Íslenski boltinn

Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka

Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ósáttur við upphlaup framherjans Stevens Lennon í Fréttablaðinu í gær. Formaðurinn segir að leikmaðurinn segi ekki satt og rétt frá. "Þetta er alger þvæla,“ segir Brynjar og bætir við að þó allt sé

Íslenski boltinn

Borghildur fyrsta konan sem er formaður hjá Blikum

Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar, var kosin nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á aðalfundi deildarinnar í gær en hún tekur við af Einari Kristjáni Jónssyni sem hefur verið formaður í sjö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum.

Íslenski boltinn

Rakel vildi ekki fara frá Val

Rakel Logadóttir verður með Val í Pepsi-deild kvenna í sumar eftir að hún hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.

Íslenski boltinn

Lennon í launadeilu við Framara

Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín.

Íslenski boltinn

Eini bikarinn sem Bjarni hefur ekki lyft

KR-ingar eiga enn eftir að vinna Reykjavíkurmeistaratitil karla í fótbolta undir stjórn Rúnars Kristinssonar en í gær töpuðu þeir þriðja árið í röð í úrslitaleik keppninnar. Leiknir varð þá Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn eftir 3-2 sigur á KR í Egilshöllinni.

Íslenski boltinn

Siggi Raggi: Besti þjálfarinn á Íslandi?

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur sett nýjan pistil inn á heimasíðu sína www.siggiraggi.is. Hann skrifar þar um það hvernig leikmenn og starfsfólk kvennalandsliðsins breyttu honum sem þjálfara.

Íslenski boltinn

Bræðraslagur í úrslitaleiknum í kvöld

KR og Leiknir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.00. Þetta er fimmta árið í röð sem KR-ingar spila úrslitaleikinn í þessari keppni en Leiknir er aftur á móti að spila til úrslita í fyrsta sinn.

Íslenski boltinn

Præst til Stjörnumanna

Stjörnumenn eru búnir að finna mann fyrir Alexander Scholz sem fór til belgíska félagsins Lokeren eftir síðasta tímabil. Michael Præst, fyrirliði danska b-deildarliðsins FC Fyn, mun spila með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar en þetta kemur fram á fótbolti.net

Íslenski boltinn

Þetta sagði Geir í ræðunni sinni á ársþingi KSÍ

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hélt setningarræðu á 67. ársþing KSÍ um helgina en þingið fór fram á á Hótel Hilton Nordica. Knattspyrnusambandið hefur birti ræðu Geirs í heild sinni inn á heimasíðu sinni en þar fór hann yfir knattspyrnuárið 2012 sem og yfir rekstur sambandsins.

Íslenski boltinn

Guðjón Pétur ekki lengi án félags - samdi við Breiðablik

Guðjón Pétur Lýðsson mun spila með Breiðabliki í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en þetta kemur fram á fóbolti.net. Guðjón Pétur gerði starfslokasamning við Val í fyrrakvöld en var ekki lengi án félags því Atli Sigurðsson framkvæmdastjóri Breiðabliks staðfesti nýja samninginn á Facebook í kvöld.

Íslenski boltinn

Margrét Lára í viðtali hjá FIFA

Árangur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið athygli um allan heim. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er í viðtali við heimasíðu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hún segir frá landsliðinu.

Íslenski boltinn

Kolbeinn nær ekki metinu hans Péturs

Það er ekki langt síðan Alfreð Finnbogason sló markamet Péturs Péturssonar yfir flest mörk Íslendings á alþjóðlegum vettvangi á einu ári en annað markamet kappans er öruggt í bili að minnsta kosti eftir leik Íslands og Rússa á Spáni á miðvikudagskvöldið.

Íslenski boltinn

Guðjón Pétur hættur hjá Val

Guðjón Pétur Lýðsson hefur spilað sinn síðasta leik með Val og verður ekki með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Knattspyrnufélagið Valur birti fréttatilkynningu á heimasíðu sinni í kvöld. Samkomulag þetta er gert í bróðerni og óska báðir aðilar hvor öðrum alls hins besta í framtíðinni.

Íslenski boltinn