Handbolti

Ólafur Stefánsson í viðtali á CNN

Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilunna í vor eftir stórkostlegan feril er Ólafur Stefánsson enn í umræðunni í fjölmiðlum út um allan heim. CNN heimsótti Ólaf í nýju starfi hans sem þjálfari meistaraflokks Vals og tók viðtal við hann auk þess að ræða við leikmenn liðsins um Ólaf.

Handbolti

Íslendingar sigursælir í sænsku deildinni

Ólafur Guðmundsson átti fínan leik í öruggum sigri IFK Kristianstad á H43 Lund í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þá áttu Heimir Óli Heimisson og Aron Rafn Eðvarsson báðir góðan leik í öruggum sigri Eskilstuna Guif IFK gegn IFK Skövde.

Handbolti

Sterbik missir af EM

Spænska landsliðið í handbolta varð fyrir áfalli þegar staðfest var að Arpad Sterbik, markmaður liðsins verður ekki með á úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Danmörku í janúar.

Handbolti

Arnór gæti náð EM

"Þetta verður mjög tæpt en ég er samt bjartsýnn á að þetta hafist,“ sagði landsliðsmaðurinn Arnór Atlason aðspurður um hvort hann komist með landsliðinu á EM í janúar.

Handbolti

Brasilía heimsmeistari í handbolta í fyrsta sinn

Brasilía varð í dag fyrsta liðið frá Suður-Ameríku til að verða heimsmeistari í handbolta kvenna þegar þær sigruðu Serbíu 22-20 í Belgrade. Brasilíska liðið fór taplaust í gegnum mótið og sigraði serbneska liðið tvisvar á mótinu.

Handbolti

Danir unnu bronsið

Danska landsliðið í handbolta nældi sér í bronsverðlaunin á HM kvenna í handbolta í Serbíu í dag með 30-26 sigri á Póllandi. Pólska liðið leiddi lengst af í leiknum en um miðbik seinni hálfleiksins náðu Danir forskotinu með fimm mörkum í röð sem pólska liðinu tókst ekki að jafna.

Handbolti

Serbía auðveldlega í úrslitaleikinn á HM kvenna

Serbar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna sannfærandi sigur á Pólverjum í undanúrslitum HM kvenna í handbolta sem fram fer í Serbíu. Serbía sló út heimsmeistara Noregs á miðvikudagskvöldið og fylgdi því eftir með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í kvöld, 24-18.

Handbolti