Mættir aftur á dansgólfið 10. júní 2012 20:00 Ensku stuðboltarnir í Hot Chip gefa út sína fimmtu plötu eftir helgi. Hún kallast In Our Heads og er að sjálfsögðu stútfull af hressilegum popplögum með dansvænum undirtóni. Hot Chip var stofnuð árið 2000 af skólafélögunum Alexis Taylor og Joe Goddard. Skömmu síðar bættust í hópinn þeir Owen Clarke, Felix Martin og Al Doyle. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2004, Coming on Strong, á vegum Moshi Moshi-útgáfunnar. Til að kynna plötuna spilaði Hot Chip á Nasa á Iceland Airwaves við frábærar undirtektir. Nokkrum vikum síðar steig hljómsveitin aftur á svið á Nasa og hafa Hot Chip-liðar talað um að þeir hafi fyrst slegið í gegn í Reykjavík. Hljómsveitin samdi við risann EMI sem gaf út aðra plötu hennar, The Warning, árið 2006. Hún kom Hot Chip á kortið og var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna í Bretlandi. Lögin Over and Over og Boy From School komust bæði á vinsældarlista en hið síðarnefnda var nýverið spilað í The Simpsons, sem er að sjálfsögðu mikill heiður. Tvö ár liðu þar til þriðja platan, Made in the Dark, leit dagsins ljós en í millitíðinni hitaði hljómsveitin upp fyrir Björk á tónleikum í Laugardalshöll. Annað smáskífulagið Ready For the Floor fór í sjötta sæti breska vinsældarlistans og var einnig tilnefnt til Grammy-verðlaunanna. Árið 2010 gaf Hot Chip svo út sína fjórðu plötu, One Life Stand, og fékk hún víðast hvar mjög góða dóma. Einhverjir söknuðu þó alvöru „hittara" og fannst tónlistin full róleg á köflum. Eftir útgáfu hennar voru Hot Chip-liðar duglegir við að sinna hliðarverkefnum sínum. Taylor starfrækti About Group, Goddard The 2 Bears og þeir Martin og Doyle spiluðu með New Build. Gítarleikarinn Owen Clarke var sá eini sem ákvað að taka því rólega. In Our Heads er fyrsta plata Hot Chip sem kemur út á á vegum Dominos-útgáfunnar. Góðir dómar halda áfram að límast við bandið því tímaritið Mojo gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm og Uncut átta af tíu. Hljómsveitin verður á stífri tónleikaferð um heiminn á næstu mánuðum og hefur verið bókuð fram í október. Á dagskránni er spilamennska á Sonar-hátíðinni í Barcelona, á Bestival í Bretlandi og á tónleikastaðnum fræga Hollywood Bowl, svo eitthvað sé nefnt. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Ensku stuðboltarnir í Hot Chip gefa út sína fimmtu plötu eftir helgi. Hún kallast In Our Heads og er að sjálfsögðu stútfull af hressilegum popplögum með dansvænum undirtóni. Hot Chip var stofnuð árið 2000 af skólafélögunum Alexis Taylor og Joe Goddard. Skömmu síðar bættust í hópinn þeir Owen Clarke, Felix Martin og Al Doyle. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2004, Coming on Strong, á vegum Moshi Moshi-útgáfunnar. Til að kynna plötuna spilaði Hot Chip á Nasa á Iceland Airwaves við frábærar undirtektir. Nokkrum vikum síðar steig hljómsveitin aftur á svið á Nasa og hafa Hot Chip-liðar talað um að þeir hafi fyrst slegið í gegn í Reykjavík. Hljómsveitin samdi við risann EMI sem gaf út aðra plötu hennar, The Warning, árið 2006. Hún kom Hot Chip á kortið og var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna í Bretlandi. Lögin Over and Over og Boy From School komust bæði á vinsældarlista en hið síðarnefnda var nýverið spilað í The Simpsons, sem er að sjálfsögðu mikill heiður. Tvö ár liðu þar til þriðja platan, Made in the Dark, leit dagsins ljós en í millitíðinni hitaði hljómsveitin upp fyrir Björk á tónleikum í Laugardalshöll. Annað smáskífulagið Ready For the Floor fór í sjötta sæti breska vinsældarlistans og var einnig tilnefnt til Grammy-verðlaunanna. Árið 2010 gaf Hot Chip svo út sína fjórðu plötu, One Life Stand, og fékk hún víðast hvar mjög góða dóma. Einhverjir söknuðu þó alvöru „hittara" og fannst tónlistin full róleg á köflum. Eftir útgáfu hennar voru Hot Chip-liðar duglegir við að sinna hliðarverkefnum sínum. Taylor starfrækti About Group, Goddard The 2 Bears og þeir Martin og Doyle spiluðu með New Build. Gítarleikarinn Owen Clarke var sá eini sem ákvað að taka því rólega. In Our Heads er fyrsta plata Hot Chip sem kemur út á á vegum Dominos-útgáfunnar. Góðir dómar halda áfram að límast við bandið því tímaritið Mojo gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm og Uncut átta af tíu. Hljómsveitin verður á stífri tónleikaferð um heiminn á næstu mánuðum og hefur verið bókuð fram í október. Á dagskránni er spilamennska á Sonar-hátíðinni í Barcelona, á Bestival í Bretlandi og á tónleikastaðnum fræga Hollywood Bowl, svo eitthvað sé nefnt. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira