Lífið

Aguilera mun eignast dreng

Christina Aguilera verður frábær mamma að sögn vinkonu hennar.
Christina Aguilera verður frábær mamma að sögn vinkonu hennar.

Poppdrottningin Christina Aguilera mun eignast dreng eftir rúma tvo mánuði. Aguilera og eiginmaður hennar Jordan Bratman hafa reynt að halda kyninu leyndu fyrir forvitnum fréttamönnum en vinkona hennar kom upp allt saman.

Christina Millan, vinkona Aguilera, hefur greint frá því að söngkonan hafi haldið gjafaveislu fyrir vinkonur sínar í síðustu viku og að allt hafi verið í bláu í henni.

"Sonur hennar er afar heppinn því hún er stórkostleg. Hún verður frábær mamma," segir Millan um vinkonu sína.

Ekki eru nema tveir mánuðir síðan Aguilera gaf það opinberlega að hún væri ólétt jafnvel þótt bumban á henni væri fyrir löngu orðin sýnileg þeim sem á hana horfðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.