Lífið

Henry kóngur handtekinn á flugvelli

Leikarinn knái hefur væntanlega ekki verið jafn brosmildur þegar hann var leiddur burtu í járnum í gær.
Leikarinn knái hefur væntanlega ekki verið jafn brosmildur þegar hann var leiddur burtu í járnum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

Leikarinn Jonathan Rhys Meyers, sem leikur Englandskónginn Henry VIII í þáttaröðinni The Tudors, var handtekinn í gær eftir fylleríslæti á flugvelli.

Meyers sturlaðist þegar starfsmenn flugvallarins bönnuðu honum að fara um borð í vél til Dublin vegna ölvunar. Enska blaðið The Mirror hefur eftir vitnum að Meyers, sem fór í árangurslitla áfengismeðferð fyrir um ári, hafi látið öllum illum látum og meðal annars öskrað að kvenkyns starfsmanni flugvallarins: "Ég mun fara um borð í þessa vél hvað sem það kostar."

Það reyndist hins vegar ekki rétt hjá Meyers því hann var skömmu seinna handtekinn og mun mæta fyrir rétt í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.