Handbolti

Aron Pálmarsson með fjögur í toppslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson Mynd/Gettyimages
Það fóru sex leiki fram í þýska boltanum í dag, Kiel heldur áfram á sigurbraut og átti ekki í vandræðum með HSV í toppslag dagsins.

Góðir kaflar hjá Kiel sitthvoru megin við hálfleikinn grundvölluðu öruggan sigur Kiel á HSV í dag. Kiel náði ellefu marka forskoti þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og voru úrslitin aldrei spurning eftir það. Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kiel en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Fusche Berlin lenti í vandræðum með Balingen-Weilstetten á heimavelli. Balingen náði forskotinu skömmu fyrir leikslok en Berlínarrefirnir náðu forskotinu aftur rétt fyrir lok leiksins. Balingen fékk tækifæri til að jafna metin á lokasekúndu leiksins en markmaður Fusche varði vel og tryggði stigin tvö.

Rhein-Necker Löwen vann öruggan sigur á GWD Minden á heimavelli. Alexander Petersson skoraði fjögur mark fyrir Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað í leiknum.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk en gat ekki komið í veg fyrir stórt tap Esenach gegn Lemgo en leiknum lauk með 40-22 sigri Lemgo.

Oddur Grétarsson, Erni Arnarson og Ólafur Bjarki Ragnarsson komust allir á blað hjá Emsdetten gegn Melsungen í 27-34 tapi á heimavelli. Emsdetten situr á botni þýsku deildarinnar með aðeins fjögur stig úr nítján leikjum, átta stigum frá öruggu sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári.

Ólafur Gústafsson var ekki í leikmannahóp Flensburg sem sigraði Magdeburg örugglega á heimavelli.

Það eru síðan tveir leikir í kvöld, Lubbecke tekur á móti Wetzlar og  Bergischer fær Gummersbach í heimsókn.

Úrslit dagsins í þýska handboltanum:

Flensburg 38-28 Magdeburg

THW Kiel 35-24 HSV Handball

Fusche Berlin 30-29 HBW Balingen-Weilstetten

Rhein-Neckar Löwen 33-29 TSV GWD Minden

TBV Lemgo 40-22 ThSV Eisenach

TV Emsdetten 27-34 MT Melsungen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×