Dr. Gunni óhress með lélegt myndband við Gamla góða Villa Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 14. febrúar 2008 16:52 Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr Gunni er ekki hrifinn af myndbandi sem hefur verið gert við eitt laga hans „Gamli góði Villi". Myndbandið, sem er komið á YouTube, samanstendur að mestu úr myndbroti af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmsyni fyrrverandi og mögulega verðandi borgarstjóra á frægum blaðamannafundi í Valhöll á dögunum. „Það er kannski óþarfi að vera að hamra svona á því augljósa" segir Gunni, en lagið er mikil ádeila á havaríið í borgarpólitíkinni undanfarnar vikur. Hann segir þó að kannski megi líta á að sem ákveðinn heiður að einhver búi til myndband við lagið þó það sé slappt. Hægt er að sækja fjögurra laga plötu sem inniheldur meðal annars „Gamla góða Villa" á heimasíðu Gunna og hafa um tvöþúsund manns sótt hana þar. Þá hafa rúmlega þrjúþúsund manns horft á myndbandið og platan því komin langleiðina í gull, svona þannig lagað séð. Einnig hefur verið hægt að panta geisladisk á heimasíðunni, og fær fólk hann þá sendann innpakkaðann og fínan inn um lúguna. Gunni segir þó hafa mátt standa betur að þeim málum. „Ég var svo vitlaus að hafa umslagið svart, þannig að það spænist upp blekið í prentaranum," segir Gunni. „Ég hefði betur haft þetta hvítt. Ég vona bara að sem fæstir kaupi hann." Þegar hafa þó 38 manns gert það, þar á meðal ýmist mektarfólk sem tengist málinu beint. Hverjir það eru neitar Gunni þó að upplýsa um. „Ég heiðra þagnarskylduna," segir Gunni leyndardómsfullur. Lagið og myndbandið hafa þó hlotið blendnar viðtökur netverja. Ummælakerfið á YouTube logar og líflegar umræður hafa spunnist um málið á Barnalandi. Gunni er með böggum hildar vegna neikvæðu ummælanna. „Jú jú, þetta er eins og stunga í hjartað í hvert skipti sem fólk segir að ég sé óþroskaður" segir Gunni, en segist þó reyna að hugga sig við jákvæðu ummælin. Sjálfum finnst honum hann alls ekki hafa farið yfir strikið. „Ég er ekki að ljúga neinu," segir Gunni, og tekur sem dæmi tal í laginu um hártoppa og geðsjúkdóma. „Sjálfur er ég sköllóttur svo ég er í fullum rétti að tala um það. Eins og hommar mega gera hommagrín. Svo hef ég, eins og megnið af þjóðinni, átt við ýmsa geðsjúkdóma að etja svo ég er á heimavelli. Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr Gunni er ekki hrifinn af myndbandi sem hefur verið gert við eitt laga hans „Gamli góði Villi". Myndbandið, sem er komið á YouTube, samanstendur að mestu úr myndbroti af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmsyni fyrrverandi og mögulega verðandi borgarstjóra á frægum blaðamannafundi í Valhöll á dögunum. „Það er kannski óþarfi að vera að hamra svona á því augljósa" segir Gunni, en lagið er mikil ádeila á havaríið í borgarpólitíkinni undanfarnar vikur. Hann segir þó að kannski megi líta á að sem ákveðinn heiður að einhver búi til myndband við lagið þó það sé slappt. Hægt er að sækja fjögurra laga plötu sem inniheldur meðal annars „Gamla góða Villa" á heimasíðu Gunna og hafa um tvöþúsund manns sótt hana þar. Þá hafa rúmlega þrjúþúsund manns horft á myndbandið og platan því komin langleiðina í gull, svona þannig lagað séð. Einnig hefur verið hægt að panta geisladisk á heimasíðunni, og fær fólk hann þá sendann innpakkaðann og fínan inn um lúguna. Gunni segir þó hafa mátt standa betur að þeim málum. „Ég var svo vitlaus að hafa umslagið svart, þannig að það spænist upp blekið í prentaranum," segir Gunni. „Ég hefði betur haft þetta hvítt. Ég vona bara að sem fæstir kaupi hann." Þegar hafa þó 38 manns gert það, þar á meðal ýmist mektarfólk sem tengist málinu beint. Hverjir það eru neitar Gunni þó að upplýsa um. „Ég heiðra þagnarskylduna," segir Gunni leyndardómsfullur. Lagið og myndbandið hafa þó hlotið blendnar viðtökur netverja. Ummælakerfið á YouTube logar og líflegar umræður hafa spunnist um málið á Barnalandi. Gunni er með böggum hildar vegna neikvæðu ummælanna. „Jú jú, þetta er eins og stunga í hjartað í hvert skipti sem fólk segir að ég sé óþroskaður" segir Gunni, en segist þó reyna að hugga sig við jákvæðu ummælin. Sjálfum finnst honum hann alls ekki hafa farið yfir strikið. „Ég er ekki að ljúga neinu," segir Gunni, og tekur sem dæmi tal í laginu um hártoppa og geðsjúkdóma. „Sjálfur er ég sköllóttur svo ég er í fullum rétti að tala um það. Eins og hommar mega gera hommagrín. Svo hef ég, eins og megnið af þjóðinni, átt við ýmsa geðsjúkdóma að etja svo ég er á heimavelli.
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira