Handbolti

Birna og félagar unnu stórsigur

Birna Berg og félagar í IV Sävehof fagna árangri sínum í Meistaradeildinni fyrr á tímabilinu.
Birna Berg og félagar í IV Sävehof fagna árangri sínum í Meistaradeildinni fyrr á tímabilinu. Mynd/Heimasíða Sävehof
Birna Berg Haraldsdóttir og félagar í IK Sävehof áttu ekki í vandræðum með Skanela í sænsku deildinni í handbolta í dag.

Sigurinn var aldrei í hættu, í hálfleik leiddi Sävehof 23-7 og gerði enn betur í seinni hálfleik og lauk leiknum með öruggum 35 marka sigri 45-10. Birna skoraði tvö mörk í leiknum úr fimm skotum.

IK Sävehof situr taplaust á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir ellefu leiki, þremur stigum fyrir ofan Pohjankuru NS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×