Einum sigri frá einstakri byrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2013 06:30 Landsliðið vann fyrstu fjóra leikina undir stjórn Arons með sjö mörkum eða meira.Fréttablaðið/valli Aroni Kristjánssyni tókst ekki að bæta met þeirra Jóhanns Inga Gunnarssonar og Karls G. Benediktssonar þegar íslenska landsliðið tapaði fyrir Svíum. Þeir þrír eiga því allir metið saman yfir bestu byrjun landsliðsþjálfara frá upphafi. Aron Kristjánsson varð að sætta sig við sitt fyrsta tap sem þjálfari íslenska handboltalandsliðsins þegar strákarnir töpuðu fyrir Svíum á þriðjudagskvöldið en þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir HM á Spáni. Íslenska liðið var fyrir leikinn búið að vinna alla fjóra leiki sína frá því að Aron tók við liðinu af Guðmundi Guðmundssyni og allir höfðu þeir unnist með sjö mörkum eða meira. Reyndar stefndi í fimmta sigurinn í röð þegar íslenska liðið var komið sex mörkum yfir á móti Svíum, 15-9, þegar rúmar sex mínútur voru til hálfleiks. Svíar unnu hins vegar síðustu fimm mínútur hálfleiksins, 5-0, minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 15-14, og unnu að lokum tveggja marka sigur, 31-29. Aron hafði fyrir leikinn komst í hóp með þeim Karli G. Benediktssyni og Jóhanni Inga Gunnarssyni eftir að íslenska liðið vann sinn fjórða leik í röð undir hans stjórn í leiknum á undan en sá leikur var á móti Túnis í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið hafði unnið Túnis kvöldið áður á sama stað auk þess að vinna báða umspilsleiki sína um mánaðarmótin október og nóvember en það voru fyrstu leikir liðsins undir stjórn Arons. Aron gerði betur en átta forverar hans í starfinu.Karl fyrstur í hópinn 1964 Karl G. Benediktsson var fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn til þess að stýra liðinu til sigurs í fjórum fyrstu leikjunum. Hann tók við landsliðinu fyrir HM í Tékkóslóvakíu 1964 en hafði verið fyrirliði þess í síðustu landsleikjum sínum árið áður. Íslenska landsliðið byrjaði á því að vinna tvo æfingaleiki við Bandaríkjamenn, sem fóru báðir fram á Keflavíkurflugvelli, áður en liðið fór til Tékkóslóvakíu og vann síðan tvo fyrstu leiki sína á HM. Ísland vann fyrst 16-8 sigur á Egyptum og lagði síðan geysisterkt sænskt landslið 12-10 í eftirminnilegum leik. 12-21 tap á móti Ungverjum í lokaleiknum í riðlinum kostaði hins vegar íslenska liðið sæti í milliriðlinum en Svíar fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Rúmenum. Karl náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári því íslenska liðið endaði árið á því að vinna Spánverja tvisvar sinnum í nóvember og vann því 6 af 7 leikjum (86 prósent) á hans fyrsta ári í starfi. Karl stýrði landsliðinu til 1968 og svo aftur á áttunda áratugnum. Jóhann Ingi bættist í hópinn fjórtán árum síðar eða þegar hann var aðeins 24 ára gamall. Jóhann Ingi tók við liðinu eftir HM í Danmörku 1978 þar sem allir leikirnir töpuðust. Jóhann Ingi byrjaði á því að stýra liðinu til sigurs í þremur leikjum við Færeyjar og liðið vann síðan 25-20 sigur á Túnis í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Frakklandi í nóvember. Fyrsta tapið kom síðan í fimmta leik þegar liðið tapaði 22-23 á móti Pólverjum í æsispennandi leik. Jóhann Ingi þjálfaði íslenska liðið til ársins 1980 en hann átti síðar eftir að þjálfa Kiel í fjögur tímabil og gera TUSEM Essen að Þýskalandsmeisturum 1986. Þorbjörn Jensson er sá þjálfari liðsins frá tíð Jóhanns Inga sem komst næst því að bætast í hópinn en íslenska liðið vann þrjá fyrstu leikina undir hans stjórn. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira
Aroni Kristjánssyni tókst ekki að bæta met þeirra Jóhanns Inga Gunnarssonar og Karls G. Benediktssonar þegar íslenska landsliðið tapaði fyrir Svíum. Þeir þrír eiga því allir metið saman yfir bestu byrjun landsliðsþjálfara frá upphafi. Aron Kristjánsson varð að sætta sig við sitt fyrsta tap sem þjálfari íslenska handboltalandsliðsins þegar strákarnir töpuðu fyrir Svíum á þriðjudagskvöldið en þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir HM á Spáni. Íslenska liðið var fyrir leikinn búið að vinna alla fjóra leiki sína frá því að Aron tók við liðinu af Guðmundi Guðmundssyni og allir höfðu þeir unnist með sjö mörkum eða meira. Reyndar stefndi í fimmta sigurinn í röð þegar íslenska liðið var komið sex mörkum yfir á móti Svíum, 15-9, þegar rúmar sex mínútur voru til hálfleiks. Svíar unnu hins vegar síðustu fimm mínútur hálfleiksins, 5-0, minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 15-14, og unnu að lokum tveggja marka sigur, 31-29. Aron hafði fyrir leikinn komst í hóp með þeim Karli G. Benediktssyni og Jóhanni Inga Gunnarssyni eftir að íslenska liðið vann sinn fjórða leik í röð undir hans stjórn í leiknum á undan en sá leikur var á móti Túnis í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið hafði unnið Túnis kvöldið áður á sama stað auk þess að vinna báða umspilsleiki sína um mánaðarmótin október og nóvember en það voru fyrstu leikir liðsins undir stjórn Arons. Aron gerði betur en átta forverar hans í starfinu.Karl fyrstur í hópinn 1964 Karl G. Benediktsson var fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn til þess að stýra liðinu til sigurs í fjórum fyrstu leikjunum. Hann tók við landsliðinu fyrir HM í Tékkóslóvakíu 1964 en hafði verið fyrirliði þess í síðustu landsleikjum sínum árið áður. Íslenska landsliðið byrjaði á því að vinna tvo æfingaleiki við Bandaríkjamenn, sem fóru báðir fram á Keflavíkurflugvelli, áður en liðið fór til Tékkóslóvakíu og vann síðan tvo fyrstu leiki sína á HM. Ísland vann fyrst 16-8 sigur á Egyptum og lagði síðan geysisterkt sænskt landslið 12-10 í eftirminnilegum leik. 12-21 tap á móti Ungverjum í lokaleiknum í riðlinum kostaði hins vegar íslenska liðið sæti í milliriðlinum en Svíar fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Rúmenum. Karl náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári því íslenska liðið endaði árið á því að vinna Spánverja tvisvar sinnum í nóvember og vann því 6 af 7 leikjum (86 prósent) á hans fyrsta ári í starfi. Karl stýrði landsliðinu til 1968 og svo aftur á áttunda áratugnum. Jóhann Ingi bættist í hópinn fjórtán árum síðar eða þegar hann var aðeins 24 ára gamall. Jóhann Ingi tók við liðinu eftir HM í Danmörku 1978 þar sem allir leikirnir töpuðust. Jóhann Ingi byrjaði á því að stýra liðinu til sigurs í þremur leikjum við Færeyjar og liðið vann síðan 25-20 sigur á Túnis í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Frakklandi í nóvember. Fyrsta tapið kom síðan í fimmta leik þegar liðið tapaði 22-23 á móti Pólverjum í æsispennandi leik. Jóhann Ingi þjálfaði íslenska liðið til ársins 1980 en hann átti síðar eftir að þjálfa Kiel í fjögur tímabil og gera TUSEM Essen að Þýskalandsmeisturum 1986. Þorbjörn Jensson er sá þjálfari liðsins frá tíð Jóhanns Inga sem komst næst því að bætast í hópinn en íslenska liðið vann þrjá fyrstu leikina undir hans stjórn.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira