Handbolti

Brand hefur trú á sínum mönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, útilokar ekki að sitt gamla lið komist alla leið í úrslitaleikinn á HM á Spáni.

Þýskaland spilar í A-riðli og því eitt af þeim liðum sem Ísland, sem leikur í B-riðli, getur mætt í 16-liða úrslitum keppninnar.

„Það er fræðilegur möguleiki að við spilum um titilinn," sagði hann við þýska götublaðið Bild.

Þýskaland mætir Brasilíu í fyrsta leik sínum á laugardag en liðið er líka með Frakklandi og Svartfjallalandi í riðli.

„Brasilía er ekki með besta liðið í keppninni. Þá er óvíst hvaða áhrif veðmálaskandallinn í Frakklandi hefur á franska landsliðið," bætir hann við.

„Það væri gott að ná öðru sæti í riðlinum. Þá erum við í góðri stöðu fyrir 16-liða úrslitin. Ef sjálfstraustið er í lagi þá er allt hægt í útsláttarkeppni."

„Við erum þó enn langt frá því að vera með besta lið í heimi. Við erum með lið sem getur veitt hvaða liði sem er samkeppni á góðum degi. En á slæmu dögunum getum við líka tapað fyrir mörgum liðum."

Þýskaland vann í gær tíu marka sigur á Rúmeníu, 35-25, í æfingaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×