Íslenski boltinn

KR vann öruggan sigur á Glentoran

KR er á komið með annan fótinn í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA eftir öruggan 3-0 sigur á norður-írska liðinu Glentoran á KR-vellinum í kvöld. KR yfirspilaði Glentoran lengstum og spilaði sinn langbesta leik í sumar á rennblautum KR-vellinum. Sigur KR hefði hæglega getað orðið mun stærri.

Íslenski boltinn

Hollendingur til Víkings

Hollendingurinn Rabin Faber gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Víkings og samdi við liðið út leiktíðina. Hann er 24 ára varnarmaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Hollands.

Íslenski boltinn

Marel: Veit hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera

Marel Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og lék sem varnarmaður í góðum útisigri liðsins á Íslandsmeisturum FH um helgina. Hann er maður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en Marel hefur fyrst og fremst leikið sem sóknarmaður á ferlinum.

Íslenski boltinn

Grétar: Eitt ljótasta mark sem ég hef séð

"Mér fannst okkar leikur mjög góður en við mættum ekki til leiks í upphafi og það kostaði mark. Við hefðum átt að vera búnir að klára leikinn áður en við fáum á okkur eitt ljótasta mark sem ég hef séð," sagði hundfúll Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR-ingur eftir tapið gegn Blikum í dag.

Íslenski boltinn

Jóhann: Gríðarlegur léttir

Jóhann Þórhallsson Fylkismaður var hæstánægður með sigurinn gegn Grindavík í fjörugum leik suður með sjó í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Fylkismenn sigruðu með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Jóhann bæði mörk gestanna.

Íslenski boltinn

Hannes: Mjög rólegur dagur hjá mér

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var svekktur að hafa misst af tækifæri að ná toppsætinu í deildinni eftir 0-0 jafntefli Fram og Hauka. Hann er þó fullviss að þeir fengju annan möguleika á að ná því.

Íslenski boltinn

Andri: Við bíðum spenntir eftir sigri

Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með lið sitt eftir að þeir fóru í Laugardalinn og náðu jafntefli við Fram. Með jafnteflinu fá Haukar fjórða stigið sitt en eru þó enn sigurlausir á botninum.

Íslenski boltinn

Atli Sveinn: Hausinn var ekki ferskur

„Liðið virkaði þungt en ég held að það hafi aðalega verið andlegt. Við vorum með margar ferskar lappir hér í dag þar sem það voru ekki margir af okkur sem spiluðu í bikarnum á miðvikudaginn en hausinn var ekki ferskur, " sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliðið Valsmanna, eftir tap gegn Keflavík fyrr í dag.

Íslenski boltinn