossfit þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og kom heim með Evrópumeistaratitilinn í farateskinu. „Þetta var algjörlega golden helgi fyrir mig. Ég vann í kvennaflokki, kærastinn minn vann í karlaflokki og liðið mitt vann í liðakeppninni svo þetta hefði ekki getað farið mikið betur út frá mínu sjónarhorni,“ segir hún. Næst á dagskrá er svo heimsmeistaramótið sem haldið verður 13.-15. júlí, en þar á Annie Mist titil að verja. „Það væri auðvitað geðveikt að vera sú fyrsta til að vinna titilinn tvisvar sinnum og ég ætla að gera mitt besta til þess að svo fari,“ segir hún. Spurð hvort Crossfitið sé ekki full vinna fyrir hana svarar hún játandi. „Ég kenni einstaka námskeið í Crossfit Reykjavík því mér finnst það svo gaman, en annars snýst líf mitt bara um að æfa, hvíla mig og borða, og reyna að halda mér heilli á geði,“ segir heimsmeistarinn Annie Mist og hlær. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
„Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns. „Þetta er bara venjulegur gámur, nema miklu fallegri, og inni í honum er rafmagnsstöð, græjur, stengur, lóð, boltar, róðurvélar og fleira. Í raun allt sem þarf fyrir venjulega Crossfit-æfingu. Við erum öll rosalega spennt yfir þessu en við hefðum aldrei getað staðið undir þessu ef ekki væri fyrir stuðning TVG-Zimsen,“ segir Annie Mist. Allir geta pantað að fá gáminn sendan til sín við ýmis tækifæri og segir Annie þau opin fyrir flestum hugmyndum. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á að koma með hann á vinnustaði og setja upp stöð úti á plani, en það tekur svona fimm mínútur að setja upp fullkomna Crossfit-stöð hvar sem er,“ segir hún og bætir við að gámurinn komi einnig til með að opna þeim nýja og skemmtilega möguleika þegar kemur að útiæfingum og æfingum úti á landi. Annie Mist er nýkomin heim af Evrópumótinu í Crossfit þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og kom heim með Evrópumeistaratitilinn í farateskinu. „Þetta var algjörlega golden helgi fyrir mig. Ég vann í kvennaflokki, kærastinn minn vann í karlaflokki og liðið mitt vann í liðakeppninni svo þetta hefði ekki getað farið mikið betur út frá mínu sjónarhorni,“ segir hún. Næst á dagskrá er svo heimsmeistaramótið sem haldið verður 13.-15. júlí, en þar á Annie Mist titil að verja. „Það væri auðvitað geðveikt að vera sú fyrsta til að vinna titilinn tvisvar sinnum og ég ætla að gera mitt besta til þess að svo fari,“ segir hún. Spurð hvort Crossfitið sé ekki full vinna fyrir hana svarar hún játandi. „Ég kenni einstaka námskeið í Crossfit Reykjavík því mér finnst það svo gaman, en annars snýst líf mitt bara um að æfa, hvíla mig og borða, og reyna að halda mér heilli á geði,“ segir heimsmeistarinn Annie Mist og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira