Lífið

Skálaði með Kate Moss

„Það var ótrúlegt ævintýri að skála með Kate Moss og ferðast með þyrlu um tónleikasvæðið rúmlega hálftíma seinna,“ segir ljósmyndarinn Hörður Ellert Ólafsson, um einstaka upplifun sína af tónlistarhátíðinni Glastonbury í júní.

Lífið

Búa til spilatorg í miðbænum

Listaháskólanemarnir Harpa Björnsdóttir, Guðrún Harðardóttir og Katrín Eyjólfsdóttir hleypa lífi í Bernhöftstorfuna, torgið fyrir neðan Lækjarbrekka, og bjóða landsmönnum að spila spil þar í sumar.

Lífið

Beckham-hjónin skíra barnið

David og Victoria Beckham eignuðust dóttur á sunnudaginn, en stúlkan er fjórða barn þeirra hjóna. David og Victoria hafa ákveðið nafn á dömuna og verður hún skírð Harper Seven. „Ég er svo stoltur og spenntur að tilkynna fæðingu dóttur okkar, Harper Seven Beckham. Hún vó 3,4 kíló og fæddist kl. 7.55 í morgun, hér í Los Angeles," skrifaði David á Twitter-síðu sína.

Lífið

Jóhanna Björg tekur við Nýju útliti Karls Berndsen

Jóhanna Björg Christensen sér um þáttinn Nýtt útlit næsta haust á Skjá einum. Jóhanna Björg er að taka sín fyrstu skref á skjánum en hún kvíðir því ekki að þurfa að feta í fótspor Karls Berndsen þó að hún viðurkenni að það sé enginn eins og hann.

Lífið

Kevin Smith kemur til Íslands

"Ég er búinn að vera aðdáandi lengi,“ segir Guðlaugur Hannesson sem skipuleggur sýningu með Hollywood-leikstjóranum Kevin Smith í Hörpunni í nóvember.

Lífið

Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra

Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar.

Lífið

Yngri systirin eftirsótt

Hin 13 ára gamla Elle Fanning er á góðri leið með verða eftirsóttasta andlit Hollywood en hún er yngri systir leikkonunnar Dakota Fanning.

Lífið

Pabbi í þriðja sinn

Leikarinn Ryan Phillippe er orðinn faðir í þriðja sinn. Fyrrum kærasta leikarans, fyrirsætan Alexis Knapp, fæddi litla stúlku í vikunni og hefur hún hlotið nafnið Kai.

Lífið

Stone skotin í Hendricks

Leikkonan Emma Stone viðurkenndi í nýlegu viðtali að henni þætti leikkonan Christina Hendricks mjög falleg kona. Stone, sem gert hefur garðinn frægan í gamanmyndum á borð við Superbad og The House Bunny sagði við blaðamann The Advocate að henni þætti Mad Men leikkonan vera ein sú fallegasta í bransanum í dag. „Allt við hana er fallegt, hún er akkúrat mín týpa.“

Lífið

Skilnaður í uppsiglingu hjá Russel og Katy

Vinir Russells Brand og Katy Perry óttast að hjónaband þeirra muni ekki verða langlíft. Sumir spá því að því verði lokið innan fjögurra mánaða.Miklar vinnutarnir hafa tekið sinn toll af hjónabandinu auk stöðugra sögusagna um daður Brands á tökustöðum.

Lífið

Hurts-greiðslan vinsæl á Íslandi

Hárgreiðslan sem Theo Hutchcraft, söngvari Hurts, skartar er sú vinsælasta meðal stráka á Íslandi. Þetta fullyrðir blaðamaður London Evening Standard í viðtali við söngvarann. Hutchcraft segist því ekki hafa neinar áhyggjur ef poppferillinn fari í vaskinn. „Ég get þá alltaf farið til Íslands og opnað hárgreiðslustofu,“ segir hann.

Lífið

Gwyneth borðar aldrei á McDonalds

Leikkonan Gwyneth Paltrow vakti athygli þegar hún sagðist heldur vilja reykja krakk en að borða ost úr spreybrúsa, en slíkan ost er hægt að kaupa víða í Bandaríkjunum.

Lífið

Robbie allur að róast

Söngvarinn Robbie Williams hyggur á barneignir á næstunni með eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Aydu Field. Hann tekur þó skýrt fram að frúin sé ekki ólétt.

Lífið

Cage og sonurinn saman í meðferð

Weston Cage, sonur leikarans Nicolas Cage, og eiginkona hans, Nikki Williams, hafa skráð sig saman í áfengismeðferð. Hjónakornunum, sem eiga von á sínu fyrsta barni, lenti illilega saman fyrir skömmu og fjölluðu bandarískir fjölmiðlar ítarlega um málið.

Lífið

Vill taka upp lag í geimnum

Matt Bellamy, söngvara Muse, dreymir um að taka upp plötu í geimnum. Þetta segir hann í viðtali á tónlistarvefnum Contact Music.

Lífið

Felldu tár fyrir Potter

Mikið var um dýrðir í London þegar rauða dreglinum var rennt út fyrir leikaralið Harry Potter myndanna. Síðasta myndin í seríunni um vinsæla galdrastrákinn, Harry Potter og dauðadjásnin, seinni hluti, var frumsýnd í London í vikunni.

Lífið

Tvítyngdar Hollywood-stjörnur

Stjörnur eru ekki aðeins fríðar ásýndum heldur eru þær margar einnig vel að sér í tungumálum. Til að mynda tala þau Joseph Gordon-Levitt og Jodie Foster bæði frönsku og Gwyneth Paltrow og Casey Affleck eru þekkt fyrir góða spænskukunnáttu. Aðrar stjörnur eru þó svo heppnar að hafa fengið sitt annað tungumál strax með móðurmjólkinni.

Lífið

Clooney þoldi ekki athyglissýkina

George Clooney og ítalska fjölmiðlakonan Elisabetta Canalis ákváðu í júní að slíta samandi sínu. Mikið hefur verið fjallað um sambandsslitin bæði í ítölskum og bandarískum fjölmiðlum og velta menn því fyrir sér hvað hafi valdið slitunum.

Lífið

Rokkhamborgarar á hjólum

"Ég hef lengi verið að spá og spekúlera í þessa hluti og langað til að gera eitthvað þessu líkt. Ég datt í algjöran lukkupott þegar ég fann þennan bíl,“ segir Guðfinnur Karlsson, athafnamaður með meiru en oftast kenndur við Prikið. Á næstunni mega höfuðborgarbúar búast við því að sjá einstakt farartæki á götum bæjarins. Hamborgarastað á hjólum, innblásinn af rokki og róli eins og nafnið gefur til kynna; Rokk Inn. Finni er kominn með leyfi fyrir bílnum á Geirsgötuplani, ætlar að færa út kvíarnar enn frekar og hyggst jafnframt herja á afmæli og aðrar veislur.

Lífið

Lady Gaga í tómu rugli

Lady Gaga segist ekki lengur gera greinarmun á sjálfri sér og þeirri persónu sem kemur fram á sviðinu. Lady Gaga, sem heitir réttu nafni Stefani Germanotta, segir að hún fari oft á tíðum svo djúpt í karakter að búningarnir og framkoma hennar séu einfaldlega orðin jafn mikilvæg og líffærin.

Lífið

Keppast um hylli kvenna

Það ríkir mikil og hörð samkeppni milli karlkyns leikara sjónvarpsþáttanna True Blood ef marka má frétt Star Magazine. Tímaritið heldur því fram að leikararnir berjist um bestu línurnar og athygli kvenna.

Lífið