Innlent

Sveitar­fé­lögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu

Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum.

Innlent

Launa­munur kynjanna á fjár­mála­markaði 26 prósent

Óleiðréttur launamunur karla og kvenna var 9,1 prósent árið 2022 og dróst saman frá fyrra ári úr 10,2 prósent. Munurinn er mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi, 26,2 prósent, en minnstur í rafmagns- gas og hitaveitum eða 4,1 prósent.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir niðurstöðurnar ekki koma að óvart enda hafi ferðaþjónustan farið hratt af stað eftir kórónuveirufaraldurinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðaþjónustunni um málið, tökum borgarbúa tali og ræðum við framkvæmdastjóra Landverndar.

Innlent

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.

Innlent

Á­minning um að plastið drepi

Yfir­fullar rusla­tunnur og matar­af­gangar eru sér­stak­lega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álfta­nesi er á­minning til allra um að ganga vel frá úr­gangi og að minnka notkun á ó­þarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lög­reglu og bæjar­yfir­völd í Garða­bæ vita af málinu.

Innlent

Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hjálparlaust flóttafólk, staða krabbameinsmála, nýtt Píeta-skjól á Húsavík og dagskrá Menningarnætur verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Innlent

Stundin runnin upp til að berjast fyrir móður­málinu

Bubbi Morthens segir Ís­lendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala ís­lensku á­fram, tungu­málið sé að verða horn­reka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móður­málinu.

Innlent

Ekki heimilt að að­stoða þjónustu­svipta hælis­leit­endur

Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 

Innlent

Að­gangs­stýring í ferða­þjónustu ein­föld en ó­þörf

„Það er ekki flókið viðfangs­efni ef við vilj­um gera breyt­ing­ar á hversu marg­ir ferðamenn heim­sækja landið. Við erum með fluggátt­ina, og Isa­via er þar með flug­stæði. Ef við telj­um að við séum að ganga of mikið á landið okk­ar vegna þess að aðgangs­stýr­ing sé ekki nægi­leg, þá get­um við alltaf stýrt aðgengi með þess­ari fluggátt okk­ar. Þetta er bara auðlind­a­stýr­ing og það eru tæki til þess.“

Innlent

Raf­hlaupa­hjóla­þjófur gómaður

Það var nokkuð um þjófnað og innbrot ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið. Lögreglunni var tilkynnt um einstakling sem bar nokkur rafmagnshlaupahjól inn í húsnæði. Hjólin reyndust vera þýfi og voru haldlögð af lögreglunni. 

Innlent

„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“

Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu.

Innlent

Mikið þarf að gerast á undan Torfa­jökuls­gosi

Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tuttugu hatursglæpir voru tilkynntir til Samtakanna '78 í kringum Hinsegin daga og þar á meðal er ein líkamsárás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik og möguleg tengsl þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent