Íslenski boltinn

Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út.

Íslenski boltinn

Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló.

Íslenski boltinn

Ólafur hættir með landsliðið í haust

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan.

Íslenski boltinn

Engin hljóðfæri í stúkunni á KR-vellinum

Reiknað er með góðri mætingu á KR-völlinn í kvöld en ljóst að áhorfendur verða að láta hendur og raddbönd nægja til þess að styðja sín lið. Á KR-vellinum ríkir hljóðfærabann sem þýðir að meðlimir stuðningsbands ÍBV, Stalla-Hú, þurfa að skilja hljóðfæri sín eftir heima.

Íslenski boltinn

Eyjamenn taka stóra prófið í kvöld

KR og ÍBV mætast í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar leikur liðanna úr 9. umferð fer fram. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnunum. Um toppslag er að ræða í deildinni og ljóst að það er mikið undir.

Íslenski boltinn

Steven Lennon: Við getum bjargað okkur

Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum.

Íslenski boltinn

Arnar Sveinn í tveggja leikja bann

Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Arnar Sveinn hlaut rautt spjald í viðureign Fram og Vals á Laugardalsvelli í gærkvöld.

Íslenski boltinn