Handbolti

Bergischer tapaði fimmta leiknum í röð

Leikmenn Bergischer
Leikmenn Bergischer Mynd/Heimasíða Bergischer
Bergischer tapaði sínum fimmta leik í röð í kvöld, í þetta skiptið gegn nágrönnunum Gummersbach á heimavelli.

Björgvin Páll Gústafsson spilaði með Bergischer í leiknum og varði fjögur skot í leiknum en gat ekki komið í veg fyrir sjö marka tap. Arnór Þór Gunnarsson er ennþá meiddur og var ekki í leikmannahóp Bergischer í leiknum. Með sigrinum minnkaði Gummersbach muninn milli liðanna niður í eitt stig í þýsku deildinni.

Þá sigraði TuS Lubbecke Wetzlar á heimavelli 34-29.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×