Handbolti

Strákarnir æfðu í keppnishöllinni í Sevilla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska handboltalandsliðið er komið til Sevilla á Spáni þar sem að liðið leikur leiki sína í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í handbolta.

Hópurinn kom til Sevilla í gær eftir að hafa æft og spilað í Svíþjóð síðustu daga. Strákarnir eiga svo fyrsta leik gegn Rússlandi á morgun en leikurinn hefst klukkan 17.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Honum verður einnig lýst beint á Boltavakt Vísis.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari er á staðnum, sem og Sigurður Elvar Þórólfsson íþróttafréttamaður. Munu þeir flytja fréttir af mótinu hér á íþróttavef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×