Lífið

Geri bíður Angelinu á alla tónleika Spice Girls

Geri Halliwell vill að dóttir hennar eiginist fræga vini.
Geri Halliwell vill að dóttir hennar eiginist fræga vini. NORDIC PHOTOS/GETTY

Geri Halliwell, söngkona í Spice Girls, dreymir um að dóttir hennar Bluebell, sem er átján mánaða, verði besta vinkona barna Angelinu Jolie og Brad Pitt. Í viðleitni sinni til þess hefur hún boðið Angelinu á alla 40 tónleika Spice Girls á komandi mánuðum.

Geri dauðöfundar Victoriu Beckham af því að drengirnir hennar þrír hafa eignast vini í börnum Tom Cruise og rapparans Snoop Doggy Dogg og vill gjarnan að dóttir hennar eignist líka fræga vini.

Náin vinkona Geri segir að söngkonan beri mikla virðingu fyrir Angelinu, telji hana frábæra móður og vilji gjarnan að dóttir hennar kynnist börnunum hennar.

Heimildir úr herbúðum Angelinu og Brad Pitts herma að hjónin myndu gjarnan vilja mæta á tónleika á Spice Girls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.