Lífið Myndband við Bohemian Rhapsody talið best Myndband við lagið Bohemian Rhapsody með hljómsveitinni Queen var valið besta tónlistarmyndbandið í nýlegri könnun sem gerð var í Bretlandi. Af þeim rúmlega þúsund sem tóku þátt í könnuninni sögðu 30 % að hið sex mínútna langa myndband með Queen væri best. Lífið 8.10.2007 10:56 Moore og Kutcher í uppnámi eftir myndastuld Demi Moore og eiginmaður hennar Ashton Kutcher eru sögð í miklu uppnámi eftir að nektarmyndir úr síma Kutcher komust í umferð. Leikarinn týndi símanum á ferð sinni um Spán í Apríl síðastliðinn og óprúttinn aðili fann hann í aftursæti leigubíls. Lífið 8.10.2007 10:28 Lindsay Lohan lýkur meðferð Ungstirnið Lindsay Lohan hefur lokið meðferð á Cirque Lodge meðferðarleimilinu í Utah. Hún var lögð inn í byrjun ágúst eftir að hafa tvívegis verið tekin fyrir ölvunarakstur á skömmum tíma. Þetta mun vera þriðja meðferðin sem hin 21 árs gamla leikkona fer í gegnum. Lífið 8.10.2007 09:27 Pamela aftur í hnapphelduna Fregnir berast nú frá Las Vegas um að kynbomban Pamela Anderson hafi gifst Rick Salomon á laugardagkvöld ,á milli sýninga sinna á Las Vegas Strip. Hjúskaparheitin voru gefin á milli sýninganna á Hans Kloks The Beauty of magic þar sem Pamela leikur eitt af aðalhlutverkunum. Lífið 8.10.2007 08:16 Video: Britney hundelt á rúntinum með litlu systur Þrátt fyrir að vera hundelt af ljósmyndurum hvert sem hún fyrir hikar Britney Spears ekki við að eyða heilu laugardagskvöldi á rúntinum. Í gærkvöldi brá söngkonan sér í bíltúr með litlu systur sinni Jamie Lynne sem er hjá henni í heimsókn um þessar mundir. Lífið 7.10.2007 17:24 Hjartaáfall styrkir samband Beckham við föður sinn David Beckham hefur boðist til að kaupa hús í Los Angeles handa pabba sínum sem jafnar sig nú á hjartaáfalli sem hann fékk fyrir rúmri viku. Lífið 7.10.2007 14:20 Sigrar og sorgir Britney Spears Fyrir fimm árum útnefndi Forbes-tímaritið söngkonuna Britney Spears valdamestu manneskjuna í afþreyingariðnaðinum. Og ekki að undra. Fyrstu fjórar sólóskífurnar höfðu rokið út og nafn hennar og andlit voru greypt í öll helstu dagblöð og tímarit. Lífið 7.10.2007 08:30 Dr. Phil segir að Britney gæti verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð Í eins klukkutíma þætti, sem eingöngu var helgaður málefnum Britney Spears á fimmtudag sagði þáttastjórnandinn Dr. Phil, sem er Íslendingum að góðu kunnur, að söngkonan væri mögulega á barmi þess að fremja sjálfsmorð. Lífið 6.10.2007 18:30 Frægir Íslendingar skrá sig á Facebook Yfir sjö þúsund Íslendingar hafa skráð sig á vefsvæðinu Facebook en heildarfjöldi skráninga á heimsvísu er hátt í 40 milljónir. Þekktir Íslendingar sjá sér greinilega hag í þátttöku því þeir skipta tugum. Lífið 6.10.2007 06:00 Britney missti af fyrsta heimsóknartímanum Britney Spears missti af fyrsta heimsóknartímanum með börnum sínum eftir að hún var svipt forræði í síðustu viku. Hún kennir dyrasímanum sínum um. Lífið 5.10.2007 20:46 Lopez kemur upp um sig Jennifer Lopez hefur undanfarnar vikur keppst við að neita því að hún og eiginmaður hennar Marc Anthony eigi von á barni. Á tónleikum þeirra hjóna í Connecticut í lok september virtist hún þó einhverju vera að leyna. Hún skipti ört um kjóla og allir voru þeir víðir yfir magann. Í eitt skipti feyktist kjóllinn til og blasti grunsamlega útstæður magi við. Lífið 5.10.2007 16:42 Meintur lagastuldur Knowles fyrir áfrýjunardómstól Kona sem sakar Beyonce Knowles um lagastuld hefur vísað málinu til áfrýjunardómstóls. Jennifer Armour heldur því fram að lag Knowles, Baby Boy, byggi á textanum og laglínunni í lagi hennar Got a Little Bit of Love for You. Lífið 5.10.2007 15:33 Hvað er Jude að fela? Það mætti halda að leikarinn Jude Law sé að reyna að koma á nýrri hattatísku en skýringin á sífellt nýjum höfuðfötum mun vera kollvikin sem gera lítið annað en að hækka. Í nýlegu viðtali hjá David Letterman tók hann ofan og þá sást bersýnilega hversu þunnhærður hjartaknúsarinn er. Það bæti ekki úr skák að hann er nánast snoðaður þessa dagana svo hárleysið fer ekkert á milli mála. Lífið 5.10.2007 14:48 Manuel Barrueco með tónleika í Salnum Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur tónleika í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 10. október kl. 20. en hann er talinn einn besti gítarleikari heims. Barrueco hefur áður komið til landsins og hélt tónleika á Listahátíð Hafnarfjarðar árið 1993 og kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1999. Lífið 5.10.2007 13:51 Óboðnir gestir hjá Longoriu Eva Longoria fann tvær ókunnugar konur í hjólhýsi sínu á tökustað Desperate Housewives í síðustu viku. Longoriu var illa brugðið þegar hún kom að konunum í setustofu hjólhýsisins er hún hugðist hvíla sig eftir tökur. Lífið 5.10.2007 13:21 Kryddin keppa við kílóin Það er deginum ljósara að kryddpíurnar, sem halda af stað í endurkomutónleikaferðalag í byrjun desember, ætla að vera í sínu allra besta formi þegar þær troða upp í hinum ýmsu heimshornum. Þær verða mjórri með hverjum deginum sem líður og er bara að vona að eitthvað verði eftir af þeim þegar þær stíga loks á stokk, tæpum áratug eftir að þær komu síðast saman. Lífið 5.10.2007 12:07 Doherty lýkur meðferð Rokkarinn Pete Doherty hefur nú lokið sex vikna meðferð á Clouds meðferðarstofnunni í Wilts í Englandi. Meðferðin var stíf og gáfu lyfjapróf á tímabilinu til kynna að hann væri laus við allt áfengi, krakk og heróín úr blóðinu. Lífið 5.10.2007 11:21 Spears og Federline gert að fara saman í ráðgjöf Dómari hefur gefið Britney Spears og fyrrverandi eiginmanni hennar, Kevin Federline, fyrirmæli um að að fara saman í þrjú viðtöl hjá ráðgjafa áður en þau mæta aftur fyrir rétt þann 26. október næstkomandi. Lífið 5.10.2007 11:00 Bítlavaka á NASA Stuðmenn og Bítlagæslumennirnir efna til Bítlavöku á NASA á morgun. Tilefnið er koma Yoko Ono til landsins en hún mun tendra friðarsúlu í Viðey á fæðingardegi Bítilsins John Lennon næstkomandi þriðjudag. Lífið 5.10.2007 10:14 Þjófur sem stal myndum frá Spielberg handtekinn Leynilögregla í Los Angeles hafði hendur í hári þjófs sem hugðist selja myndir úr Indiana Jones myndinni sem nú er í vinnslu. Þjófurinn komst yfir tölvubúnað og myndir sem tengdust framleiðslu myndarinnar og mælti sér mót við lögreglu, sem hann taldi væntanlegan kaupanda, á Standard Hótelinu í Hollywood. Lífið 5.10.2007 09:49 Birkhead með raunveruleikasjónvarpsþátt Larry Birkhead, sem þekktastur er fyrir að vera barnsfaðir Önnu Nicole Smith heitinar, vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa nýjan sjónvarpsþátt sem verður byggður á hans eiginn daglega amstri. Lífið 4.10.2007 20:37 Aniston og Bloom stinga saman nefjum Einhleypu en eftirsóttu Hollywoodstjörnurnar Jennifer Aniston og Orlado Bloom hittust í brúðkaupi hjá sameiginlegum umboðsmanni í Mexico á dögunum og litu ekki af hvort öðru. Þar voru einnig Natalie Portman, Laura Linney og Kate Bosworth, fyrrum kærasta Bloom. Lífið 4.10.2007 16:25 Pamela laug til um fósturlát Kid Rock, fyrrum eiginmaður Pamelu Anderson, segir strandvarðarleikkonuna fyrrverandi hafa logið til um fósturlát. „Pamela vildi fá mig til sín til Vancouver þar sem hún var að leika í mynd,“ segir Rock í samtali við Rolling Stone tímaritið. Lífið 4.10.2007 15:46 Góðir gestir með Gæðablóð Hljómsveitin Gæðablóð stígur á stokk í kvöld á Sportbarnum við Hverfisgötu ásamt góðum gestum. Með sveitinni að þessu sinni syngja þau Eggert Jóhannsson kaupmaður, Andrea Gylfadóttir söngkona og Heiðrún Hallgrímsdóttir barþjónn. Lífið 4.10.2007 15:10 Britney: Stjörnuhrapið mikla Britney Spears er fædd í McComb í Mississippi í desember 1981 en var alin upp í Kentwood í Louisiana. Lífið 4.10.2007 13:36 Siennu Miller bannað að fara í eftirpartý Bresku leikkonunni Siennu Miller var í gær bannað að fara í eftirpartý eftir frumsýningu Stardust sem hún leikur í ásamt þeim Robert De Niro, Michelle Pfeiffer og Claire Danes. Hún lét sig því vanta í 250 manna glæsiveislu sem leikstjórinn Matthew Vaughn og kona hans Claudia Schiffer héldu á heimili þeirra í Notting Hill á eftir. Lífið 4.10.2007 12:21 Aniston selur mest Leikkonan Jennifer Aniston er það andlit sem selur mest samkvæmt nýútkomnum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Niðurstaðan byggir á 6 mánaða könnun á sölutölum vikutímaritanna People, Us Weekly, In Touch Weekly, Life & Style, OK og Star. Lífið 4.10.2007 10:46 Whoopi Goldberg hætt að leika Leikkonan Whoopi Goldberg er hætt að leika í kvikmyndum og ætlar framvegis að einbeita sér að sjónvarpi. „Það er ekki pláss fyrir mig í Hollywood lengur. Það eru yngri og glæsilegri leikkonur sem fá öll hlutverkin,“ segir hún í samtali við spjallþáttarstjórnandann Larry King. „Handritin berast ekki inn um lúguna hjá mér lengur og af þeim sökum verð ég að snúa mér að öðru.“ Lífið 4.10.2007 10:12 Britney fær að hitta börnin undir eftirliti Réttur í Los Angeles úrskurðaði í gær að Britney Spears mætti heimsækja börnin sín tvö til Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, undir eftirliti. Lífið 4.10.2007 08:32 Fjölskylda Britney lifir í ótta Skyldmenni Britney Spears óttast það að söngkonan sé gjörsamlega búin að missa stjórn á lífi sínu og það gæti dregið hana til dauða. Lífið 3.10.2007 21:26 « ‹ ›
Myndband við Bohemian Rhapsody talið best Myndband við lagið Bohemian Rhapsody með hljómsveitinni Queen var valið besta tónlistarmyndbandið í nýlegri könnun sem gerð var í Bretlandi. Af þeim rúmlega þúsund sem tóku þátt í könnuninni sögðu 30 % að hið sex mínútna langa myndband með Queen væri best. Lífið 8.10.2007 10:56
Moore og Kutcher í uppnámi eftir myndastuld Demi Moore og eiginmaður hennar Ashton Kutcher eru sögð í miklu uppnámi eftir að nektarmyndir úr síma Kutcher komust í umferð. Leikarinn týndi símanum á ferð sinni um Spán í Apríl síðastliðinn og óprúttinn aðili fann hann í aftursæti leigubíls. Lífið 8.10.2007 10:28
Lindsay Lohan lýkur meðferð Ungstirnið Lindsay Lohan hefur lokið meðferð á Cirque Lodge meðferðarleimilinu í Utah. Hún var lögð inn í byrjun ágúst eftir að hafa tvívegis verið tekin fyrir ölvunarakstur á skömmum tíma. Þetta mun vera þriðja meðferðin sem hin 21 árs gamla leikkona fer í gegnum. Lífið 8.10.2007 09:27
Pamela aftur í hnapphelduna Fregnir berast nú frá Las Vegas um að kynbomban Pamela Anderson hafi gifst Rick Salomon á laugardagkvöld ,á milli sýninga sinna á Las Vegas Strip. Hjúskaparheitin voru gefin á milli sýninganna á Hans Kloks The Beauty of magic þar sem Pamela leikur eitt af aðalhlutverkunum. Lífið 8.10.2007 08:16
Video: Britney hundelt á rúntinum með litlu systur Þrátt fyrir að vera hundelt af ljósmyndurum hvert sem hún fyrir hikar Britney Spears ekki við að eyða heilu laugardagskvöldi á rúntinum. Í gærkvöldi brá söngkonan sér í bíltúr með litlu systur sinni Jamie Lynne sem er hjá henni í heimsókn um þessar mundir. Lífið 7.10.2007 17:24
Hjartaáfall styrkir samband Beckham við föður sinn David Beckham hefur boðist til að kaupa hús í Los Angeles handa pabba sínum sem jafnar sig nú á hjartaáfalli sem hann fékk fyrir rúmri viku. Lífið 7.10.2007 14:20
Sigrar og sorgir Britney Spears Fyrir fimm árum útnefndi Forbes-tímaritið söngkonuna Britney Spears valdamestu manneskjuna í afþreyingariðnaðinum. Og ekki að undra. Fyrstu fjórar sólóskífurnar höfðu rokið út og nafn hennar og andlit voru greypt í öll helstu dagblöð og tímarit. Lífið 7.10.2007 08:30
Dr. Phil segir að Britney gæti verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð Í eins klukkutíma þætti, sem eingöngu var helgaður málefnum Britney Spears á fimmtudag sagði þáttastjórnandinn Dr. Phil, sem er Íslendingum að góðu kunnur, að söngkonan væri mögulega á barmi þess að fremja sjálfsmorð. Lífið 6.10.2007 18:30
Frægir Íslendingar skrá sig á Facebook Yfir sjö þúsund Íslendingar hafa skráð sig á vefsvæðinu Facebook en heildarfjöldi skráninga á heimsvísu er hátt í 40 milljónir. Þekktir Íslendingar sjá sér greinilega hag í þátttöku því þeir skipta tugum. Lífið 6.10.2007 06:00
Britney missti af fyrsta heimsóknartímanum Britney Spears missti af fyrsta heimsóknartímanum með börnum sínum eftir að hún var svipt forræði í síðustu viku. Hún kennir dyrasímanum sínum um. Lífið 5.10.2007 20:46
Lopez kemur upp um sig Jennifer Lopez hefur undanfarnar vikur keppst við að neita því að hún og eiginmaður hennar Marc Anthony eigi von á barni. Á tónleikum þeirra hjóna í Connecticut í lok september virtist hún þó einhverju vera að leyna. Hún skipti ört um kjóla og allir voru þeir víðir yfir magann. Í eitt skipti feyktist kjóllinn til og blasti grunsamlega útstæður magi við. Lífið 5.10.2007 16:42
Meintur lagastuldur Knowles fyrir áfrýjunardómstól Kona sem sakar Beyonce Knowles um lagastuld hefur vísað málinu til áfrýjunardómstóls. Jennifer Armour heldur því fram að lag Knowles, Baby Boy, byggi á textanum og laglínunni í lagi hennar Got a Little Bit of Love for You. Lífið 5.10.2007 15:33
Hvað er Jude að fela? Það mætti halda að leikarinn Jude Law sé að reyna að koma á nýrri hattatísku en skýringin á sífellt nýjum höfuðfötum mun vera kollvikin sem gera lítið annað en að hækka. Í nýlegu viðtali hjá David Letterman tók hann ofan og þá sást bersýnilega hversu þunnhærður hjartaknúsarinn er. Það bæti ekki úr skák að hann er nánast snoðaður þessa dagana svo hárleysið fer ekkert á milli mála. Lífið 5.10.2007 14:48
Manuel Barrueco með tónleika í Salnum Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur tónleika í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 10. október kl. 20. en hann er talinn einn besti gítarleikari heims. Barrueco hefur áður komið til landsins og hélt tónleika á Listahátíð Hafnarfjarðar árið 1993 og kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1999. Lífið 5.10.2007 13:51
Óboðnir gestir hjá Longoriu Eva Longoria fann tvær ókunnugar konur í hjólhýsi sínu á tökustað Desperate Housewives í síðustu viku. Longoriu var illa brugðið þegar hún kom að konunum í setustofu hjólhýsisins er hún hugðist hvíla sig eftir tökur. Lífið 5.10.2007 13:21
Kryddin keppa við kílóin Það er deginum ljósara að kryddpíurnar, sem halda af stað í endurkomutónleikaferðalag í byrjun desember, ætla að vera í sínu allra besta formi þegar þær troða upp í hinum ýmsu heimshornum. Þær verða mjórri með hverjum deginum sem líður og er bara að vona að eitthvað verði eftir af þeim þegar þær stíga loks á stokk, tæpum áratug eftir að þær komu síðast saman. Lífið 5.10.2007 12:07
Doherty lýkur meðferð Rokkarinn Pete Doherty hefur nú lokið sex vikna meðferð á Clouds meðferðarstofnunni í Wilts í Englandi. Meðferðin var stíf og gáfu lyfjapróf á tímabilinu til kynna að hann væri laus við allt áfengi, krakk og heróín úr blóðinu. Lífið 5.10.2007 11:21
Spears og Federline gert að fara saman í ráðgjöf Dómari hefur gefið Britney Spears og fyrrverandi eiginmanni hennar, Kevin Federline, fyrirmæli um að að fara saman í þrjú viðtöl hjá ráðgjafa áður en þau mæta aftur fyrir rétt þann 26. október næstkomandi. Lífið 5.10.2007 11:00
Bítlavaka á NASA Stuðmenn og Bítlagæslumennirnir efna til Bítlavöku á NASA á morgun. Tilefnið er koma Yoko Ono til landsins en hún mun tendra friðarsúlu í Viðey á fæðingardegi Bítilsins John Lennon næstkomandi þriðjudag. Lífið 5.10.2007 10:14
Þjófur sem stal myndum frá Spielberg handtekinn Leynilögregla í Los Angeles hafði hendur í hári þjófs sem hugðist selja myndir úr Indiana Jones myndinni sem nú er í vinnslu. Þjófurinn komst yfir tölvubúnað og myndir sem tengdust framleiðslu myndarinnar og mælti sér mót við lögreglu, sem hann taldi væntanlegan kaupanda, á Standard Hótelinu í Hollywood. Lífið 5.10.2007 09:49
Birkhead með raunveruleikasjónvarpsþátt Larry Birkhead, sem þekktastur er fyrir að vera barnsfaðir Önnu Nicole Smith heitinar, vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa nýjan sjónvarpsþátt sem verður byggður á hans eiginn daglega amstri. Lífið 4.10.2007 20:37
Aniston og Bloom stinga saman nefjum Einhleypu en eftirsóttu Hollywoodstjörnurnar Jennifer Aniston og Orlado Bloom hittust í brúðkaupi hjá sameiginlegum umboðsmanni í Mexico á dögunum og litu ekki af hvort öðru. Þar voru einnig Natalie Portman, Laura Linney og Kate Bosworth, fyrrum kærasta Bloom. Lífið 4.10.2007 16:25
Pamela laug til um fósturlát Kid Rock, fyrrum eiginmaður Pamelu Anderson, segir strandvarðarleikkonuna fyrrverandi hafa logið til um fósturlát. „Pamela vildi fá mig til sín til Vancouver þar sem hún var að leika í mynd,“ segir Rock í samtali við Rolling Stone tímaritið. Lífið 4.10.2007 15:46
Góðir gestir með Gæðablóð Hljómsveitin Gæðablóð stígur á stokk í kvöld á Sportbarnum við Hverfisgötu ásamt góðum gestum. Með sveitinni að þessu sinni syngja þau Eggert Jóhannsson kaupmaður, Andrea Gylfadóttir söngkona og Heiðrún Hallgrímsdóttir barþjónn. Lífið 4.10.2007 15:10
Britney: Stjörnuhrapið mikla Britney Spears er fædd í McComb í Mississippi í desember 1981 en var alin upp í Kentwood í Louisiana. Lífið 4.10.2007 13:36
Siennu Miller bannað að fara í eftirpartý Bresku leikkonunni Siennu Miller var í gær bannað að fara í eftirpartý eftir frumsýningu Stardust sem hún leikur í ásamt þeim Robert De Niro, Michelle Pfeiffer og Claire Danes. Hún lét sig því vanta í 250 manna glæsiveislu sem leikstjórinn Matthew Vaughn og kona hans Claudia Schiffer héldu á heimili þeirra í Notting Hill á eftir. Lífið 4.10.2007 12:21
Aniston selur mest Leikkonan Jennifer Aniston er það andlit sem selur mest samkvæmt nýútkomnum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Niðurstaðan byggir á 6 mánaða könnun á sölutölum vikutímaritanna People, Us Weekly, In Touch Weekly, Life & Style, OK og Star. Lífið 4.10.2007 10:46
Whoopi Goldberg hætt að leika Leikkonan Whoopi Goldberg er hætt að leika í kvikmyndum og ætlar framvegis að einbeita sér að sjónvarpi. „Það er ekki pláss fyrir mig í Hollywood lengur. Það eru yngri og glæsilegri leikkonur sem fá öll hlutverkin,“ segir hún í samtali við spjallþáttarstjórnandann Larry King. „Handritin berast ekki inn um lúguna hjá mér lengur og af þeim sökum verð ég að snúa mér að öðru.“ Lífið 4.10.2007 10:12
Britney fær að hitta börnin undir eftirliti Réttur í Los Angeles úrskurðaði í gær að Britney Spears mætti heimsækja börnin sín tvö til Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, undir eftirliti. Lífið 4.10.2007 08:32
Fjölskylda Britney lifir í ótta Skyldmenni Britney Spears óttast það að söngkonan sé gjörsamlega búin að missa stjórn á lífi sínu og það gæti dregið hana til dauða. Lífið 3.10.2007 21:26