Lífið Suðurríkin á Rosenberg Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og trommarinn Hannes Friðbjarnarson höfðu lengi gengið með þá flugu í maganum að halda tónleika með góðu fólki. Hugmyndin spratt upp frá sameiginlegum áhuga á bandarískri suðurríkjatónlist. Útkoman varð hljómsveitin Nesi, Sjana og hinar kellingarnar. Í bandinu eru meðal annars Guðrún Gunnarsdóttir, Andrea Gylfadóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Lífið 2.2.2010 01:30 Munaðarlausum boðið til Akureyrar Leikfélag Akureyrar hefur boðið leiksýningunni Munaðarlaus að vera Óvissusýning vetrarins hjá LA. Sýningin Munaðarlaus hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum vikum þar sem hún hefur verið sýnd í Norræna húsinu við glimrandi viðtökur og hefur verið fullt á nær allar sýningar. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ákveðið hafi verið að nýta ferðina norður og sýna einnig á Vopnafirði og Egilsstöðum. Lífið 1.2.2010 20:11 Handboltalandsliðið og eiginkonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir annar þáttastjórnandi Ísland í dag var viðstödd þegar íslenska handboltalandsliðið okkar tryggði sér sín fyrstu bronsverðlaun frá upphafi á stórmóti. „Við eltum tæplega 200 Íslendinga út á leikinn þar sem við hittum strákana og konurnar þeirra," segir Sigrún spurð út í ferðalagið til Austurríkis. „Það var magnað fá að vera þarna á staðnum og fylgjast með þessu. Ég vona að við náum að skila smá broti af stemningunni heim í stofu í kvöld," segir Sigrún Ósk. Ekki missa af þættinum Ísland í dag sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2. Lífið 1.2.2010 17:09 Eurovisionstríð: Ég veit ekki hvað þetta er í Ögga „Ég veit ekki hvað þetta er í Ögga en í síðustu viku tókum við langt og mikið viðtal við Heru og lýstum því yfir að hún væri líklega að fara að vinna þessa forkeppni. Hann er greinilega ekki að hlusta á Kanann sem er hið versta mál, þó aðallega fyrir hann," segir Einar Bárðarson útvarpsstjóri Kanans eftir að Örlygur Smári annar höfundur lagsins Je ne sais quoi, minntist á áróðursstríð Kanans. Lífið 1.2.2010 14:30 Gleymdi mín að strauja andlitið á Brad? - myndir Brad Pitt, 46 ára, og Angelina Jolie, 34 ára, voru hamingjusöm á árlegu verðlaunahátíðinni Directors Guild of America Awards í fyrradag. Brad klæddist Tom Ford smóking og Angelina grænum kjól frá Elie Saab. Parið var lukkulegt á hátíðinni og sat við sama borð og Íslandsvinurinn Quentin Tarantino allt kvöldið. Lífið 1.2.2010 09:30 Örlygur Smári: Lagið er ekki stolið „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni. Það er að finna lög sem eru lík lögunum sem taka þátt í Söngvakeppninni. Það er hægt að finna samsvarandi líkindi með flestum dægurlögum ef vandlega er leitað," svarar Örlygur Smári þegar Vísir hefur samband til að fá endanlega úr því skorið hvort að lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið. Er þetta lag stolið Örlygur? „Nei, lagið er ekki stolið," svarar hann yfirvegaður og segir: "Laglínan og hljómagangurinn er ekki eins og það er það sem skiptir máli og gerir hvert lag." Hvað ef gerð verður krafa á lagið, af höfundum lagsins Who do you love, sem fólk vill meina að sé líkt ykkar framlagi, ef þið vinnið keppnina? „Við höfum engar áhyggjur. Þetta lag er ekki stolið. Finnst þér lagið líkt, eða finnst þér bara sándið á lögunum líkt? Það er reginmunur á því," segir hann. „Annars er ég ekki að fara í einhvern fjölmiðlaslag við Bubba eða nokkurn mann eða konu í tengslum við þátttöku mína í þessari keppni," bætir hann við og segir: „Því má svo bæta við að þessi umfjöllun kom fyrst fram á Kananum hjá umboðsmanni Jógvans í síðustu viku. Greinilega liður í þeirra áróðursstríði. Get svo varla verið sammála um að umræður séu "eldheitar á Netinu" eins og stendur í fréttinni," segir Örlygur. Lífið 1.2.2010 08:00 Opnar sushibar á Stjörnutorgi „Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hef því verið í kringum fisk allt mitt líf. Ég fluttist sautján ára gamall til Reykjavíkur og fór að læra kokkinn. Stuttu eftir útskrift bauðst mér að læra að búa til sushi og ég fór til Kaupmannahafnar og var undir handleiðslu japansks meistara að nanfni Isao Susuki í tvö ár,“ útskýrir Sigurður Karl Guðgeirsson sem opnar veitingastaðinn suZushii á Stjörnutorgi í lok næstu viku ásamt sambýliskonu sinni, Ástu Sveinsdóttur. Lífið 1.2.2010 06:00 Plötu Seabear lekið á netið Nýjustu plötu hljómsveitarinnar Seabear, We Built a Fire, hefur verið lekið á netið, rúmum mánuði áður en hún kemur út. Lífið 1.2.2010 05:00 Útvarpskona verður dansmær „Ég ákvað að breyta starfsheitinu í magadansmær af því það er enginn að fara að leita að útvarpskonu til að taka að sér skemmtileg verkefni. Ég var áður skráð sem plötusnúður en er orðin mettuð af verkefnum á því sviði og ákvað þess vegna að breyta,“ útskýrir Margrét Erla Maack, útvarpskona á Rás 2, hefur breytt starfsheiti sínu í símaskránni og kallast nú magadansmær. Hún segist hafa staðið í ströngu til að fá starfsheitið í gegn þar sem starfsmenn símaskrárinnar hafi talið að um grín væri að ræða. „Magadansmær var ekki löglegt starfsheiti og þau héldu að þetta væri eitthvað grín, sem það er ekki því ég hef stundað magadans í fimm ár og kenni meðal annars í Kramhúsinu. Þegar ég fór svo á stúfana sá ég að það voru nokkrar ninjur í símaskránni, fimm geimkúrekar, ljónatemjarar og þó nokkrir snillingar. Það endaði með því að ein yndisleg kona sem vann þarna hafði samband við ritsjóra símaskráarinnar og nú er þetta komið í gegn.“ Lífið 1.2.2010 03:00 Oasis-bræður halda áfram í rokkinu Liam Gallagher ásamt Gem Archer og Andy Bell, sem voru líka í Oasis, stefna á að gefa út plötu í sumar. Upptökur hefjast í apríl og flest lögin eru þegar tilbúin. Liam gæti allt eins haldið áfram að nota Oasis nafnið, það er bara ekki komið á hreint ennþá. Hljómsveitin hætti með hvelli í ágúst á síðasta ári og hinn bróðirinn, Noel, er að bræða það með sér að leggjast í sólóplötugerð. Hann flutti nýlega aftur á heimaslóðir í Manchester eftir að hafa búið um hríð í Lundúnum. Lífið 1.2.2010 03:00 Íslenski veruleikinn elti kvikmyndahandritið Boðberi er íslensk kvikmynd sem fjallar um venjulegan mann sem skyndilega fær vitranir um lífið eftir dauðann. Kvikmyndin er í leikstjórn Hjálmars Einarssonar og á meðal leikenda eru Darri Ingólfsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson og Jón Páll Eyjólfsson.Myndin hefur verið nokkurn tíma í framleiðslu en að sögn Hjálmars er allri eftirvinnu nú að mestu lokið og hægt verður að bera afraksturinn augum innan skamms. Lífið 1.2.2010 02:15 Hraðstefnumót í Verzló Það verður seint sagt að busar Verzlunarskólans bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, því nú á miðvikudaginn var stóð 3.bekkjaráð skólans fyrir svokölluðu "Speed Dating" kvöldi eða á vor ylhýra Hraðstefnumótakvöldi. Lífið 31.1.2010 20:44 Sama lag og Hera Björk syngur? Lag Örlygs Smára og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sem Hera Björk syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins og lítt þekkt lag sem söngkonan Kate Ryan syngur, Who do you love, eru vægast sagt mjög lík. Umræður um að lögin eru óþægilega lík ganga um internetið eins og eldur í sinu. Sama tóntegund segja tónlistarspekúlantar. Aðrir halda því fram að um sé að ræða sama viðlagið í lögunum. Hlusta á lagið Je ne sais quoi sem Hera Björk syngur hér. Umrætt lag með Kate Ryan, Who do you love, má heyra hér. Lífið 31.1.2010 08:45 Landsliðstreyjurnar uppseldar Landsliðstreyjur Íslands í handbolta seldust upp í gær eftir sigurinn frækna gegn Norðmönnum. Lífið 30.1.2010 08:15 Myndlist og billjard Í dag kl. 17 opnar Sigurður Örlygsson listmálari sýningu á Gallerý-Bar, sem er til húsa á Hverfisgötu 46. Lífið 30.1.2010 08:00 Líkt við tölvuvírus Átrúnaðargoð X-Factor stjörnunnar Susan Boyle lét ekki svo fögur orð falla um söngkonuna í viðtali við The Daily Mail fyrir stuttu. Ellen Paige hefur gert garðinn frægan fyrir hlutverk sín í hinum ýmsu söngleikjum og hefur Susan Boyle ávallt nefnt Paige á nafn þegar hún er spurð um áhrifavalda sína. Lífið 30.1.2010 08:00 Býður fólki til Vúlkan Í dag opnar sýning Laufeyjar Johansen í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 en Laufey er í mjög nánu sambandi við hina týndu plánetu Vúlkan. „Ég hef tekið að mér að vera málsvari orkunnar frá Vúlkan hér á jörðinni. Það sem ég mála er landslag frá Vúlkan, en einnig áhrif frá öðrum plánetum.“ Lífið 30.1.2010 07:00 Ný Danskir með nýtt lag í nýjum Gauragangi „Þetta var nú hugmynd hjá Magnúsi Geir, að við í Ný Dönsk myndum semja nýtt lag. Síðan völdu hann, Ólafur Haukur Ólafsson, Gói [Guðjón Davíð] og Hallgrímur Óskarsson hentugasta lagið og það reyndist vera Lífið 30.1.2010 07:00 Prjónuð málverk Á morgun kl. 14 verður Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna Carnegie Art Award 2010 sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Lífið 30.1.2010 06:00 Rafópera um dauðann Í dag kl. 17 frumsýnir Strengjaleikhúsið óperuna Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson í Salnum, Kópavogi. Frumsýningin er hluti af Myrkum músíkdögum. Lífið 30.1.2010 06:00 Síðasta vígi reykingafólks fellur „Ég er að velta því fyrir mér að íhuga að hætta að reykja,“ segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan. Lífið 30.1.2010 05:00 Trúin skipti sköpum Leikarinn John Travolta segir að trúin hafi hjálpað sér að komast yfir dauða sextán ára sonar síns Jett. Lífið 30.1.2010 04:00 Segir Bar 46 besta sýningarsalinn utan Kjarvalsstaða - myndir Sigurður Örlygsson listmálari segir að Bar 46 á Hverfisgötu sé besti sýningarsalur landsins ef frá eru taldir Kjarvalsstaðir. Sigurður mun opna einkasýningu á Bar 46 á morgun, laugardag klukkan fimm. „Lofthæðin á barnum er það mikil að veggplássið er með ólíkindum,“ segir Sigurður um Bar 46 og er ekki síður hrifinn af möguleikunum sem lýsingin gefur honum. Verkin sem Sigurður mun sýna á Bar 46 segir hann vera blöndu af nýjum og eldri verkum. „Og þar kemur plássið sér vel því verkin eru allt að 12 fermetrar að stærð,“ segir hann. Sigurður hefur haldið um 50 einkasýningar á ferli sínum en hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og síðar framhaldsnám í Kaupmannahöfn og New York. Lífið 29.1.2010 18:00 Georg Bjarnfreðarson sveitalúði í Ameríku Ragnar Bragason, leikstjóri Vaktar-þáttanna, hefur lesið handritið að amerísku útgáfunni af Næturvaktinni sem handritshöfundurinn Adam Barr hefur unnið en Barr skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Desperate Housewives og Will & Grace. Ekki liggur enn fyrir hvort farið verður í gerð pilot-þáttar eftir handritinu en að sögn Kjartans Þórs Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Saga Film, ætti það að skýrast á næstunni. Lífið 29.1.2010 06:30 Æðislega gaman á Evrópumótinu Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson lýsir á laugardaginn sínum öðrum undanúrslitaleik á skömmum tíma í EM-keppninni í handbolta. Hann er að vonum í skýjunum yfir góðum árangri strákanna okkar. Lífið 29.1.2010 06:00 Borgin styrkir listina Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar voru tilkynntar í gær. Til ráðstöfunar voru 62 milljónir króna, sem deilast á 91 umsækjanda. Alls bárust 177 umsóknir. Lífið 29.1.2010 06:00 Horfir ekki á Bond Pierce Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig leika James Bond. Brosnan var á sínum tíma sparkað af framleiðendum Bond og í staðinn tók Craig við keflinu. Hefur hann skilað hlutverkinu með miklum sóma. Þrátt fyrir það hefur Brosnan aldrei séð eftirmann sinn í hlutverkinu, sem var honum mjög kærkomið. „Ég hef ekki séð Daniel í hlutverkinu. Ég reyndi að horfa á Casino Royale í flugvél. Lífið 29.1.2010 05:00 Góðgerðarplata fór á toppinn Ný góðgerðarplata til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí fór beint í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans eftir að hún kom út. Platan er jafnframt sú fyrsta sem er aðeins gefin út í stafrænu formi sem kemst í efsta sæti listans. Lífið 29.1.2010 04:00 Losar sig við skartgripina Rapparinn Curtis Jackson, betur þekktur sem 50 Cent, er hættur að koma opinberlega fram með skartgripi. Klæðskerasniðin jakkaföt eru núna aðalmálið og „blingið“ kemst hvergi að. „Ég var að reyna að senda út ákveðin skilaboð með skartgripunum en núna hef ég ekki lengur þörf fyrir þá,“ sagði rapparinn. Hann hefur að undanförnu reynt fyrir sér í fatahönnun og leiklist með ágætum árangri og þess vegna er ímynd hans sem bófarappari ekki eins mikilvæg og áður. Lífið 29.1.2010 03:30 Dúett Elton og Gaga í bígerð Talið er að popparinn Elton John og Lady Gaga ætli að syngja dúett á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Ekki er vitað hvaða lag þau ætla að syngja saman. Engu að síður bíða margir spenntir eftir þessu óvænta samstarfi þessara tveggja vinsælu tónlistarmanna. Lífið 29.1.2010 03:00 « ‹ ›
Suðurríkin á Rosenberg Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og trommarinn Hannes Friðbjarnarson höfðu lengi gengið með þá flugu í maganum að halda tónleika með góðu fólki. Hugmyndin spratt upp frá sameiginlegum áhuga á bandarískri suðurríkjatónlist. Útkoman varð hljómsveitin Nesi, Sjana og hinar kellingarnar. Í bandinu eru meðal annars Guðrún Gunnarsdóttir, Andrea Gylfadóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Lífið 2.2.2010 01:30
Munaðarlausum boðið til Akureyrar Leikfélag Akureyrar hefur boðið leiksýningunni Munaðarlaus að vera Óvissusýning vetrarins hjá LA. Sýningin Munaðarlaus hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum vikum þar sem hún hefur verið sýnd í Norræna húsinu við glimrandi viðtökur og hefur verið fullt á nær allar sýningar. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ákveðið hafi verið að nýta ferðina norður og sýna einnig á Vopnafirði og Egilsstöðum. Lífið 1.2.2010 20:11
Handboltalandsliðið og eiginkonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir annar þáttastjórnandi Ísland í dag var viðstödd þegar íslenska handboltalandsliðið okkar tryggði sér sín fyrstu bronsverðlaun frá upphafi á stórmóti. „Við eltum tæplega 200 Íslendinga út á leikinn þar sem við hittum strákana og konurnar þeirra," segir Sigrún spurð út í ferðalagið til Austurríkis. „Það var magnað fá að vera þarna á staðnum og fylgjast með þessu. Ég vona að við náum að skila smá broti af stemningunni heim í stofu í kvöld," segir Sigrún Ósk. Ekki missa af þættinum Ísland í dag sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2. Lífið 1.2.2010 17:09
Eurovisionstríð: Ég veit ekki hvað þetta er í Ögga „Ég veit ekki hvað þetta er í Ögga en í síðustu viku tókum við langt og mikið viðtal við Heru og lýstum því yfir að hún væri líklega að fara að vinna þessa forkeppni. Hann er greinilega ekki að hlusta á Kanann sem er hið versta mál, þó aðallega fyrir hann," segir Einar Bárðarson útvarpsstjóri Kanans eftir að Örlygur Smári annar höfundur lagsins Je ne sais quoi, minntist á áróðursstríð Kanans. Lífið 1.2.2010 14:30
Gleymdi mín að strauja andlitið á Brad? - myndir Brad Pitt, 46 ára, og Angelina Jolie, 34 ára, voru hamingjusöm á árlegu verðlaunahátíðinni Directors Guild of America Awards í fyrradag. Brad klæddist Tom Ford smóking og Angelina grænum kjól frá Elie Saab. Parið var lukkulegt á hátíðinni og sat við sama borð og Íslandsvinurinn Quentin Tarantino allt kvöldið. Lífið 1.2.2010 09:30
Örlygur Smári: Lagið er ekki stolið „Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni. Það er að finna lög sem eru lík lögunum sem taka þátt í Söngvakeppninni. Það er hægt að finna samsvarandi líkindi með flestum dægurlögum ef vandlega er leitað," svarar Örlygur Smári þegar Vísir hefur samband til að fá endanlega úr því skorið hvort að lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið. Er þetta lag stolið Örlygur? „Nei, lagið er ekki stolið," svarar hann yfirvegaður og segir: "Laglínan og hljómagangurinn er ekki eins og það er það sem skiptir máli og gerir hvert lag." Hvað ef gerð verður krafa á lagið, af höfundum lagsins Who do you love, sem fólk vill meina að sé líkt ykkar framlagi, ef þið vinnið keppnina? „Við höfum engar áhyggjur. Þetta lag er ekki stolið. Finnst þér lagið líkt, eða finnst þér bara sándið á lögunum líkt? Það er reginmunur á því," segir hann. „Annars er ég ekki að fara í einhvern fjölmiðlaslag við Bubba eða nokkurn mann eða konu í tengslum við þátttöku mína í þessari keppni," bætir hann við og segir: „Því má svo bæta við að þessi umfjöllun kom fyrst fram á Kananum hjá umboðsmanni Jógvans í síðustu viku. Greinilega liður í þeirra áróðursstríði. Get svo varla verið sammála um að umræður séu "eldheitar á Netinu" eins og stendur í fréttinni," segir Örlygur. Lífið 1.2.2010 08:00
Opnar sushibar á Stjörnutorgi „Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hef því verið í kringum fisk allt mitt líf. Ég fluttist sautján ára gamall til Reykjavíkur og fór að læra kokkinn. Stuttu eftir útskrift bauðst mér að læra að búa til sushi og ég fór til Kaupmannahafnar og var undir handleiðslu japansks meistara að nanfni Isao Susuki í tvö ár,“ útskýrir Sigurður Karl Guðgeirsson sem opnar veitingastaðinn suZushii á Stjörnutorgi í lok næstu viku ásamt sambýliskonu sinni, Ástu Sveinsdóttur. Lífið 1.2.2010 06:00
Plötu Seabear lekið á netið Nýjustu plötu hljómsveitarinnar Seabear, We Built a Fire, hefur verið lekið á netið, rúmum mánuði áður en hún kemur út. Lífið 1.2.2010 05:00
Útvarpskona verður dansmær „Ég ákvað að breyta starfsheitinu í magadansmær af því það er enginn að fara að leita að útvarpskonu til að taka að sér skemmtileg verkefni. Ég var áður skráð sem plötusnúður en er orðin mettuð af verkefnum á því sviði og ákvað þess vegna að breyta,“ útskýrir Margrét Erla Maack, útvarpskona á Rás 2, hefur breytt starfsheiti sínu í símaskránni og kallast nú magadansmær. Hún segist hafa staðið í ströngu til að fá starfsheitið í gegn þar sem starfsmenn símaskrárinnar hafi talið að um grín væri að ræða. „Magadansmær var ekki löglegt starfsheiti og þau héldu að þetta væri eitthvað grín, sem það er ekki því ég hef stundað magadans í fimm ár og kenni meðal annars í Kramhúsinu. Þegar ég fór svo á stúfana sá ég að það voru nokkrar ninjur í símaskránni, fimm geimkúrekar, ljónatemjarar og þó nokkrir snillingar. Það endaði með því að ein yndisleg kona sem vann þarna hafði samband við ritsjóra símaskráarinnar og nú er þetta komið í gegn.“ Lífið 1.2.2010 03:00
Oasis-bræður halda áfram í rokkinu Liam Gallagher ásamt Gem Archer og Andy Bell, sem voru líka í Oasis, stefna á að gefa út plötu í sumar. Upptökur hefjast í apríl og flest lögin eru þegar tilbúin. Liam gæti allt eins haldið áfram að nota Oasis nafnið, það er bara ekki komið á hreint ennþá. Hljómsveitin hætti með hvelli í ágúst á síðasta ári og hinn bróðirinn, Noel, er að bræða það með sér að leggjast í sólóplötugerð. Hann flutti nýlega aftur á heimaslóðir í Manchester eftir að hafa búið um hríð í Lundúnum. Lífið 1.2.2010 03:00
Íslenski veruleikinn elti kvikmyndahandritið Boðberi er íslensk kvikmynd sem fjallar um venjulegan mann sem skyndilega fær vitranir um lífið eftir dauðann. Kvikmyndin er í leikstjórn Hjálmars Einarssonar og á meðal leikenda eru Darri Ingólfsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson og Jón Páll Eyjólfsson.Myndin hefur verið nokkurn tíma í framleiðslu en að sögn Hjálmars er allri eftirvinnu nú að mestu lokið og hægt verður að bera afraksturinn augum innan skamms. Lífið 1.2.2010 02:15
Hraðstefnumót í Verzló Það verður seint sagt að busar Verzlunarskólans bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, því nú á miðvikudaginn var stóð 3.bekkjaráð skólans fyrir svokölluðu "Speed Dating" kvöldi eða á vor ylhýra Hraðstefnumótakvöldi. Lífið 31.1.2010 20:44
Sama lag og Hera Björk syngur? Lag Örlygs Smára og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sem Hera Björk syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins og lítt þekkt lag sem söngkonan Kate Ryan syngur, Who do you love, eru vægast sagt mjög lík. Umræður um að lögin eru óþægilega lík ganga um internetið eins og eldur í sinu. Sama tóntegund segja tónlistarspekúlantar. Aðrir halda því fram að um sé að ræða sama viðlagið í lögunum. Hlusta á lagið Je ne sais quoi sem Hera Björk syngur hér. Umrætt lag með Kate Ryan, Who do you love, má heyra hér. Lífið 31.1.2010 08:45
Landsliðstreyjurnar uppseldar Landsliðstreyjur Íslands í handbolta seldust upp í gær eftir sigurinn frækna gegn Norðmönnum. Lífið 30.1.2010 08:15
Myndlist og billjard Í dag kl. 17 opnar Sigurður Örlygsson listmálari sýningu á Gallerý-Bar, sem er til húsa á Hverfisgötu 46. Lífið 30.1.2010 08:00
Líkt við tölvuvírus Átrúnaðargoð X-Factor stjörnunnar Susan Boyle lét ekki svo fögur orð falla um söngkonuna í viðtali við The Daily Mail fyrir stuttu. Ellen Paige hefur gert garðinn frægan fyrir hlutverk sín í hinum ýmsu söngleikjum og hefur Susan Boyle ávallt nefnt Paige á nafn þegar hún er spurð um áhrifavalda sína. Lífið 30.1.2010 08:00
Býður fólki til Vúlkan Í dag opnar sýning Laufeyjar Johansen í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 en Laufey er í mjög nánu sambandi við hina týndu plánetu Vúlkan. „Ég hef tekið að mér að vera málsvari orkunnar frá Vúlkan hér á jörðinni. Það sem ég mála er landslag frá Vúlkan, en einnig áhrif frá öðrum plánetum.“ Lífið 30.1.2010 07:00
Ný Danskir með nýtt lag í nýjum Gauragangi „Þetta var nú hugmynd hjá Magnúsi Geir, að við í Ný Dönsk myndum semja nýtt lag. Síðan völdu hann, Ólafur Haukur Ólafsson, Gói [Guðjón Davíð] og Hallgrímur Óskarsson hentugasta lagið og það reyndist vera Lífið 30.1.2010 07:00
Prjónuð málverk Á morgun kl. 14 verður Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna Carnegie Art Award 2010 sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Lífið 30.1.2010 06:00
Rafópera um dauðann Í dag kl. 17 frumsýnir Strengjaleikhúsið óperuna Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson í Salnum, Kópavogi. Frumsýningin er hluti af Myrkum músíkdögum. Lífið 30.1.2010 06:00
Síðasta vígi reykingafólks fellur „Ég er að velta því fyrir mér að íhuga að hætta að reykja,“ segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan. Lífið 30.1.2010 05:00
Trúin skipti sköpum Leikarinn John Travolta segir að trúin hafi hjálpað sér að komast yfir dauða sextán ára sonar síns Jett. Lífið 30.1.2010 04:00
Segir Bar 46 besta sýningarsalinn utan Kjarvalsstaða - myndir Sigurður Örlygsson listmálari segir að Bar 46 á Hverfisgötu sé besti sýningarsalur landsins ef frá eru taldir Kjarvalsstaðir. Sigurður mun opna einkasýningu á Bar 46 á morgun, laugardag klukkan fimm. „Lofthæðin á barnum er það mikil að veggplássið er með ólíkindum,“ segir Sigurður um Bar 46 og er ekki síður hrifinn af möguleikunum sem lýsingin gefur honum. Verkin sem Sigurður mun sýna á Bar 46 segir hann vera blöndu af nýjum og eldri verkum. „Og þar kemur plássið sér vel því verkin eru allt að 12 fermetrar að stærð,“ segir hann. Sigurður hefur haldið um 50 einkasýningar á ferli sínum en hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og síðar framhaldsnám í Kaupmannahöfn og New York. Lífið 29.1.2010 18:00
Georg Bjarnfreðarson sveitalúði í Ameríku Ragnar Bragason, leikstjóri Vaktar-þáttanna, hefur lesið handritið að amerísku útgáfunni af Næturvaktinni sem handritshöfundurinn Adam Barr hefur unnið en Barr skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Desperate Housewives og Will & Grace. Ekki liggur enn fyrir hvort farið verður í gerð pilot-þáttar eftir handritinu en að sögn Kjartans Þórs Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Saga Film, ætti það að skýrast á næstunni. Lífið 29.1.2010 06:30
Æðislega gaman á Evrópumótinu Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson lýsir á laugardaginn sínum öðrum undanúrslitaleik á skömmum tíma í EM-keppninni í handbolta. Hann er að vonum í skýjunum yfir góðum árangri strákanna okkar. Lífið 29.1.2010 06:00
Borgin styrkir listina Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar voru tilkynntar í gær. Til ráðstöfunar voru 62 milljónir króna, sem deilast á 91 umsækjanda. Alls bárust 177 umsóknir. Lífið 29.1.2010 06:00
Horfir ekki á Bond Pierce Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig leika James Bond. Brosnan var á sínum tíma sparkað af framleiðendum Bond og í staðinn tók Craig við keflinu. Hefur hann skilað hlutverkinu með miklum sóma. Þrátt fyrir það hefur Brosnan aldrei séð eftirmann sinn í hlutverkinu, sem var honum mjög kærkomið. „Ég hef ekki séð Daniel í hlutverkinu. Ég reyndi að horfa á Casino Royale í flugvél. Lífið 29.1.2010 05:00
Góðgerðarplata fór á toppinn Ný góðgerðarplata til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí fór beint í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans eftir að hún kom út. Platan er jafnframt sú fyrsta sem er aðeins gefin út í stafrænu formi sem kemst í efsta sæti listans. Lífið 29.1.2010 04:00
Losar sig við skartgripina Rapparinn Curtis Jackson, betur þekktur sem 50 Cent, er hættur að koma opinberlega fram með skartgripi. Klæðskerasniðin jakkaföt eru núna aðalmálið og „blingið“ kemst hvergi að. „Ég var að reyna að senda út ákveðin skilaboð með skartgripunum en núna hef ég ekki lengur þörf fyrir þá,“ sagði rapparinn. Hann hefur að undanförnu reynt fyrir sér í fatahönnun og leiklist með ágætum árangri og þess vegna er ímynd hans sem bófarappari ekki eins mikilvæg og áður. Lífið 29.1.2010 03:30
Dúett Elton og Gaga í bígerð Talið er að popparinn Elton John og Lady Gaga ætli að syngja dúett á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Ekki er vitað hvaða lag þau ætla að syngja saman. Engu að síður bíða margir spenntir eftir þessu óvænta samstarfi þessara tveggja vinsælu tónlistarmanna. Lífið 29.1.2010 03:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist