Lífið Talið að O.J. Simpson hafi lamið unnustu sína Christie Prody, unnusta ruðningshetjunnar og Hollywood stjörnunnar O.J Simpson, var lögð inn a spítala með höfuðáverka í vikunni. Samkvæmt heimildum blaðsins National Enquirer eru áverkarnir af völdum líkamsárásar og látið er að því liggja að Simpson sé ábyrgur fyrir þeim. Hann neitar hins vegar öllum ásökunum um að hafa ráðist á unnustu sína og segir að Prody hafi verið ofurölvi og dottið. Lögreglan hefur tekið málið til rannsóknar og tekur skýringum Simpson ekki sem gefnum. Lífið 14.2.2008 22:04 „Dóri DNA er útþynnt gen af Nóbelskáldi“ „Dóri DNA er útþynnt gen af Nóbelskáldi. Hvað hefur hann eiginlega unnið sér til frægðar?,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Vísi. Bubbi er síður en svo sáttur með Dóra sem gagnrýndi þáttinn hans, Bandið hans Bubba, í DV fyrir skömmu. Lífið 14.2.2008 17:57 Tólf vinsælustu þættirnir á RÚV "Það væri bölvuð frekja að fara fram á meira," segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, við Vísi um nýja könnun Capacent um áhorf á sjónvarpsstöðvar sem birt var í dag. Lífið 14.2.2008 17:33 Leyfilegt að vinna peningaverðlaun í bridge en ekki póker „Þetta er ekkert öðruvísi en pókerinn og er bara gjörsamlega fáránlegt,“ segir Sindri Lúðvíksson pókeráhugamaður um Bridgehátíð 2008. Sérstakt þáttökugjald er í mótinu og fær sigurvegarinn peningaverðlaun. Lífið 14.2.2008 16:58 Dr. Gunni óhress með lélegt myndband við Gamla góða Villa Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr Gunni er ekki hrifinn af myndbandi sem hefur verið gert við eitt laga hans „Gamli góði Villi". Myndbandið, sem er komið á YouTube, samanstendur að mestu úr myndbroti af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmsyni fyrrverandi og mögulega verðandi borgarstjóra á frægum blaðamannafundi í Valhöll á dögunum. Lífið 14.2.2008 16:52 Hvaða lið er þetta Huddersfield? Það er um fátt annað rætt en knattspyrnuliðið Huddersfield á Englandi þessa stundina. Ástæðan? Jú, Davíð Oddsson seðlabankastjóri nefndi klúbbinn í svari á blaðamannafundi Seðlabankans í morgun. Lífið 14.2.2008 14:43 Putin keyrir gamla Lödu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hlær að sögum um að hann sé vellauðugur. Lífið 14.2.2008 14:00 Siggi skiptir um bíl á níu mánaða fresti Sigurður Stormur Ragnarsson veðurfréttamaður og formaður jeppaklúbbsins NFS fékk splunkunýjan Land Rover Discovery 3 á dögunum. Illar tungur stungu upp á því að hann hefði skipt um bíl eftir slakt gengi í nýlegri ferð jeppaklúbbs fréttastofunnar, NFS. „Það er alfarið rangt, enda hefði ég þá ekki fengið mér eins bíl aftur." segir Siggi, sem festi „gamla" Land Roverinn í hverri sprænu í ferðinni og hlaut fyrir viðurnefnið Siggi Sífestir. Lífið 14.2.2008 13:53 Amy Winehouse með nýjan Blake Amy Winehouse virðist vera á góðri leið með að gjörbreyta lífi sínu. Ef marka má sögusgagnir er hún meira að segja búin að skipta um Blake. Lífið 14.2.2008 11:13 Fóstbræður koma saman á ný Fóstbræður komu aftur saman klukkan 11 í morgun,í fyrsta sinn í nær áratug. Aðdáendum hópsins er óhætt að byrja að anda aftur, grínararnir voru ekki að gera nýjan þátt. Tilgangurinn var þó göfugur. Þeir afhentu Umhyggju veglega gjöf, ágóðann af sölu allra fimm Fóstbræða-þáttaraðanna á DVD - rúmar þrjár milljónir króna. Lífið 14.2.2008 10:13 Vonast til að ráðherra syngi "I Walk the line" Forsætisráðherra, Geir Haarde, hyggst taka þátt í tónleikum sem Bubbi Morthens ætlar að halda í Austurbæ eftir viku undir yfirskriftinni „Bræður og systur gegn fordómum." Bubbi skoraði á Geir að taka þátt í viðtali í gær. Lífið 13.2.2008 21:21 "Ég vona að ég fái hana til baka" Þrátt fyrir staðhæfingar þess eðlis að Jóhanna Vilhjálmsdóttir sé hætt í Kastljósi hefur Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri þáttarins, ekki gefið upp alla von um að fá hana til baka. Lífið 13.2.2008 21:17 Á hann von á barni? Chelsey Handler sem stjórnar þætti á hinni mjög svo skemmtilegu E! stöð kom með mikla yfirlýsingu í þætti sínum á þriðjudaginn. Lífið 13.2.2008 18:29 Aðsókn að leikhúsi meiri en á fótbolta „Áhugi á leikhúsi er mjög mikill hér á landi, og fleiri sem sækja leikhús en fótboltaviðburði," segir Gunnar Andri Þórisson kynningar- og markaðsstjóri leikhus.is. Meira en 1.400 sögur hafa borist frá almenningi sem vill fá frítt í leikhús en í þessari viku ætlar vefurinn að bjóða 40 manns á tvær leiksýningar í Iðnó. Lífið 13.2.2008 16:07 Ætlar að eyða meiri tíma með nýfæddum syni „Það er ekki búið að ganga frá neinu og ég er ennþá starfsmaður Kastljóssins,“ segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir en fréttir bárust af því í gær að hún væri hætt sem einn af umsjónarmönnum þáttarins. Lífið 13.2.2008 15:55 Bobby Brown reynir að pissa á keppanda í raunveruleikaþætti Whitney Houston virðist vera ný og betri manneskja eftir að hún losaði sig við eiginmanninn, vandræðagemsann Bobby Brown. Lífið 13.2.2008 15:34 Popparar sameinast í baráttu Bubba Nú er komið í ljós hverjir munu koma fram á baráttutónleikunum í Austurbæ 20 febrúar. Á annað hundrað hljómsveita og listamanna hafa hringt inn á umboðsskrifstofu Bubba, prime, og lýst yfir áhuga á að styðja við þetta mjög svo þarfa verkefni sem Bubbi ýtti úr vör á sunnudaginn var. Lífið 13.2.2008 15:24 Brangelina undirbýr brúðkaup Angelina Jolie og Brad Pitt hafa ekki tjáð sig mikið um meinta óléttu Angelinu, en að sögn National Enquirer eiga þau sér fleiri leyndarmál. Angelina mun hafa játast Brad eftir ítrekuð bónorð hans. Lífið 13.2.2008 15:06 Iceland Express færði AD/HD samtökunum rausnarlegan styrk Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, afhenti í dag Ingibjörgu Karlsdóttur, formanni ADHD samtakanna, andvirði 2.350.000 króna sem söfnuðust meðal farþega í vélum félagsins frá ágúst 2006 fram til ársloka 2007. Lífið 13.2.2008 14:01 Ingibjörg Sólrún á Bridgehátíð Vísir sagði frá því í að gær að vinirnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Davíð Oddsson muni taka þátt í Bridgemóti tengdu Bridgehátið 2008. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun setja Bridgehátíðina en Gunnar I Birgisson bæjarstjóri og Birkir Jón Jónsson þingmaður munu einnig taka þátt. Lífið 13.2.2008 13:50 Brjóstin þvælast fyrir Dolly Parton Kántrísöngkonan brjóstgóða, Dolly Parton, þarf að fresta fyrirætlaðri tónleikaferð sinni vegna vændræða með barminn. Lífið 13.2.2008 11:54 Nicholas Cage kannast ekki við að hafa stolið hundi Nicholas Cage hefur kært Kathleen Turner í Bretlandi fyrir meiðyrði. Turner, sem lék með Cage í Peggy Sue Got Married, skrifar í nýrri ævisögu sinni að leikarinn hafi keyrt fullur og stolið chihuahua hundi. Lífið 13.2.2008 11:42 Enn einn Hiltoninn tekinn fyrir ölvunarakstur Vandræðagangurinn virðist ættgengur hjá Hilton klaninu. Barron Hilton, 18 ára litli bróðir Parisar, var handtekinn í nótt fyrir ölvunarakstur. Rétt eins og stóra systir nokkrum sinnum áður. Lífið 13.2.2008 10:42 Endir bundinn á verkfall í Hollywood Handritshöfundar í Hollywood ákváðu í gær að binda enda á verkfall sitt sem staðið hefur í hundrað daga. Þetta þýðir að aðdáendur vinsælla sjónvarpsþátta geta tekið gleði sína á ný. Lífið 13.2.2008 08:16 Bruni í sínu fyrsta viðtali eftir brúðkaupið Forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, neitaði því að hafa gifst Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í of miklum flýti og varði eiginmann sinn, sem hefur fallið í vinsældum, í sínu fyrsta viðtali eftir hið umtalaða brúðkaup. Lífið 12.2.2008 23:00 Ekki betri en reyndari bridgespilari en Davíð Oddsson „Á þessu móti eru fengnir einhverjir svona skussar úr mannheimum til þess að spila við mjög þekkta og góða spilara utan úr heimi,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari um mót á vegum bridgesambandsins sem haldið er á fimmtudaginn. Lífið 12.2.2008 16:19 Íslenskur fatahönnuður í öðru sæti í hönnunarkeppni á dönsku tískuvikunni „Ég lenti bara í öðru sæti mér til mikillar undrunar," segir Laufey Jónsdóttir, fatahönnuður, en hún varð í öðru sæti í hönnunarkeppninni Designers Nest á nýafstaðinni tískuviku í Danmörku. Lífið 12.2.2008 14:36 Kínverskt stálfyrirtæki með sama logo og Síminn Síminn ætlar að óska formlegra skýringa frá kínverska stálfyrirtækinu Sutor, en merki fyrirtækisins þykir sláandi líkt merki Símans. Lífið 12.2.2008 12:59 Keira Knightley á klakann Keira Knightley er væntanleg til landsins í vikunni. Kærastinn hennar, Rupert Friend, bauð henni í rómantíska ferð til Íslands á Valentínusardaginn, sem er á fimmtudag. Lífið 12.2.2008 12:36 Yoko Ono ósátt við Lennon Íslandsvinurinn Yoko Ono er ekki hress þessa dagana. Ástæða gremjunnar er bandarísk þungarossveit sem gengur undir nafninu Lennon. Lífið 12.2.2008 11:40 « ‹ ›
Talið að O.J. Simpson hafi lamið unnustu sína Christie Prody, unnusta ruðningshetjunnar og Hollywood stjörnunnar O.J Simpson, var lögð inn a spítala með höfuðáverka í vikunni. Samkvæmt heimildum blaðsins National Enquirer eru áverkarnir af völdum líkamsárásar og látið er að því liggja að Simpson sé ábyrgur fyrir þeim. Hann neitar hins vegar öllum ásökunum um að hafa ráðist á unnustu sína og segir að Prody hafi verið ofurölvi og dottið. Lögreglan hefur tekið málið til rannsóknar og tekur skýringum Simpson ekki sem gefnum. Lífið 14.2.2008 22:04
„Dóri DNA er útþynnt gen af Nóbelskáldi“ „Dóri DNA er útþynnt gen af Nóbelskáldi. Hvað hefur hann eiginlega unnið sér til frægðar?,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Vísi. Bubbi er síður en svo sáttur með Dóra sem gagnrýndi þáttinn hans, Bandið hans Bubba, í DV fyrir skömmu. Lífið 14.2.2008 17:57
Tólf vinsælustu þættirnir á RÚV "Það væri bölvuð frekja að fara fram á meira," segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, við Vísi um nýja könnun Capacent um áhorf á sjónvarpsstöðvar sem birt var í dag. Lífið 14.2.2008 17:33
Leyfilegt að vinna peningaverðlaun í bridge en ekki póker „Þetta er ekkert öðruvísi en pókerinn og er bara gjörsamlega fáránlegt,“ segir Sindri Lúðvíksson pókeráhugamaður um Bridgehátíð 2008. Sérstakt þáttökugjald er í mótinu og fær sigurvegarinn peningaverðlaun. Lífið 14.2.2008 16:58
Dr. Gunni óhress með lélegt myndband við Gamla góða Villa Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr Gunni er ekki hrifinn af myndbandi sem hefur verið gert við eitt laga hans „Gamli góði Villi". Myndbandið, sem er komið á YouTube, samanstendur að mestu úr myndbroti af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmsyni fyrrverandi og mögulega verðandi borgarstjóra á frægum blaðamannafundi í Valhöll á dögunum. Lífið 14.2.2008 16:52
Hvaða lið er þetta Huddersfield? Það er um fátt annað rætt en knattspyrnuliðið Huddersfield á Englandi þessa stundina. Ástæðan? Jú, Davíð Oddsson seðlabankastjóri nefndi klúbbinn í svari á blaðamannafundi Seðlabankans í morgun. Lífið 14.2.2008 14:43
Putin keyrir gamla Lödu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hlær að sögum um að hann sé vellauðugur. Lífið 14.2.2008 14:00
Siggi skiptir um bíl á níu mánaða fresti Sigurður Stormur Ragnarsson veðurfréttamaður og formaður jeppaklúbbsins NFS fékk splunkunýjan Land Rover Discovery 3 á dögunum. Illar tungur stungu upp á því að hann hefði skipt um bíl eftir slakt gengi í nýlegri ferð jeppaklúbbs fréttastofunnar, NFS. „Það er alfarið rangt, enda hefði ég þá ekki fengið mér eins bíl aftur." segir Siggi, sem festi „gamla" Land Roverinn í hverri sprænu í ferðinni og hlaut fyrir viðurnefnið Siggi Sífestir. Lífið 14.2.2008 13:53
Amy Winehouse með nýjan Blake Amy Winehouse virðist vera á góðri leið með að gjörbreyta lífi sínu. Ef marka má sögusgagnir er hún meira að segja búin að skipta um Blake. Lífið 14.2.2008 11:13
Fóstbræður koma saman á ný Fóstbræður komu aftur saman klukkan 11 í morgun,í fyrsta sinn í nær áratug. Aðdáendum hópsins er óhætt að byrja að anda aftur, grínararnir voru ekki að gera nýjan þátt. Tilgangurinn var þó göfugur. Þeir afhentu Umhyggju veglega gjöf, ágóðann af sölu allra fimm Fóstbræða-þáttaraðanna á DVD - rúmar þrjár milljónir króna. Lífið 14.2.2008 10:13
Vonast til að ráðherra syngi "I Walk the line" Forsætisráðherra, Geir Haarde, hyggst taka þátt í tónleikum sem Bubbi Morthens ætlar að halda í Austurbæ eftir viku undir yfirskriftinni „Bræður og systur gegn fordómum." Bubbi skoraði á Geir að taka þátt í viðtali í gær. Lífið 13.2.2008 21:21
"Ég vona að ég fái hana til baka" Þrátt fyrir staðhæfingar þess eðlis að Jóhanna Vilhjálmsdóttir sé hætt í Kastljósi hefur Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri þáttarins, ekki gefið upp alla von um að fá hana til baka. Lífið 13.2.2008 21:17
Á hann von á barni? Chelsey Handler sem stjórnar þætti á hinni mjög svo skemmtilegu E! stöð kom með mikla yfirlýsingu í þætti sínum á þriðjudaginn. Lífið 13.2.2008 18:29
Aðsókn að leikhúsi meiri en á fótbolta „Áhugi á leikhúsi er mjög mikill hér á landi, og fleiri sem sækja leikhús en fótboltaviðburði," segir Gunnar Andri Þórisson kynningar- og markaðsstjóri leikhus.is. Meira en 1.400 sögur hafa borist frá almenningi sem vill fá frítt í leikhús en í þessari viku ætlar vefurinn að bjóða 40 manns á tvær leiksýningar í Iðnó. Lífið 13.2.2008 16:07
Ætlar að eyða meiri tíma með nýfæddum syni „Það er ekki búið að ganga frá neinu og ég er ennþá starfsmaður Kastljóssins,“ segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir en fréttir bárust af því í gær að hún væri hætt sem einn af umsjónarmönnum þáttarins. Lífið 13.2.2008 15:55
Bobby Brown reynir að pissa á keppanda í raunveruleikaþætti Whitney Houston virðist vera ný og betri manneskja eftir að hún losaði sig við eiginmanninn, vandræðagemsann Bobby Brown. Lífið 13.2.2008 15:34
Popparar sameinast í baráttu Bubba Nú er komið í ljós hverjir munu koma fram á baráttutónleikunum í Austurbæ 20 febrúar. Á annað hundrað hljómsveita og listamanna hafa hringt inn á umboðsskrifstofu Bubba, prime, og lýst yfir áhuga á að styðja við þetta mjög svo þarfa verkefni sem Bubbi ýtti úr vör á sunnudaginn var. Lífið 13.2.2008 15:24
Brangelina undirbýr brúðkaup Angelina Jolie og Brad Pitt hafa ekki tjáð sig mikið um meinta óléttu Angelinu, en að sögn National Enquirer eiga þau sér fleiri leyndarmál. Angelina mun hafa játast Brad eftir ítrekuð bónorð hans. Lífið 13.2.2008 15:06
Iceland Express færði AD/HD samtökunum rausnarlegan styrk Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, afhenti í dag Ingibjörgu Karlsdóttur, formanni ADHD samtakanna, andvirði 2.350.000 króna sem söfnuðust meðal farþega í vélum félagsins frá ágúst 2006 fram til ársloka 2007. Lífið 13.2.2008 14:01
Ingibjörg Sólrún á Bridgehátíð Vísir sagði frá því í að gær að vinirnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Davíð Oddsson muni taka þátt í Bridgemóti tengdu Bridgehátið 2008. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun setja Bridgehátíðina en Gunnar I Birgisson bæjarstjóri og Birkir Jón Jónsson þingmaður munu einnig taka þátt. Lífið 13.2.2008 13:50
Brjóstin þvælast fyrir Dolly Parton Kántrísöngkonan brjóstgóða, Dolly Parton, þarf að fresta fyrirætlaðri tónleikaferð sinni vegna vændræða með barminn. Lífið 13.2.2008 11:54
Nicholas Cage kannast ekki við að hafa stolið hundi Nicholas Cage hefur kært Kathleen Turner í Bretlandi fyrir meiðyrði. Turner, sem lék með Cage í Peggy Sue Got Married, skrifar í nýrri ævisögu sinni að leikarinn hafi keyrt fullur og stolið chihuahua hundi. Lífið 13.2.2008 11:42
Enn einn Hiltoninn tekinn fyrir ölvunarakstur Vandræðagangurinn virðist ættgengur hjá Hilton klaninu. Barron Hilton, 18 ára litli bróðir Parisar, var handtekinn í nótt fyrir ölvunarakstur. Rétt eins og stóra systir nokkrum sinnum áður. Lífið 13.2.2008 10:42
Endir bundinn á verkfall í Hollywood Handritshöfundar í Hollywood ákváðu í gær að binda enda á verkfall sitt sem staðið hefur í hundrað daga. Þetta þýðir að aðdáendur vinsælla sjónvarpsþátta geta tekið gleði sína á ný. Lífið 13.2.2008 08:16
Bruni í sínu fyrsta viðtali eftir brúðkaupið Forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, neitaði því að hafa gifst Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í of miklum flýti og varði eiginmann sinn, sem hefur fallið í vinsældum, í sínu fyrsta viðtali eftir hið umtalaða brúðkaup. Lífið 12.2.2008 23:00
Ekki betri en reyndari bridgespilari en Davíð Oddsson „Á þessu móti eru fengnir einhverjir svona skussar úr mannheimum til þess að spila við mjög þekkta og góða spilara utan úr heimi,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari um mót á vegum bridgesambandsins sem haldið er á fimmtudaginn. Lífið 12.2.2008 16:19
Íslenskur fatahönnuður í öðru sæti í hönnunarkeppni á dönsku tískuvikunni „Ég lenti bara í öðru sæti mér til mikillar undrunar," segir Laufey Jónsdóttir, fatahönnuður, en hún varð í öðru sæti í hönnunarkeppninni Designers Nest á nýafstaðinni tískuviku í Danmörku. Lífið 12.2.2008 14:36
Kínverskt stálfyrirtæki með sama logo og Síminn Síminn ætlar að óska formlegra skýringa frá kínverska stálfyrirtækinu Sutor, en merki fyrirtækisins þykir sláandi líkt merki Símans. Lífið 12.2.2008 12:59
Keira Knightley á klakann Keira Knightley er væntanleg til landsins í vikunni. Kærastinn hennar, Rupert Friend, bauð henni í rómantíska ferð til Íslands á Valentínusardaginn, sem er á fimmtudag. Lífið 12.2.2008 12:36
Yoko Ono ósátt við Lennon Íslandsvinurinn Yoko Ono er ekki hress þessa dagana. Ástæða gremjunnar er bandarísk þungarossveit sem gengur undir nafninu Lennon. Lífið 12.2.2008 11:40