Handbolti

Stjörnurnar á HM á Spáni

Það má búast við mikilli sýningu frá bestu handboltamönnum heims á næstu vikum enda flestir mættir til Spánar til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Fréttablaðið býst við miklu af þessum stjörnuleikmönnum.

Handbolti

HM 2013: Tilfinningin er góð og við erum vel undirbúnir

"Tilfinningin er góð. Við erum búnir að æfa vel og erum vel undirbúnir. Við höfum kortlagt rússneska liðið mjög vel. Og aðbúnaðurinn er góður. Við getum ekki annað en verið spenntir,“ sagði Vignir Svavarsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik við Vísi í Sevilla í dag. Vignir fær stórt hlutverk í vörn íslenska liðsins á HM og hann er tilbúinn í þann slag og telur sigurlíkurnar gegn Rússum í fyrsta leiknum á morgun vera ágætar.

Handbolti

HM 2013: Sverre er bjartsýnn á að vörnin verði í lagi gegn Rússum

Það mun mikið mæða á Sverre Jakobssyni í vörn íslenska liðsins en varnartröllið þarf að sýna styrk sinn án margra lykilmanna sem hafa staðið vaktina með honum í mörg ár. Sverre er nokkuð bjartsýnn á að íslenska liðið nái að stoppa í götin í varnarleiknum á heimsmeistaramótinu en Rússar eru fyrstu mótherjar Íslands í riðlakeppninni.

Handbolti

HM 2013: Ég á bestu árin eftir | Björgvin sáttur við nýja vinnustaðinn

"Forráðamenn liðsins höfðu strax samband við mig um leið og það var ljóst að ég yrði ekki áfram hjá Magdeburg. Þetta hefur ekki tekið langan tíma og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna og þetta er spennandi verkefni,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í dag við Vísi í Sevilla. Björgvin hefur samið við þýska B-deildarfélagið Bergischer HC og mun hann leika með liðinu frá og með næsta tímabili.

Handbolti

HM 2013: Myndasyrpa frá æfingu hjá Stákunum okkar í Sevilla

Íslenska landsliðið í handbolta æfði í fyrsta sinn í keppnishöllinni í Sevilla í morgun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis tók þessar myndir af æfingunni. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, laugardag, gegn Rússum og hefst hann kl. 17.00 að íslenskum tíma.

Handbolti

HM 2013: Reynsluboltarnir með yfirhöndina í fótboltakeppninni

Íslenska landsliðið í handbolta æfði í fyrsta sinn í keppnishöllinni í Sevilla í morgun en liðið kom til borgarinnar seint í gærkvöldi. Æfingin var snörp og markviss enda var hitastigið ekki hátt og halda þurfti hita á leikmönnum. Erlingur Richardsson, annar aðstoðarþjálfurum landsliðsins, stjórnaði upphitun áður en leikmenn fengu að spila fótbolta í stutta stund, ungir gegn gömlum, samkvæmt venju.

Handbolti

Hver stimplar sig inn á HM á Spáni?

Íslenska landsliðið þarf á "nýjum“ stjörnum að halda á HM í handbolta á Spáni til að fylla í stór skörð en strákarnir okkar mæta Rússum í fyrsta leik í Sevilla á morgun.

Handbolti

Danir hvíla Hansen

Danir spila sinn fyrsta leik á HM á morgun rétt eins og Ísland en þjóðirnar eru saman í B-riðli keppninnar.

Handbolti

Spánverjar vilja fá gull

Heimsmeistaramótið hefst klukkan 18.00 í kvöld. Heimamenn, Spánverjar, taka þá á móti Alsír í Madríd. Spánverjar eru með geysisterkt lið og eru sigurstranglegastir hjá veðbankanum Betfair. Frakkar og Króatar koma þar á eftir og loks Danir.

Handbolti

Samkeppni í markinu

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki gefa það út hver sé markvörður númer eitt í landsliðinu en Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður undanfarin ár. Aron segir að það eigi að vera mikil samkeppni um markvarðarstöðuna.

Handbolti

Ætla að standa mig vel

Hinn 23 ára gamli markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, var valinn fram yfir Hreiðar Levý Guðmundsson er lokahópur Íslands fyrir HM var tilkynntur í gær. Þetta verður í annað sinn sem Aron Rafn fer á stórmót en hann fékk aðeins að spreyta sig á EM í Serbíu fyrir ári. Aron Rafn stóð sig frábærlega í leiknum gegn Svíum á þriðjudag og sú frammistaða fleytti honum til Spánar.

Handbolti

Einum sigri frá einstakri byrjun

Aroni Kristjánssyni tókst ekki að bæta met þeirra Jóhanns Inga Gunnarssonar og Karls G. Benediktssonar þegar íslenska landsliðið tapaði fyrir Svíum. Þeir þrír eiga því allir metið saman yfir bestu byrjun landsliðsþjálfara frá upphafi.

Handbolti