Handbolti

Stjörnurnar á HM á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Besti handboltamaður heims
Daniel Narcisse
33 ára og 189 sm skytta eða leikstjórnandi sem hefur viðurnefnið "Air France“ í heimalandinu og var kosinn besti handboltamaður heims á síðasta ári. Er á fjórða ári með THW Kiel þar sem hann fyllti skarðið sem Nikola Karabatic skildi eftir sig en mun spila með Paris Saint-Germain Handball frá og með næstu leiktíð. Narcisse hefur spilað með franska landsliðinu frá aldarmótum og unnið sex stórmótagull. Hann hefur ennfremur unnið sjö titla með Kiel.
Besti handboltamaður heims Daniel Narcisse 33 ára og 189 sm skytta eða leikstjórnandi sem hefur viðurnefnið "Air France“ í heimalandinu og var kosinn besti handboltamaður heims á síðasta ári. Er á fjórða ári með THW Kiel þar sem hann fyllti skarðið sem Nikola Karabatic skildi eftir sig en mun spila með Paris Saint-Germain Handball frá og með næstu leiktíð. Narcisse hefur spilað með franska landsliðinu frá aldarmótum og unnið sex stórmótagull. Hann hefur ennfremur unnið sjö titla með Kiel.
Það má búast við mikilli sýningu frá bestu handboltamönnum heims á næstu vikum enda flestir mættir til Spánar til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Fréttablaðið býst við miklu af þessum stjörnuleikmönnum.

Handboltaáhugamenn fá að fylgjast með sýningu bestu leikmanna heims næstu tvær vikurnar þegar 23. heimsmeistarakeppnin í handbolta fer fram á Spáni en til leiks eru mættar 24 sterkustu handboltaþjóðir heims.

Einhverjir úr hópi þeirra bestu sitja vissulega heima með sárt ennið, bæði vegna meiðsla og af þeirri ástæðu að landsliðum þeirra mistókst að tryggja sér farseðil á mótið. Meirihlutinn er hins vegar lentur á Spáni og á það sameiginlegt að hafa sett stefnuna á að vinna hinn eftirsótta heimsmeistaratitil.

Fréttablaðið renndi yfir leikmannalista liðanna og valdi þá leikmenn sem það býst við að verði aðalstjörnurnar á HM í ár. Á myndunum hér að ofan má skoða og lesa um stjörnurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×