Hún hefur ekki misst úr kvöldverð síðan hún fæddist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2013 09:45 Dragana Cvijic var frábær með Serbum á móti Noregi. Hér fagnar hún sigrinum með liðsfélaga sínum. Mynd/NordicPhotos/Getty Dragana Cvijic átti stórkostlegan leik með Serbum þegar liðið skellti Norðmönnum á HM kvenna á miðvikudagskvöldið. Átta sinnum skaut hún á markið og alltaf hafnaði boltinn í netinu. Þá tók hún hraustlega á því í vörninni gegn norsku stelpum sem áttu fá svör. Lýsandi leiksins, Harald Bredeli, á TV 2 hefur verið gagnrýndur fyrir orðaval sitt á meðan leik stóð. Cvijic er stór og stæðileg, 185 cm á hæð og 95 kíló. Varð honum tíðrætt um líkamsbyggingu Serbans. „Við sjáum að hún hefur ekki misst úr kvöldverð síðan hún fæddist fyrir 23 árum,“ sagði Bredeli þegar Cvijic nældi í vítakast. Verdens Gang fjallar um málið. Else-Marthe Sörlie Lybekk, sem spilaði 215 landsleiki fyrir Noreg, sagði lýsandann líklega hafa tjáð sig án þess að hugsa. Minnti hún á átta ára gamalt atvik þegar Bredeli sagði í beinni útsendingu að handboltakonan Gro Hammerseng væri glæsilegasta lesbía sem Noregur hefði alið. Lýsandinn gerði sér ekki grein fyrir að kveikt væri á hljóðnemanum. Fyrir vikið var Hammerseng komin opinberlega út úr skápnum gegn vilja sínum. Eftir leikinn gerði Bredeli tapleikinn upp á samfélagsmiðlinum Twitter í nokkrum orðum. „Okkar leikmenn og liðið hafa átt betri daga. Serbar eiga mikið hrós skilið og spiluðu sinn besta leik frá upphafi. Cvijic sýndi fram á mikilvægi kvöldverðar.“ Lybekk segir handboltafólk af öllum stærðum blómstra í íþróttinni. „Hún er einn besti línumaður í heimi og leiðtogi bæði í félagsliði sínu og landsliði. Svona ummæli eiga ekki heima í norsku sjónvarpi. Það eru til aðrar leiðir til þess að vera fyndinn.“Dragana CvijicMynd/NordicPhotos/Getty Handbolti Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Dragana Cvijic átti stórkostlegan leik með Serbum þegar liðið skellti Norðmönnum á HM kvenna á miðvikudagskvöldið. Átta sinnum skaut hún á markið og alltaf hafnaði boltinn í netinu. Þá tók hún hraustlega á því í vörninni gegn norsku stelpum sem áttu fá svör. Lýsandi leiksins, Harald Bredeli, á TV 2 hefur verið gagnrýndur fyrir orðaval sitt á meðan leik stóð. Cvijic er stór og stæðileg, 185 cm á hæð og 95 kíló. Varð honum tíðrætt um líkamsbyggingu Serbans. „Við sjáum að hún hefur ekki misst úr kvöldverð síðan hún fæddist fyrir 23 árum,“ sagði Bredeli þegar Cvijic nældi í vítakast. Verdens Gang fjallar um málið. Else-Marthe Sörlie Lybekk, sem spilaði 215 landsleiki fyrir Noreg, sagði lýsandann líklega hafa tjáð sig án þess að hugsa. Minnti hún á átta ára gamalt atvik þegar Bredeli sagði í beinni útsendingu að handboltakonan Gro Hammerseng væri glæsilegasta lesbía sem Noregur hefði alið. Lýsandinn gerði sér ekki grein fyrir að kveikt væri á hljóðnemanum. Fyrir vikið var Hammerseng komin opinberlega út úr skápnum gegn vilja sínum. Eftir leikinn gerði Bredeli tapleikinn upp á samfélagsmiðlinum Twitter í nokkrum orðum. „Okkar leikmenn og liðið hafa átt betri daga. Serbar eiga mikið hrós skilið og spiluðu sinn besta leik frá upphafi. Cvijic sýndi fram á mikilvægi kvöldverðar.“ Lybekk segir handboltafólk af öllum stærðum blómstra í íþróttinni. „Hún er einn besti línumaður í heimi og leiðtogi bæði í félagsliði sínu og landsliði. Svona ummæli eiga ekki heima í norsku sjónvarpi. Það eru til aðrar leiðir til þess að vera fyndinn.“Dragana CvijicMynd/NordicPhotos/Getty
Handbolti Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira