Lífið

Tom Cruise stoppar myndir af sér feitum og sköllóttum

Tom Cruise vill ekki að almenningur sjái hann sköllóttan og feitan á netinu.
Tom Cruise vill ekki að almenningur sjái hann sköllóttan og feitan á netinu.

Stórstjarnan Tom Cruise mun sýna hlið á sér sem enginn hefur séð í nýjustu gamanmynd Ben Stillers. En hann vill ekki að almenningur sjái myndirnar.

Myndin heitir Tropic Thunder og meðal þeirra sem leika í myndinni eru til að mynda Robert Downey jr., Katie Holmes og Stiller sjálfur. Auk þess mun Tom Cruise birtast í litlu aukahlutverki en þar leikur hann sköllóttan og akfeitan kvikmyndamógul.

Myndirnar af honum í gervinu hafa leikið út á netið Cruise til lítillar gleði. Lögfræðingur hans hefur hótað að lögsækja hvern þann sem birtir myndirnar. Þær hafa verið raktar til myndafyrirtæksins INF sem hefur tekið þær úr birtingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.