Lífið

Kanye brotnaði niður á tónleikum

Kanye og móðir hans heitin, Donda West rithöfundur
Kanye og móðir hans heitin, Donda West rithöfundur

Kanye west kom óvænt fram á Le Zénith klúbbnum í París í gærkvöld. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann sést opinberlega eftir að móðir hans féll frá fyrir viku en hann hefur aflýst mörgum tónleikum undanfarna daga.

Svo virðist sem Kanye hafi ekki verið alveg tilbúinn að stíga á svið því eftir 60 mínútur af tónleikunum brotnaði hann hreinlega niður.

Það gerðist þegar hljómsveit hans hóf að leika lagið Hey Mama. Kanye náði að segja áhorfendum að lagið væri tileinkað móður hans, en lengra komst hann ekki.

"Hann stóð þarna hágrátandi í nokkrar mínútur á meðan hljómsveitin spilaði," sagði einn tónleikagestur við People tímaritið. Annar viðmælandi People segir að hljómsveitarmeðlimir hafi reynt að hughreysta Kanye þar sem hann stóð á sviðinu en án árangurs.

Kanye fór baksviðs til að jafna sig en koma aftur upp á svið eftir um 10 mínútur við mikinn fögnuð tónleikagesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.