Boðið að berjast um Adrenalínbeltið 12. janúar 2008 16:27 Gunnar Nelson baradagaíþróttamaður. Gunnari Nelson bardagaíþróttamanni hefur verið boðið að taka þátt í baráttunni um Adrenalinebeltið í sínum þyngdarflokki í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) á Adrenalinemótinu í Kaupmannahöfn 12. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um Adrenalinetitilinn í MMA og annað árið sem mótið er haldið. Gunnar keppti sinn fyrsta MMA bardaga á þessu móti í maí í fyrra þegar hann mætti einum efnilegasta MMA keppanda Dana, John Olesen, sem hafði mun meiri keppnisreynslu en Gunnar enda Gunnar að keppa í fyrsta sinn í MMA. Frammistaða Gunnars þar vakti mikla athygli en bardaganum lauk með jafntefli samkvæmt úrskurði dönsku dómaranna og var mál manna að Olesen mætti svo sannarlega vel við þann úrskurð una. Gunnar fór síðan til æfinga erlendis í september (til Dublin og Manchester) til að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og keppti eins og kunnugt er fjóra bardaga fram að áramótum og sigraði þá alla í fyrstu lotu. Þessi frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli í MMA heiminum og valdið því að honum er nú boðið að berjast í keppninni um Adrenalíntitilinn. Sú keppni fer þannig fram að fjórir keppendur, tveir og tveir, eru valdir af móthöldurum til að reyna með sér. Snemma um kvöldið fara því fram tveir bardagar og sigurvegarar úr sitthvorum bardaganum mætast síðan í „main event" um kvöldið í titilbardaga. Sigri Gunnar fyrri bardagann á hann því möguleika á titlinum en keppni af þessu tagi er frekar óvanaleg í svokölluðum „full contact" bardagaíþróttum, þ.e. að keppendur keppi fleiri en einn bardaga sama kvöldið. Yfirleitt líða vikur eða mánuðir milli bardaga. Taki Gunnar þátt í þessu verður þetta því mikil eldraun fyrir hann enda ljóst að hinir þrír sem móthaldarar Adrenalinemótsins bjóða að keppa verða engir aukvisar í sportinu. Enn hefur ekki verið staðfest hverir keppa en nöfn hins danska Kenneth Rosfort og sænska Andre Mineus hafa verið nefnd. Gunnar hefur þó enn ekki ákveðið hvort hann tekur þátt í keppninni en það byggist á því æfingaplani sem framundan er hjá honum í vetur og hefur ekki ráðist endanlega en mun væntanlega ráðast fyrir lok þessa mánaðar. Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Gunnari Nelson bardagaíþróttamanni hefur verið boðið að taka þátt í baráttunni um Adrenalinebeltið í sínum þyngdarflokki í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) á Adrenalinemótinu í Kaupmannahöfn 12. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um Adrenalinetitilinn í MMA og annað árið sem mótið er haldið. Gunnar keppti sinn fyrsta MMA bardaga á þessu móti í maí í fyrra þegar hann mætti einum efnilegasta MMA keppanda Dana, John Olesen, sem hafði mun meiri keppnisreynslu en Gunnar enda Gunnar að keppa í fyrsta sinn í MMA. Frammistaða Gunnars þar vakti mikla athygli en bardaganum lauk með jafntefli samkvæmt úrskurði dönsku dómaranna og var mál manna að Olesen mætti svo sannarlega vel við þann úrskurð una. Gunnar fór síðan til æfinga erlendis í september (til Dublin og Manchester) til að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og keppti eins og kunnugt er fjóra bardaga fram að áramótum og sigraði þá alla í fyrstu lotu. Þessi frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli í MMA heiminum og valdið því að honum er nú boðið að berjast í keppninni um Adrenalíntitilinn. Sú keppni fer þannig fram að fjórir keppendur, tveir og tveir, eru valdir af móthöldurum til að reyna með sér. Snemma um kvöldið fara því fram tveir bardagar og sigurvegarar úr sitthvorum bardaganum mætast síðan í „main event" um kvöldið í titilbardaga. Sigri Gunnar fyrri bardagann á hann því möguleika á titlinum en keppni af þessu tagi er frekar óvanaleg í svokölluðum „full contact" bardagaíþróttum, þ.e. að keppendur keppi fleiri en einn bardaga sama kvöldið. Yfirleitt líða vikur eða mánuðir milli bardaga. Taki Gunnar þátt í þessu verður þetta því mikil eldraun fyrir hann enda ljóst að hinir þrír sem móthaldarar Adrenalinemótsins bjóða að keppa verða engir aukvisar í sportinu. Enn hefur ekki verið staðfest hverir keppa en nöfn hins danska Kenneth Rosfort og sænska Andre Mineus hafa verið nefnd. Gunnar hefur þó enn ekki ákveðið hvort hann tekur þátt í keppninni en það byggist á því æfingaplani sem framundan er hjá honum í vetur og hefur ekki ráðist endanlega en mun væntanlega ráðast fyrir lok þessa mánaðar.
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira