Íslenski boltinn

Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ

Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar.

Íslenski boltinn

Roy Keane bara einn af mörgum

Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins, en Keane varð eftir heima hjá sér.

Íslenski boltinn

Strákarnir töpuðu 0-2 á móti Norðmönnum í Kópavoginum

Fimm leikja sigurgöngu 21 árs landsliðsins á heimavelli er lokið eftir að íslensku strákarnir töpuðu 0-2 á móti Noregi á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn var í undankeppni EM 2012. Íslenska liðið hafði unnið fyrsta leik sinn í riðlinum en tókst ekki að ná þeirri draumabyrjun sem liðið óskaði sér.

Íslenski boltinn

Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur

Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur.

Íslenski boltinn

Hannes: Aðalmálið að standa sig vel

Hannes Þór Halldórsson verður í íslenska markinu þegar liðið mætir Kýpur í undankeppni EM 2012 í kvöld. Stefán Logi Magnússon verður í banni í leiknum og þá er Gunnleifur Gunnleifsson frá vegna meiðsla.

Íslenski boltinn

Endar 1.056 daga bið í kvöld?

Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal.

Íslenski boltinn

Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni.

Íslenski boltinn