Lífið

Kidman missti tvö fóstur með Tom Cruise

Nicole Kidman missti tvö fóstur á meðan hún var gift Tom Cruise.
Nicole Kidman missti tvö fóstur á meðan hún var gift Tom Cruise.

Leikkonan frábæra Nicole Kidman hefur í fysta sinn sagt frá því opinberlega að hún hafi misst tvö fóstur á meðan hún var gift Tom Cruise. Þau eignuðust aldrei börn en ættleiddu tvö, Isabellu og Connor.

Kidman segir í viðtali að hún hafi misst fyrra fóstrið skömmu eftir að hún og Cruise giftu sig árið 1990. Ástæðan var sú að fóstrið var utan legs.

Hún reyndi ítrekað að verða ólétt aftur og tókst það loks tíu árum seinna. Sú meðganga endaði með fósturláti á svipuðum tíma og skilnaður þeirra hjóna gekk í gegn 2001.

Kidman, sem er fertug, vonast til að eignast barn með nýju ástinni sinni, sveitasöngvaranum Keith Urban. ""Það sem gerist gerist. Það er í höndum Guðs," segir Kidman sem geislar af hamingju þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.