Lífið

Amy Winehouse drap hamsturinn minn

Gleymið öllu dópinu og brennivíninu Amy Winehouse hefur framið alvarlegasta glæp sinn til þessa. Peter Pepper söngvari hljómsveitarinnar Palladium hefur sagt frá hræðilegum dauðdaga hamsturs sem hann fékk í afmælisgjöf.

Lífið

Paris að æfa sig fyrir næsta myndband

Hótelerfinginn og drottning næturlífsins Paris Hilton er stödd í Kína þessa dagana. Í kvöld mun hún mæta í „gala dinner" sem Mtv sjónvarpsstöðin heldur þar í landi.

Lífið

Forsetinn eignast fyrsta afasoninn

Það hefur væntanlega verið kátt á hjalla á Bessastöðum í gær því forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varð afi í fjórða sinn í fyrradag þegar önnur tvíburadætra hans, stjórnmálafræðingurinn Svanhildur Dalla, eignaðist son með eiginmanni sínum, Matthíasi Sigurðarsyni tannlækni.

Lífið

Ragnar Kjartansson á Myndlistartvíæringnum í Feneyjum

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið valinn til að sýna fyrir Íslands hönd á Mynd­listartvíæringnum í Feneyjum árið 2009. Tvíæringurinn, sem er einn helsti viðburður á alþjóðlegum myndlistarvettvangi, verður þá haldinn í 53. sinn. Þangað senda þjóðir heims fulltrúa sína og þar er teflt fram því besta og nýstárlegasta sem völ þykir á hverju sinni.

Lífið

Nicole Richie á von á áramótadreng

Söngvarinn Lionel Richie hefur staðfest að dóttir hans Nicole eigi von á dreng. ,, Hún er meira að segja byrjuð að velja nafn" sagði pabbinn stoltur. Sjálfskipaðir sérfræðingar Vestanhafs voru búnir að giska á þetta fyrir nokkru.

Lífið

Britney með ,,takeaway" kærasta

Britney Spears hefur einfaldan smekk á karlmönnum. Hún hefur líka einfaldan smekk á mat. Britney sló því tvær flugur á dögunum, þegar hún skaust í kvöldmat inn á Mirabelle, einn uppáhalds veitingastaðinn sinn í Hollywood, og kom út aftur með þjón upp á arminn.

Lífið

Lindsay í ruglinu

Lindsay Lohan virðist hafa misstigið sig á refilstigum Hollywood. Bandarísk slúðurpressan heldur því nú fram að sést hafi til leikkonunnar í vafasömu ástandi í nokkrum partýjum í byrjun nóvember.

Lífið

,,Erfiðasta sem ég hef gert að reyna að brosa almennilega"

,,Mér líður bara vel" sagði Ágúst Örn Guðmundsson, nýkjörinn herra Ísland, sem var að vonum ánægður með úrslit gærkvöldsins. Hann sagðist ekki hafa átt von á sigrinum.,,Nei, ég get ekki sagt það, þetta kom á óvart." sagði Ágúst í samtali við Vísi.

Lífið

Vill síður vera borinn berrassaður út úr Kringlunni

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, ætlar næstkomandi Þorláksmessu að standa við gefin loforð og hlaupa nakinn í gegnum Kringluna. ,,Jújú, ég fer þarna í gegn berrassaður á öðru hundraðinu" sagði Gillz þegar Vísir heyrði í honum.

Lífið

Luxor sjá í rassinn á Páli Óskari

Drengirnir í Luxor láta misjafna gagnrýni sem vind um eyru þjóta og ryðjast inn á TÓNlistann með látum þessa viku. Þar sitja þeir í þriðja sæti á eftir dúettinum Friðriki Ómars og Guðrúnu Gunnars og Páli Óskar sem vermir toppsætið..

Lífið

Páll Óskar ánægður með uppskeruna

,,Ég bara hoppaði hæð mína í loft upp af gleði." sagði Páll Óskar Hjálmtýsson þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann var þá nýbúinn að frétta að nýjasta plata hans, Allt fyrir ástina, trónir nú á toppi Tónlistans. ,,Ég og allir sem komu nálægt plötunni erum í skýjunum." sagði Páll. ,,Þetta er búið að kosta mikla vinnu og mikinn undirbúning núna er uppskeran að koma í ljós og við erum öll hæstánægð með uppskeruna."

Lífið

Jonathan Rice Myers drekkir sorgum sínum

Tudor stjarnan Jonathan Rice Myers sást vafrandi um götur London í gærmorgun drekkandi sterkan síder, nokkrum klukkustundum eftir að móðir hans lést á sjúkrahúsi í Cork á Írlandi.

Lífið

Nærbuxnalaus Christina Aguilera

Svo virðist sem skortur sé á nærfötum vestanhafs. Ef marka má fjölda stjarna sem lætur nappa sig nærbuxnalausar eru slík plögg að minnsta kosti illfáanleg í Hollywood.

Lífið

Jón Ásgeir og Ingibjörg eru fín saman

"Þetta var alveg yndislegt og látlaust. Svona brúðkaup eru toppstundirnar," segir Ása Karen Ásgeirsdóttir um brúðkaup sonar hennar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur í Fríkirkjunni á laugardaginn.

Lífið

Nýfæddir tvíburar Dennis Quaid alvarlega veikir

Þrettán daga gamlir tvíburar Dennis Quaid liggja alvarlega veikir á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Tvíburarnir, Thomas Boone og Zoe Grace, voru fluttir á bráðadeild eftir að þeim var fyrir fyrir slysni gefinn of stór skammtur af blóðþynningarlyfinu heparin á sunnudag.

Lífið

Létt Bylgjan komin í jólaskap

Jólalögin byrja að óma næstu helgi á Létt Bylgjunni í bland við þá tónlist sem stöðin spilar dags daglega. Frá 26. nóvember verður öllu tjaldað til og þá eingöngu leikin jólatónlist allt fram að jólum.

Lífið

Bankastjóri og leikkona á meðal framúrskarandi ungra Íslendinga

Junior Chamber Íslandi heiðraði fjóra unga Íslendinga fyrir framúrskarandi störf og árangur í móttöku í Norræna húsinu í gær. Það voru þau Sólveig Arnarsdóttir og Garðar Thor Cortes söngvari, sem hlutu verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar" fyrir störf á sviði menningar og lista, Bjarni Ármannsson, fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf á svið viðskipta og Birkir Rúnar Gunnarsson, fékk verðlaunin fyrir einstaklingssigra og afrek.

Lífið

Kidman í tárum af ótta við eltingaleik ljósmyndara

Nicole Kidman kom fram sem vitni við réttarhöld í Sydney í gær þar sem hún lýsti því að vera hundelt af papparazzi ljósmyndara þar sem hún var á leið í matarboð fyrir tveimur árum. Hún segist hafa tárast af ótta við að lenda í bílslysi í eltingarleiknum.

Lífið

Allir hættir að tala við Magna

„Ég er löngu fallinn í gleymskunnar dá, og kann bara ágætlega vel við það," segir Magni Ásgeirsson tónlistarmaður sem er þó að gera flotta hluti með nýju plötuna sína. Það hefur ekki mikið farið fyrir Magna hér heima en þrátt fyrir það fer hann víða í heiminum.

Lífið

Barnaheill heiðra kvikmyndalandsliðið

Segja má að Barnaheill hafi heiðrað landslið kvikmyndagerðamanna í dag. Þau Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri Veðramóta, Ragnar Bragason, leikstjóri Foreldra, og Bergsteinn Björgúlfsson og Ari Alexander Ergils Magnússon, leikstjórar Synda feðranna, hlutu öll viðurkenningu Barnaheilla þetta árið.

Lífið

Ættleidd dóttir Jolie ávöxtur nauðgunar

Eþíópísk lífmóðir hinnar tveggja ára gömlu Zahöru, sem Angelina Jolie ættleiddi, segir stúlkuna ávöxt nauðgunar. Í viðtali við breska blaðið Daily Mail lýsir hún því hvernig henni var nauðgað á leið heim úr vinnu árið 2004.

Lífið

Mills segir rottur geta bjargað jörðinni

Heather Mills hvatti í gær alla Breta til að bjarga jörðinni – með því að drekka rottumjólk. Hún hvatti fólk til að hætta að neyta kúaafurða. Í staðinn gætu Bretar notað rottu,- katta,- eða hundamjólk í teið sitt og út á morgunkornið.

Lífið

Britney ræður einkaspæjara

Britney Spears hefur blásið til sóknar í forræðisdeilu sinni við Kevin Federline. Hún hefur nú ráðið einkaspæjara til að grafa upp eitthvað óhreint í fortíð Federlines en þeirri aðferð hefur hann sjálfur beitt gegn Britney með góðum árangri.

Lífið

Svava og Björn ætla að rífa hús í Fossvogi

"Jú, það er rétt. við höfum lagt inn beiðni fyrir því að rífa húsið sem við keyptum í Kvistalandinu," segir stórkaupmaðurinn Svava í 17 í samtali við Vísi en hún og unnusti hennar Björn Sveinbjörnsson lögðu inn beiðni hjá Skipulagráði í síðustu viku um að fá að rífa húsið.

Lífið