Handbolti

Alexander Petersson með fjögur mörk í öruggum sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alexander Petersson
Alexander Petersson Mynd/Gettyimages
Alexander Petersson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins skoraði fjögur mörk í öruggum 10 marka sigri á HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað í liði Löwen en Uwe Gensheimer sem keppir við Stefán um stöðu átti stórleik með tíu mörk í 37-27 sigri Ljónanna.

Björgvin Páll Gústafsson varði 10 skot, þar af eitt víti en gat ekki komið í veg fyrir tap Bergischer gegn HSV í dag. Arnór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer í leiknum.

Rhein-Neckar Löwen mætir Minden á heimavelli í næstu umferð á meðan Bergischer tekur á móti Gummersbach og fara leikirnir fram á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×