Samkeppni í markinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2013 07:30 Björgvin Páll gæti þurft að sætta sig við að byrja HM á Spáni á plankanum.fréttablaðið/vilhelm Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki gefa það út hver sé markvörður númer eitt í landsliðinu en Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður undanfarin ár. Aron segir að það eigi að vera mikil samkeppni um markvarðarstöðuna. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tilkynnti hvaða sextán leikmenn fara með liðinu til Spánar í dag og spila á HM. Sautján leikmenn fóru með liðinu út til Svíþjóðar enda var þjálfarinn ekki viss um hvaða markverði hann vildi taka með sér út. Á endanum ákvað Aron að veðja á Björgvin Pál Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Reynsluboltinn Hreiðar Levý Guðmundsson þarf að bíta í það súra epli að þessu sinni að sitja heima. Hann hefur verið með á öllum stórmótum síðan 2005. „Þetta val var mjög erfitt enda þrír frekar jafnir markverðir. Staðan var alls ekki þannig að Björgvin væri í einhverri yfirburðastöðu. Hann hefur spilað lítið í vetur og er að koma sér í gang eftir veikindi," segir Aron en nafni hans Eðvarðsson spilaði í markinu gegn Svíum á þriðjudag og stóð sig mjög vel. „Hann stóðst prófið. Hann setti sig í erfiða stöðu með því að vera veikur á milli jóla og nýárs en stóðst síðan prófið er á reyndi. Það var mikil pressa á honum. Hann var búinn að vera sterkur fyrir jól og hélt því áfram í þessum leik. Hann gerði útslagið." Hreiðar Levý fer því heim að sinni en verður áfram til taks enda má Aron gera breytingar á hópnum síðar og alls ekki útilokað að hann geri það. „Hreiðar tók þessum tíðindum eins og íþróttamaður. Veit að hann er hluti af hópnum og er klár ef kallið kemur. Nú fer hann heim að hitta fjölskylduna og heldur svo áfram að æfa. Ég veit af því að hann er tilbúinn ef ég vil kalla á hann. Auðvitað vildi hann fara með eins og allir aðrir en svona er þetta bara." Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin ár og það vekur nokkra athygli að landsliðsþjálfarinn hafi ekki verið búinn að ákveða að taka hann með fyrr. Markvörðurinn veiktist illa fyrir áramót og er tiltölulega nýbyrjaður að spila aftur eftir langa fjarveru. „Í seinni leiknum á móti Túnis var hann aðeins að spila sig inn. Hann var langt frá því að verja skot gegn Svíum. Hann hefur aftur á móti mikla reynslu sem og x-faktor sem hinir hafa ekki. Hann er óútreiknanlegur og góður í opnum færum. Aron og Björgvin eru mismunandi týpur og það er ein ástæðan fyrir því að ég vel þá saman," sagði landsliðsþjálfarinn en er Björgvin Páll enn markvörður númer eitt? „Það kemur bara í ljós á laugardaginn. Þetta eru tveir jafnir markmenn og Aron hefur verið stöðugastur undanfarið. Það þarf að vera meiri samkeppni um markvarðarstöðuna. Við þurfum að ná upp meiri markvörslu yfirhöfuð og þeir bestu spila." Landsliðið varð fyrir miklum áföllum fyrir mót er sterkir leikmenn gengu úr skaftinu. Heilsuástandið á 16 manna hópnum er bærilegt. „Hásinin hefur aðeins verið að plaga Guðjón Val en hann æfði á fullu áðan og virðist vera klár í bátana. Stefán Rafn er slæmur undir ilinni. Meiddist í leiknum gegn Svíum og varð að stoppa á æfingunni í dag [í gær]. Hann ætti þó að verða í lagi." Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki gefa það út hver sé markvörður númer eitt í landsliðinu en Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður undanfarin ár. Aron segir að það eigi að vera mikil samkeppni um markvarðarstöðuna. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tilkynnti hvaða sextán leikmenn fara með liðinu til Spánar í dag og spila á HM. Sautján leikmenn fóru með liðinu út til Svíþjóðar enda var þjálfarinn ekki viss um hvaða markverði hann vildi taka með sér út. Á endanum ákvað Aron að veðja á Björgvin Pál Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Reynsluboltinn Hreiðar Levý Guðmundsson þarf að bíta í það súra epli að þessu sinni að sitja heima. Hann hefur verið með á öllum stórmótum síðan 2005. „Þetta val var mjög erfitt enda þrír frekar jafnir markverðir. Staðan var alls ekki þannig að Björgvin væri í einhverri yfirburðastöðu. Hann hefur spilað lítið í vetur og er að koma sér í gang eftir veikindi," segir Aron en nafni hans Eðvarðsson spilaði í markinu gegn Svíum á þriðjudag og stóð sig mjög vel. „Hann stóðst prófið. Hann setti sig í erfiða stöðu með því að vera veikur á milli jóla og nýárs en stóðst síðan prófið er á reyndi. Það var mikil pressa á honum. Hann var búinn að vera sterkur fyrir jól og hélt því áfram í þessum leik. Hann gerði útslagið." Hreiðar Levý fer því heim að sinni en verður áfram til taks enda má Aron gera breytingar á hópnum síðar og alls ekki útilokað að hann geri það. „Hreiðar tók þessum tíðindum eins og íþróttamaður. Veit að hann er hluti af hópnum og er klár ef kallið kemur. Nú fer hann heim að hitta fjölskylduna og heldur svo áfram að æfa. Ég veit af því að hann er tilbúinn ef ég vil kalla á hann. Auðvitað vildi hann fara með eins og allir aðrir en svona er þetta bara." Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin ár og það vekur nokkra athygli að landsliðsþjálfarinn hafi ekki verið búinn að ákveða að taka hann með fyrr. Markvörðurinn veiktist illa fyrir áramót og er tiltölulega nýbyrjaður að spila aftur eftir langa fjarveru. „Í seinni leiknum á móti Túnis var hann aðeins að spila sig inn. Hann var langt frá því að verja skot gegn Svíum. Hann hefur aftur á móti mikla reynslu sem og x-faktor sem hinir hafa ekki. Hann er óútreiknanlegur og góður í opnum færum. Aron og Björgvin eru mismunandi týpur og það er ein ástæðan fyrir því að ég vel þá saman," sagði landsliðsþjálfarinn en er Björgvin Páll enn markvörður númer eitt? „Það kemur bara í ljós á laugardaginn. Þetta eru tveir jafnir markmenn og Aron hefur verið stöðugastur undanfarið. Það þarf að vera meiri samkeppni um markvarðarstöðuna. Við þurfum að ná upp meiri markvörslu yfirhöfuð og þeir bestu spila." Landsliðið varð fyrir miklum áföllum fyrir mót er sterkir leikmenn gengu úr skaftinu. Heilsuástandið á 16 manna hópnum er bærilegt. „Hásinin hefur aðeins verið að plaga Guðjón Val en hann æfði á fullu áðan og virðist vera klár í bátana. Stefán Rafn er slæmur undir ilinni. Meiddist í leiknum gegn Svíum og varð að stoppa á æfingunni í dag [í gær]. Hann ætti þó að verða í lagi."
Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira