Lífið

Lagasafn frá múm

Hljómsveitin múm hefur sent frá sér plötuna Early Birds. Það er þýska fyrirtækið Morr Music sem gefur hana út bæði á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu.

Um er að ræða safn laga sem voru samin undir lok tuttugustu aldarinnar en komu ekki út á breiðskífum sveitarinnar. Lögin urðu öll til áður en sú fyrsta, Yesterday Was Dramatic – Today is OK, kom út. Þarna eru týnd lög, hugmyndir, umhverfisupptökur, lög úr leikgerð leikritsins Bláa hnattarins (hægt er að hlusta á lagið Lalalala blái hnötturinn hér fyrir ofan) og fleira í einum pakka.

Á fimmtán ára ferli sínum hefur múm spilað víða um heim, gefið út sex breiðskífur og fjölmargar smáskífur og stuttskífur. Um þessar mundir vinnur hljómsveitin að sinni sjöundu breiðskífu og er hún væntanleg á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.