Lífið

Sigurboginn styrkir Mæðrastyrksnefnd

Nýlega var haldið mæðrakvöld í versluninni Sigurboganum við Laugaveg í þeim tilgangi að styðja við bakið á nýstofnuðum Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og halda upp á 20 ára afmæli fyrirtækisins.

Hagnaður kvöldsins var 150 þúsund krónur og rennur hann beint í sjóðinn. Hér afhendi Kristín Einarsdóttir eigandi Sigurbogans Elínu Hirst formanni Menntunarsjóðsins gjöfina.

Aðrir á mynd eru lengst til vinstri Guðbjörg Hjálmarsdóttir starfsmaður Sigurbogans, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, og Lára Jóna Sigurðardóttir, en þær gáfu einnig vinnu sína þetta kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.