Lífið

Brosir þrátt fyrir góðkynja æxli

myndir/cover media
Tónlistarkonan Sheryl Crow, 50 ára, var glæsileg á rauða dreglinum um helgina. Hún greindist með heilaæxli í nóvember í fyrra en hún greindi frá veikindunum í viðtali við blaðið Las Vegas Review á dögunum. Hún segir æxlið vera góðkynja en hún þarf að fara reglulega til læknis sem fylgist með þróuninni.

„Ég fór fyrst til læknis því mér fannst ég vera orðin svo gleymin. Það er engin ástæða til að vera með áhyggjur, þetta er bara smá hraðahindrun á lífsleiðinni," segir Sheryl en hún var meðal annars farin að gleyma söngtextunum á tónleikum.

Á Facebook-síðu Sheryl Crow þakkar hún aðdáendum sínum fyrir fallegar kveðjur og segir þeim ekki að hafa áhyggjur, henni líði vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.