Handbolti

Eins og létt æfing hjá Spánverjum

Victor Tomas var óstöðvandi.
Victor Tomas var óstöðvandi.
Spánverjar unnu öruggan sigur, 27-14, á Alsír í opnunarleik HM í handbolta. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Spánverja í leiknum miklir.

Það var ljóst strax frá upphafi í hvað stefndi. Spánverjar náðu mest að skora ellefu mörk í röð í leiknum.

Hornamaðurinn Victor Tomas fór mikinn í liði Spánverja og skoraði átta mörk. Julen Aguinagalde skoraði fjögur mörk en alls skoruðu tíu Spánverjar í leiknum.

Mohamed Aski Mokrani var markahæstur Alsíringa með fjögur mörk. Samir Kerbouche stóð sig vel í markinu og varði 12 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×