Innlent

Ó­veðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag.

Innlent

„Það er okkar ein­lægi vilji að gera betur“

Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær.

Innlent

Ofurmáni blátt á himni skín

Fullt tungl sem verður síðustu nótt ágústmánaðar verður svokallaður blár ofurmáni. Þrátt fyrir nafnið verður tunglið þó hvorki blátt á lit né búið neins konar ofurkröftum.

Innlent

Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra

Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri-Ásum við Skaftá segir vatnavöxtinn hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun.

Innlent

„Þau verða bara að tala saman“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum.

Innlent

Þingflokksformaður vill geta horft í spegil

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin.

Innlent

Segist voða lítið í „ef“ spurningum

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Fram­sóknar við Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, komi til þess að van­trausti verði lýst yfir á hendur ráð­herranum og sú til­laga mögu­lega studd af Sjálf­stæðis­mönnum.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður ítarlega sagt frá hlaupi í Skaftá, sem nú er hafið. Rætt verður við Kristínu Elísu Guðmundsdóttur náttúruvársérfræðing, sem greinir almennt frá hlaupum í ánni og hverjar hætturnar geti mögulega verið.

Innlent

Skáftárhlaup er hafið

Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli.

Innlent

Var sagður ölvaður en reyndist glíma við heilsu­kvilla

Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó útköllum vegna innbrots í Hafnarfirði og einstaklings sem var til ama í miðborginni en sá hét því að láta af hegðun sinni eftir samtal við lögreglumenn.

Innlent