Handbolti

Íslendingar sigursælir í sænsku deildinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Heimasíða Eskilstuna
Ólafur Guðmundsson átti fínan leik í öruggum sigri IFK Kristianstad á H43 Lund í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þá áttu Heimir Óli Heimisson og Aron Rafn Eðvarsson góða leiki í öruggum sigri Eskilstuna Guif IFK gegn IFK Skövde.

Ólafur sem átti stórleik í síðasta leik Kristianstad var rólegur í dag og setti fjögur mörk í leiknum. Kristianstad leiddi með þremur mörkum í hálfleik en keyrði yfir gestina í seinni hálfleik og vann að lokum 15 marka sigur.

Heimir Óli Heimisson skoraði fimm mörk í sex skotum í öruggum sigri Eskilstuna á Skövde á heimavelli. Með sigrinum komst Estilstuna upp í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Kristianstad. Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í markinu hjá Eskilstuna með 14 varin skot af 34, alls 41% markvörslu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×