HM 2013: Sverre er bjartsýnn á að vörnin verði í lagi gegn Rússum Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 11. janúar 2013 18:22 Sverre Jakobsson brosti breitt á æfingu íslenska landsliðsins í Sevilla í dag. Vilhelm Það mun mikið mæða á Sverre Jakobssyni í vörn íslenska liðsins en varnartröllið þarf að sýna styrk sinn án margra lykilmanna sem hafa staðið vaktina með honum í mörg ár. Sverre er nokkuð bjartsýnn á að íslenska liðið nái að stoppa í götin í varnarleiknum á heimsmeistaramótinu en Rússar eru fyrstu mótherjar Íslands í riðlakeppninni. „Vignir (Svavarsson) hefur verið í því hlutverki að koma inn í vörnina þegar á þarf að halda á undanförnum misserum og hann hefur verið mjög þolinmóður. Við þekkjum hvorn annan mjög vel og hlökkum til að takast á við þetta verkefni," sagði Sverre við Vísi í dag. „Að sjálfsögðu er missir af þeim leikmönnum sem hafa verið í varnarhlutverkinu undanfarin misseri en ég hef ekki hugsað mikið um þetta. Svona lítur vörnin okkar út og við þurfum að ná upp þeirri baráttu sem hefur einkennt okkur á undanförnum stórmótum. Við erum ekki að hugsa mikið um það sem við höfum misst – ég ligg allavega ekki í rúminu og er andvaka yfir þessu." Með nýjum þjálfara eru miklar breytingar á varnarleik liðsins? „Já og nei, við byggjum á því sem hefur gengið vel undanfarin ár með vissum útfærslum sem Aron hefur lagt til. Þetta er í grunninn það sama en við erum með ýmsar lausnir gegn liðunum sem við erum að fara að mæta í þessari keppni. Ég held að stuðningsmenn okkar eigi eftir að sjá það gamla góða hjá okkur hvað vörnina varðar – barátta og aftur barátta sem hefur verið einkennismerki okkar alla tíð. Aron hefur aðeins lagt meiri áherslu vera með tvær til þrjár varnaráherslur sem við getum nýtt okkur og gripið til ef 6-0 vörnin er ekki að ganga upp. Stundum er erfitt að skilgreina hvað við erum að gera – enda spilum við ekki alltaf eins og skólabækurnar segja til um." Sverre telur að það séu meiri líkur því að heimsmeistaramótið á Spáni verði það síðasta hjá honum. „Ég ætla að gefa það út hér og nú en ég er á þeim aldri að það er alltaf líklegra að ég sé að leika á mínu síðasta stórmóti. Vignir ýtir mér eflaust bara út úr þessu eftir þetta HM," segir Sverre og brosir eins og hann er vanur að gera. „Það eru ungir leikmenn að banka á dyrnar og það kemur að því að maður stígur til hliðar en hvort það verður eftir þetta mót eða síðar veit ég ekki," sagði Sverre Jakobsson. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Það mun mikið mæða á Sverre Jakobssyni í vörn íslenska liðsins en varnartröllið þarf að sýna styrk sinn án margra lykilmanna sem hafa staðið vaktina með honum í mörg ár. Sverre er nokkuð bjartsýnn á að íslenska liðið nái að stoppa í götin í varnarleiknum á heimsmeistaramótinu en Rússar eru fyrstu mótherjar Íslands í riðlakeppninni. „Vignir (Svavarsson) hefur verið í því hlutverki að koma inn í vörnina þegar á þarf að halda á undanförnum misserum og hann hefur verið mjög þolinmóður. Við þekkjum hvorn annan mjög vel og hlökkum til að takast á við þetta verkefni," sagði Sverre við Vísi í dag. „Að sjálfsögðu er missir af þeim leikmönnum sem hafa verið í varnarhlutverkinu undanfarin misseri en ég hef ekki hugsað mikið um þetta. Svona lítur vörnin okkar út og við þurfum að ná upp þeirri baráttu sem hefur einkennt okkur á undanförnum stórmótum. Við erum ekki að hugsa mikið um það sem við höfum misst – ég ligg allavega ekki í rúminu og er andvaka yfir þessu." Með nýjum þjálfara eru miklar breytingar á varnarleik liðsins? „Já og nei, við byggjum á því sem hefur gengið vel undanfarin ár með vissum útfærslum sem Aron hefur lagt til. Þetta er í grunninn það sama en við erum með ýmsar lausnir gegn liðunum sem við erum að fara að mæta í þessari keppni. Ég held að stuðningsmenn okkar eigi eftir að sjá það gamla góða hjá okkur hvað vörnina varðar – barátta og aftur barátta sem hefur verið einkennismerki okkar alla tíð. Aron hefur aðeins lagt meiri áherslu vera með tvær til þrjár varnaráherslur sem við getum nýtt okkur og gripið til ef 6-0 vörnin er ekki að ganga upp. Stundum er erfitt að skilgreina hvað við erum að gera – enda spilum við ekki alltaf eins og skólabækurnar segja til um." Sverre telur að það séu meiri líkur því að heimsmeistaramótið á Spáni verði það síðasta hjá honum. „Ég ætla að gefa það út hér og nú en ég er á þeim aldri að það er alltaf líklegra að ég sé að leika á mínu síðasta stórmóti. Vignir ýtir mér eflaust bara út úr þessu eftir þetta HM," segir Sverre og brosir eins og hann er vanur að gera. „Það eru ungir leikmenn að banka á dyrnar og það kemur að því að maður stígur til hliðar en hvort það verður eftir þetta mót eða síðar veit ég ekki," sagði Sverre Jakobsson.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira