Lífið

Viltu gjöra svo vel að fara í eitthvað annað

American Idol dómarinn Steven Tyler, 63 ára, leit út eins og kona með stráhatt á höfði eins og greinilega má sjá á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af honum á eyjunni Maui í gærdag þar sem rokkarinn er staddur ásamt unnustu sinni í fríi. Lagið Dude Looks Like A Lady má sjá og heyra í myndskeiðinu sem á einstaklega vel við Steven núna.

Lífið

Viðbjóðurinn nánast horfinn

Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru ætlar að flytja inn um helgina með stúlkurnar sínar tvær.

Lífið

Ráðherra fagnar risamynd

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir komu Ridley Scott verulega góðar fréttir fyrir Ísland. Hún vill líka horfa til indverska kvikmyndaiðnaðarins í Bollywood enda hafi hann mikil áhrif á ferðamannastraum frá næstfjölmennasta landi heims.

Lífið

Ég hefði átt að deyja 100 sinnum

Ný heimildarmynd um myrkraprinsinn Ozzy Osbourne verður frumsýnd á næstunni. Myndin heitir God Bless Ozzy Osbourne, eða Drottinn blessi Ozzy Osbourne, og er framleidd af Jack, syni hans, og eiginkonunni Sharon.

Lífið

Baltasar kemur sér fyrir í Baker Street

Baltasar Kormákur hefur verið á ferð og flugi á þessu ári. Hann bjó í hálft ár í New Orleans þegar tökur á Hollywood-myndinni Contraband stóðu yfir. Svo kom hann heim í sveitasæluna í Skagafirði þar sem kvikmyndin var klippt með Elísabetu Ronaldsdóttur og nú er hann fluttur út aftur, að þessu sinni til London til að sinna eftirvinnslu myndarinnar. „Ég verð hérna meira og minna í allt sumar. Ég er kominn með íbúð rétt hjá höfuðstöðvum Working Title og verð að hljóðvinna myndina í Baker Street þar sem þeir eru með aðstöðu,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið.

Lífið

Gera innrás í útvarpið

"Þetta verður þáttur um uppátækjasamar stelpur sem hafa skoðanir og eru að gera áhugaverða hluti,“ segir blaðamaðurinn Þóra Tómasdóttir, en 20. júní næstkomandi hefur þátturinn Sokkabandið göngu sína á Rás 2 í umsjón systranna Þóru og Kristínar.

Lífið

Allt í lagi með Groban

Það fór um marga aðdáendur Josh Groban þegar hann frestaði tónleikum sínum í Suður-Karólínu á þriðjudag. Í ljós kom að Groban hafði fengið heiftarlega matareitrun en söngvarinn sýndi af sér fádæma hörku og mætti strax aftur til leiks degi seinna í Duluth í Georgiu.

Lífið

Hilton skammar The View

Paris Hilton hefur skammað stjórnendur umræðuþáttarins The View fyrir að vera illa undirbúnir. Hilton mætti í þáttinn nýverið til að kynna nýjasta raunveruleikaþáttinn sinn, The World According to Paris, og er óhætt að fullyrða að hún hafi fengið óblíðar viðtökur.

Lífið

Cole selur kjólana

Cheryl Cole hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og hyggst selja marga af sínum frægustu kjólum á uppboði til styrktar góðu málefni. Cole, sem hefur verið á milli tannanna á fólki í Bretlandi eftir brottreksturinn úr ameríska X-Factor, hefur gefið tuttugu kjóla, en andvirðið rennur í sjóð góðgerðarsamtaka sem bera nafn hennar.

Lífið

Limp Bizkit snýr aftur

Limp Bizkit er hljómsveit sem fólk annað hvort hataði eða elskaði. Hljómsveitin var gríðarlega vinsæl fyrir rúmum áratug en tilraunir til að endurheimta fyrri vinsældir hafa mistekist. Nú er liðsskipan Limp Bizkit sú sama og árið 2000 og ný plata á leiðinni.

Lífið

Hættu að tuða og láttu dekra almennilega við þig

Meðfylgjandi myndir voru teknar í kvöld á Hótel Loftleiðum þegar Sóley Elíasdóttir leikkona sem framleiðir Sóley organics lífrænar húðvörur og Þórhalla Ágústsdóttir snyrtifræðimeistari opnuðu nýja heilsulind sem ber heitið Sóley Natura Spa. Sóley Natura Spa á Facebook.

Lífið

Pacino í Lennon-mynd

Al Pacino er í viðræðum við handritshöfundinn og leikstjórann Dan Fogelman um að leika í kvikmynd hans Imagine. Myndin segir frá skallarokkara sem fær bréf frá John Lennon, fjörutíu árum eftir að það var skrifað, og ákveður að breyta lífi sínu með því hafa uppi á syni sínum. Upphaflega stóð til að Steve Carell léki í myndinni en hann forfallaðist sökum anna á öðrum vígstöðvum.

Lífið

Skjólstæðingur Jay-Z ákærður fyrir skotárás

Rapparinn K Koke, breskur skjólstæðingur Jay-Z, hefur verið ákærður fyrir morðtilraun. K Koke er nú í gæsluvarðhaldi sakaður um aðild að skotárás á Harlesden-lestarstöðinni í mars. Hann er 25 ára gamall og er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Roc Nation, sem er stýrt af rapparanum Jay-Z.

Lífið

Walker í T:5

Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Empire er nýjasta kjaftasagan í Hollywood sú að Paul Walker eigi að leika aðalhlutverkið í fimmtu Tortímandamyndinni. Upphaflega stóð til að Arnold Schwarzenegger sneri aftur á hvíta tjaldið í þessari mynd en horfið var frá þeirri hugmynd.

Lífið

Þriðja barnið hjá Connelly

Leikkonan Jennifer Connelly og eiginmaður hennar, leikarinn Paul Bettany, eignuðust dóttur á dögunum. Fyrir áttu hjónin hinn sjö ára gamla Stellan, en Connelly átti einnig hinn þrettán ára gamla Kai með fyrrum kærasta sínum, David Dugan. Dóttirin hefur hlotið nafnið Agnes Lark, en leikkonan fæddi hana á heimili hjónanna í New York. „Öllum heilsast vel,“ sagði talsmaður leikkonunnar.

Lífið

Æi þetta hefur verið sárt (myndband)

Söngkonan Shania Twain hló og brosti blítt þrátt fyrir að hafa misstigið sig illa á CMT tónlistarhátíðinni. Söngkonan rifjar upp fallið og lætur aðdáendur sína vita á vefsíðunni sinni að hún er líkamlega í lagi eftir að hún datt illa í beinni útsendingu eins og sjá má hér.

Lífið

Reese framleiðir næstu mynd sjálf

Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon hyggst framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Who Invited Her? Kvikmyndaverin Sony, Paramount og Dreamworks börðust hatrammlega um myndina en að endingu hreppti síðastnefnda fyrirtækið hnossið.

Lífið

Eva Longoria búin að læra táknmál

Eva Longoria hefur nú lært táknmál til þess að ná til heyrnarlausra aðdáenda sinna, en hún gaf nýlega út uppskriftabókina Eva‘s Kitchen. "Fjölmargir heyrnarlausir einstaklingar hafa keypt eintak af bókinni minni og ég hef náð að tala til þeirra með táknmáli um uppáhalds uppskriftirnar og hvað þeir eigi að elda,“ sagði Longoria á hátíðarsamkomu um helgina. Hún sagðist þekkja vel þá tilfinningu að tilheyra minnihlutahópi. "Margir innan minnar fjölskyldu tilheyra minnihlutahópi og það gleður mig að geta talað þeirra máli,“ sagði Longoria.

Lífið

Kjóstu þína Sloggi stúlku

Útvarpsstöðin FM957 og undirfataframleiðandinn Sloggi leita að Sloggi stúlku 2011. Þær Aldís, Arna, Dísa, Emma, Hafdís, Hildur, Þórdís og Þorgerður sem skoða má í myndasafni berjast um titilinn. Veldu þína Sloggi stúlku með því að kjósa hér.

Lífið

Glíman við karlmennskuna

Fjórir karlmenn halda af stað í ferðalag til Taílands vitandi að einn þeirra á eftir að reka einhvern af hinum þremur. Þannig hljómar söguþráðurinn í nýju verki sem sett verður upp í Austurbæ.

Lífið

Gerir mynd um Taylor og Burton

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Martin Scorsese hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Furious Love en hún fjallar um stormasamt samband kvikmyndastjarnanna Elizabeth Taylor og Richard Burton.

Lífið

Rómantíkin allsráðandi

Leikkonan Blake Lively, 23 ára, og leikarinn Leonardo DiCaprio, 36 ára, leiddust á götum Monte Carlo í Mónakó eins og myndirnar sýna greinilega. Sagan segir að Leonardo kynni Blake fyrir öllum sem kærustuna sína. Parið spókaði sig líka um á Ítalíu eins og sjá má hér.

Lífið

Emmu Watson var ekki strítt

Harry Potter leikkonan Emma Watson tjáir sig um brotthvarf sitt úr Brown-háskólanum í viðtali við tímaritið Style, fylgirit Sunday Times. Hin 21 árs gamla leikkona hætti í skólanum í apríl síðastliðnum. Þá greindu fjölmiðlar frá því að henni hefði verið strítt á frægð sinni og þess vegna hefði hún hrakist úr skólanum. Watson segir það ekki rétt.

Lífið

Frægir spreyta sig í útvarpi

„Við Andri þurfum nú að fara í sumarfrí eins og aðrir, og gerum það bara hvort í sínu laginu og fáum til okkar þekkta gestastjórnendur í staðinn,“ segir Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, annar stjórnenda þáttanna Virkra morgna á Rás 2.

Lífið

Enn ein geirvartan í beinni

Kardashian fjölskyldan veit vissulega hvernig fanga á athyglina. Einn fjölskyldumeðlimurinn, Khloe Kardashian, gerði það svo sannarlega í bandaríska sjónvarpsþættinum Fox and Friends í fyrradag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sýndi Khloe á sér hægri geirvörtuna í miðju viðtali og það í beinni. Þá má sjá fleiri myndir af Khloe í myndasafni.

Lífið

Stjörnurnar fagna með Emmsjé Gauta

Rapparinn Emmsjé Gauti fagnar útgáfu plötunnar Bara ég með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þúsund krónur kostar inn á tónleikana og húsið verður opnað klukkan 21.30.

Lífið