Handbolti

Ólafur Guðmundsson með stórleik í sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson Mynd/Vilhelm
Ólafur Guðmundsson átti stórleik í tæpum sigri Kristianstad gegn Skövde í sænska handboltanum í dag en leiknum lauk með 29-28 sigri Kristianstad.

Ólafur skoraði átta mörk í leiknum en með sigrinum fer Kristianstad upp á topp sænsku úrvalsdeildarinnar þegar átján leikjum er lokið af tímabilinu.

Næsti leikur liðsins er gegn H43 Lund á heimavelli á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×